Afturelding náði í mjög dýrmætt stig á Selfossi í kvöld í fallbaráttu Pepsi-deildar kvenna þegar Selfoss og Afturelding gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik 12. umferðar.
Helen Lynskey tryggði Aftureldingu 1-1 jafntefli þegar hún jafnaði leikinn strax á 34. mínútu en Erna Guðjónsdóttir hafði komið heimaastúlkum í Selfossi yfir strax á 16. mínútu leiksins.
Þetta var fyrsti leikur Selfossliðsins án þeirra Dagnýjar Brynjarsdóttur og Celeste Boureille sem eru farnar út í nám til Bandaríkjanna. Selfossliðið saknaði þeirra mikið í kvöld.
Afturelding er nú sex stigum á undan botnliði ÍA og tveimur stigum á eftir FH sem situr eins og er í síðasta örugga sæti deildarinnar. Selfoss er í 5. sæti stigi á undan Val sem getur náð af þeim fimmta sætinu með sigri á Skagastúlkum á morgun.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.
Afturelding náði í stig á Selfossi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
