Blaðamaður DV tjáir sig: Hvetur ráðherra til að líta sér nær við ásakanir um pólitíska leiki Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. ágúst 2014 17:13 Hanna Birna hvatti að sögn Reynis Traustasonar til þess að Jóhann Páll yrði rekinn úr starfi sínu sem blaðamaður á DV vegna umfjöllunar hans um lekamálið. Mynd/Vísir Jóhann Páll Jóhannsson, sá blaðamaður DV sem hefur fjallað hvað mest um lekamálið svokallaða, hefur sent frá sér tilkynningu á Facebook vegna þeirra frétta að innanríkisráðherra hafi krafist þess að blaðamenn sem fjölluðu um lekamálið yrðu reknir. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ræddi fréttaflutning DV í Sprengisandi í morgun. Hún telur hann hafa verið einhliða og blaðamenn miðilsins hafi gengið fram með fyrirfram ákveðnar skoðanir í málinu. Jóhann Páll segir Reyni Traustason, ristjóra DV, hafa komið að máli við sig seint á síðasta ári vegna símtals sem Reynir hafði fengið frá Hönnu Birnu. Hafði innanríkisráðherra að sögn Reynis úthúðað Jóhanni og Jóni Bjarka Magnússyni, öðrum blaðamanni DV sem einnig hafði fjallað mikið um málið, og „gefið í skyn að við ættum við vandamál að stríða,“ segir Jóhann í færslunni. „Það væri best fyrir alla að við hættum að starfa á blaðinu.“ Segist hann jafnframt hafa virt það við Hönnu Birnu að samtalið hafi verið í trúnaði milli hennar og ritstjórans. Þar til innanríkisráðherrann og aðstoðarmaður hennar, Þórey Vilhjálmsdóttir, hafi kosið að segja frá samtölum sínum við Reyni. „Það sem okkur fannst einna ósmekklegast var að Hanna Birna reyndi að höfða til Reynis á þeim forsendum að ríkt hefði gagnkvæmur vinskapur á milli þeirra tveggja. Þannig ætlaðist hún til þess að hann tæki þátt í einhverju plotti til að forða henni frá pólitískum óþægindum,“ útskýrir Jóhann. Hann segir Reyni þó ekki hafa tekið það í mál og blaðamanninum þykir ekki boðlegt að valdamenn hegði sér svona gagnvart fjölmiðlum. „Innanríkisráðherra ætti að líta sér nær áður en hún sakar aðra um pólitíska leiki,“ eru lokaorð færslunnar. DV hefur alveg síðan fréttir voru fyrst fluttar af málinu staðið við fréttaflutning sinn. Hanna Birna kveðst aftur á móti ekkert hafa gert rangt í málinu. Færsluna má sjá hér að neðan í fullri lengd: Post by Jóhann Páll Jóhannsson. Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna um DV: Ég held að þeir trúi þessu Innanríkisráðherra segir fréttaflutning miðilsins af lekamálinu ósanngjarnan og meiðandi. 3. ágúst 2014 12:22 Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir „Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann,“ segir ritstjóri DV. 3. ágúst 2014 14:24 Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30 Hanna Birna í Sprengisandi: Hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Innanríkisráðherra segist ekki hafa nokkura hugmynd um hver lak skjali úr ráðuneytinu. Það sé ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður hennar hafi verið í samskiptum við fjölmiðla áður en fréttir birtust um Tony Omos. 3. ágúst 2014 11:48 „Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15 Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson, sá blaðamaður DV sem hefur fjallað hvað mest um lekamálið svokallaða, hefur sent frá sér tilkynningu á Facebook vegna þeirra frétta að innanríkisráðherra hafi krafist þess að blaðamenn sem fjölluðu um lekamálið yrðu reknir. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ræddi fréttaflutning DV í Sprengisandi í morgun. Hún telur hann hafa verið einhliða og blaðamenn miðilsins hafi gengið fram með fyrirfram ákveðnar skoðanir í málinu. Jóhann Páll segir Reyni Traustason, ristjóra DV, hafa komið að máli við sig seint á síðasta ári vegna símtals sem Reynir hafði fengið frá Hönnu Birnu. Hafði innanríkisráðherra að sögn Reynis úthúðað Jóhanni og Jóni Bjarka Magnússyni, öðrum blaðamanni DV sem einnig hafði fjallað mikið um málið, og „gefið í skyn að við ættum við vandamál að stríða,“ segir Jóhann í færslunni. „Það væri best fyrir alla að við hættum að starfa á blaðinu.“ Segist hann jafnframt hafa virt það við Hönnu Birnu að samtalið hafi verið í trúnaði milli hennar og ritstjórans. Þar til innanríkisráðherrann og aðstoðarmaður hennar, Þórey Vilhjálmsdóttir, hafi kosið að segja frá samtölum sínum við Reyni. „Það sem okkur fannst einna ósmekklegast var að Hanna Birna reyndi að höfða til Reynis á þeim forsendum að ríkt hefði gagnkvæmur vinskapur á milli þeirra tveggja. Þannig ætlaðist hún til þess að hann tæki þátt í einhverju plotti til að forða henni frá pólitískum óþægindum,“ útskýrir Jóhann. Hann segir Reyni þó ekki hafa tekið það í mál og blaðamanninum þykir ekki boðlegt að valdamenn hegði sér svona gagnvart fjölmiðlum. „Innanríkisráðherra ætti að líta sér nær áður en hún sakar aðra um pólitíska leiki,“ eru lokaorð færslunnar. DV hefur alveg síðan fréttir voru fyrst fluttar af málinu staðið við fréttaflutning sinn. Hanna Birna kveðst aftur á móti ekkert hafa gert rangt í málinu. Færsluna má sjá hér að neðan í fullri lengd: Post by Jóhann Páll Jóhannsson.
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna um DV: Ég held að þeir trúi þessu Innanríkisráðherra segir fréttaflutning miðilsins af lekamálinu ósanngjarnan og meiðandi. 3. ágúst 2014 12:22 Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir „Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann,“ segir ritstjóri DV. 3. ágúst 2014 14:24 Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30 Hanna Birna í Sprengisandi: Hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Innanríkisráðherra segist ekki hafa nokkura hugmynd um hver lak skjali úr ráðuneytinu. Það sé ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður hennar hafi verið í samskiptum við fjölmiðla áður en fréttir birtust um Tony Omos. 3. ágúst 2014 11:48 „Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15 Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Sjá meira
Hanna Birna um DV: Ég held að þeir trúi þessu Innanríkisráðherra segir fréttaflutning miðilsins af lekamálinu ósanngjarnan og meiðandi. 3. ágúst 2014 12:22
Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir „Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann,“ segir ritstjóri DV. 3. ágúst 2014 14:24
Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54
Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30
Hanna Birna í Sprengisandi: Hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Innanríkisráðherra segist ekki hafa nokkura hugmynd um hver lak skjali úr ráðuneytinu. Það sé ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður hennar hafi verið í samskiptum við fjölmiðla áður en fréttir birtust um Tony Omos. 3. ágúst 2014 11:48
„Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15
Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00