Hanna Birna í Sprengisandi: Hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Bjarki Ármannsson skrifar 3. ágúst 2014 11:48 „Ég get ekki bara hent fólki út úr ráðuneytinu til að létta á mér pólitísku álagi,“ segir Hanna Birna. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ítrekar það að hún hafi ekkert brotið af sér í tengslum við lekamálið svokallaða. Hún segist ekki hafa nokkura hugmynd um hver lak upplýsingum um hælisleitandann Tony Omos til fjölmiðla á sínum tíma og að hún hafi haft engan hag af því. Þetta og meira kom fram í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandi nú í morgun. Fyrr hafði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagt í þættinum að Alþingi ætti erfitt með að treysta ráðherranum. Hún segir aftur á móti að moldviðri megi ekki skapast í hvert sinn sem almenningur nýtir sér þann rétt að kæra ráðuneytið. „Í hvers lags réttarríki búum við þá?“ spyr Hanna Birna. „Hvað erum við þá að segja um réttinn til að kæra ráðuneytið?“ Sigurjón spyr hana um símanotkun annars aðstoðarmanns Hönnu Birnu, sem átti símtöl við blaðamenn hjá 365 miðlum og mbl.is áður en þessir miðlar birtu fréttir sem byggðu á því skjali sem fór úr ráðuneytinu. Hanna Birna segir ekkert óeðlilegt við það. „Það er alvanalegt,“ segir hún. „Við erum í samskiptum við fjölmiðla allan daginn. Ráðuneytið mitt hefur fimmtíu málaflokka undir. Rannsóknin tengist ekkert því.“ Hún segir jafnframt að allir starfsmenn ráðuneytisins, þar á meðal aðstoðarmenn hennar, neiti því að hafa lekið upplýsingunum úr húsi. „Ég get ekki bara hent fólki út úr ráðuneytinu til að létta á mér pólitísku álagi,“ segir hún. „Rannsókn virðist leiða í ljós að það hafi verið samtöl við ritstjóra. Ég get ekki sagt, þú varst að brjóta lög með því að tala við einhvern einstakling á einhverjum tíma. Mínir aðstoðarmenn eru einfaldlega í þeirri stöðu að tala stöðugt við fjölmiðlamenn. Út af allt öðrum málum.“Hefur engan hag af málinu Upplýsingarnar sem lekamálið snýst um snúa að hælisleitandanum Tony Omos. Hanna Birna segist ekki hafa haft neina aðkomu að máli hans í ráðuneytinu og ekki vita „nokkurn skapaðan hlut“ um manninn sjálfan. „Af því að menn eru að reyna að tengja þetta við mig, hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Áttum okkur á því að þessi einstaklingur sem um ræðir, það var búið að dæma hann úr landinu í tvígang. Hann var eftirlýstur af lögreglu á þessum tímapunkti, það voru mótmæli fyrir utan ráðuneytið og menn hafa jafnvel gert því skóna að það hafi verið eitthvað mikið mál fyrir mig. Það líður varla sú vika í ráðuneytinu að ég taki ekki við mótmælaskjölum út af innflytjendum. Það finnst mér ekkert mál. Að ég hafi átt að setja í gang einhverja aðgerð til þess að koma í veg fyrir það að nokkrir tugir einstaklinga söfnuðust saman fyrir framan ráðuneytið, hvernig í ósköpunum átti ég að hafa hag af nokkru sem tengist þessum einstaklingi.“ Hún segir að ef það kemur í ljós að einhver í ráðuneyti hennar hafi sent gagnið frá sér, hafi sá hinn sami algjörlega brotið trúnað gagnvart henni. „Vegna þess að ég er ekki upplýst um það. Ég get ekki sagt það sannara, ég er ekki upplýst um það.“ Hlusta má á fyrri hluta viðtalsins við Hönnu Birnu í spilaranum hér að ofan. Lekamálið Tengdar fréttir Áframhaldandi vera Hönnu Birnu í embætti skaðar almannahagsmuni Stjórnsýslufræðingur telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði að víkja úr embætti innanríkisráðherra. Stjórnarandstaðan íhugar að bera upp vantrausttillögu á ráðherra. 31. júlí 2014 19:30 Píratar vilja fund um lekamálið Þingmaður Pírata hefur óskað eftir því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd leiti svara við því hvort ráðherra hafi haft óeðlileg afskipti af störfum lögreglunnar. 29. júlí 2014 19:44 Hanna Birna um DV: Ég held að þeir trúi þessu Innanríkisráðherra segir fréttaflutning miðilsins af lekamálinu ósanngjarnan og meiðandi. 3. ágúst 2014 12:22 Þarf ekki að gefa upp heimildarmann sinn í lekamálinu Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm sinn varðandi lekamálið. 18. júní 2014 12:53 Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30 Hver er starfsmaður B? Þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu hart að innanríkisráðherra og kröfðust svara. 18. júní 2014 15:51 Umboðsmaður Alþingis óskar eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Umboðsmaður hefur kallað eftir upplýsingum um meint afskipti innanríkisráðherra af rannsókn lögreglunnar á Lekamálinu svokallaða í kjölfar fréttaflutnings og samtala hans við lögreglustjóra og ríkissaksóknara. 30. júlí 2014 13:07 Íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Þingmenn stjórnarandstöðunnar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þegar þing kemur saman í haust. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá ráðherra varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lögreglu á lekamálinu. 31. júlí 2014 13:04 Þórey sögð með réttarstöðu grunaðs manns Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er sögð vera sú sem lak umdeildum minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 08:23 Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00 Lekamálið: Lögregla hefur sent málið til ríkissaksóknara Rannsakar nú ríkissaksóknari hvort að þörf sé á frekari rannsókn eða hvort henni sé lokið. Sé henni lokið verður tekin ákvörðun um ákæru. 20. júní 2014 16:38 Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ítrekar það að hún hafi ekkert brotið af sér í tengslum við lekamálið svokallaða. Hún segist ekki hafa nokkura hugmynd um hver lak upplýsingum um hælisleitandann Tony Omos til fjölmiðla á sínum tíma og að hún hafi haft engan hag af því. Þetta og meira kom fram í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandi nú í morgun. Fyrr hafði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagt í þættinum að Alþingi ætti erfitt með að treysta ráðherranum. Hún segir aftur á móti að moldviðri megi ekki skapast í hvert sinn sem almenningur nýtir sér þann rétt að kæra ráðuneytið. „Í hvers lags réttarríki búum við þá?“ spyr Hanna Birna. „Hvað erum við þá að segja um réttinn til að kæra ráðuneytið?“ Sigurjón spyr hana um símanotkun annars aðstoðarmanns Hönnu Birnu, sem átti símtöl við blaðamenn hjá 365 miðlum og mbl.is áður en þessir miðlar birtu fréttir sem byggðu á því skjali sem fór úr ráðuneytinu. Hanna Birna segir ekkert óeðlilegt við það. „Það er alvanalegt,“ segir hún. „Við erum í samskiptum við fjölmiðla allan daginn. Ráðuneytið mitt hefur fimmtíu málaflokka undir. Rannsóknin tengist ekkert því.“ Hún segir jafnframt að allir starfsmenn ráðuneytisins, þar á meðal aðstoðarmenn hennar, neiti því að hafa lekið upplýsingunum úr húsi. „Ég get ekki bara hent fólki út úr ráðuneytinu til að létta á mér pólitísku álagi,“ segir hún. „Rannsókn virðist leiða í ljós að það hafi verið samtöl við ritstjóra. Ég get ekki sagt, þú varst að brjóta lög með því að tala við einhvern einstakling á einhverjum tíma. Mínir aðstoðarmenn eru einfaldlega í þeirri stöðu að tala stöðugt við fjölmiðlamenn. Út af allt öðrum málum.“Hefur engan hag af málinu Upplýsingarnar sem lekamálið snýst um snúa að hælisleitandanum Tony Omos. Hanna Birna segist ekki hafa haft neina aðkomu að máli hans í ráðuneytinu og ekki vita „nokkurn skapaðan hlut“ um manninn sjálfan. „Af því að menn eru að reyna að tengja þetta við mig, hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Áttum okkur á því að þessi einstaklingur sem um ræðir, það var búið að dæma hann úr landinu í tvígang. Hann var eftirlýstur af lögreglu á þessum tímapunkti, það voru mótmæli fyrir utan ráðuneytið og menn hafa jafnvel gert því skóna að það hafi verið eitthvað mikið mál fyrir mig. Það líður varla sú vika í ráðuneytinu að ég taki ekki við mótmælaskjölum út af innflytjendum. Það finnst mér ekkert mál. Að ég hafi átt að setja í gang einhverja aðgerð til þess að koma í veg fyrir það að nokkrir tugir einstaklinga söfnuðust saman fyrir framan ráðuneytið, hvernig í ósköpunum átti ég að hafa hag af nokkru sem tengist þessum einstaklingi.“ Hún segir að ef það kemur í ljós að einhver í ráðuneyti hennar hafi sent gagnið frá sér, hafi sá hinn sami algjörlega brotið trúnað gagnvart henni. „Vegna þess að ég er ekki upplýst um það. Ég get ekki sagt það sannara, ég er ekki upplýst um það.“ Hlusta má á fyrri hluta viðtalsins við Hönnu Birnu í spilaranum hér að ofan.
Lekamálið Tengdar fréttir Áframhaldandi vera Hönnu Birnu í embætti skaðar almannahagsmuni Stjórnsýslufræðingur telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði að víkja úr embætti innanríkisráðherra. Stjórnarandstaðan íhugar að bera upp vantrausttillögu á ráðherra. 31. júlí 2014 19:30 Píratar vilja fund um lekamálið Þingmaður Pírata hefur óskað eftir því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd leiti svara við því hvort ráðherra hafi haft óeðlileg afskipti af störfum lögreglunnar. 29. júlí 2014 19:44 Hanna Birna um DV: Ég held að þeir trúi þessu Innanríkisráðherra segir fréttaflutning miðilsins af lekamálinu ósanngjarnan og meiðandi. 3. ágúst 2014 12:22 Þarf ekki að gefa upp heimildarmann sinn í lekamálinu Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm sinn varðandi lekamálið. 18. júní 2014 12:53 Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30 Hver er starfsmaður B? Þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu hart að innanríkisráðherra og kröfðust svara. 18. júní 2014 15:51 Umboðsmaður Alþingis óskar eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Umboðsmaður hefur kallað eftir upplýsingum um meint afskipti innanríkisráðherra af rannsókn lögreglunnar á Lekamálinu svokallaða í kjölfar fréttaflutnings og samtala hans við lögreglustjóra og ríkissaksóknara. 30. júlí 2014 13:07 Íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Þingmenn stjórnarandstöðunnar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þegar þing kemur saman í haust. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá ráðherra varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lögreglu á lekamálinu. 31. júlí 2014 13:04 Þórey sögð með réttarstöðu grunaðs manns Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er sögð vera sú sem lak umdeildum minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 08:23 Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00 Lekamálið: Lögregla hefur sent málið til ríkissaksóknara Rannsakar nú ríkissaksóknari hvort að þörf sé á frekari rannsókn eða hvort henni sé lokið. Sé henni lokið verður tekin ákvörðun um ákæru. 20. júní 2014 16:38 Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Áframhaldandi vera Hönnu Birnu í embætti skaðar almannahagsmuni Stjórnsýslufræðingur telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði að víkja úr embætti innanríkisráðherra. Stjórnarandstaðan íhugar að bera upp vantrausttillögu á ráðherra. 31. júlí 2014 19:30
Píratar vilja fund um lekamálið Þingmaður Pírata hefur óskað eftir því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd leiti svara við því hvort ráðherra hafi haft óeðlileg afskipti af störfum lögreglunnar. 29. júlí 2014 19:44
Hanna Birna um DV: Ég held að þeir trúi þessu Innanríkisráðherra segir fréttaflutning miðilsins af lekamálinu ósanngjarnan og meiðandi. 3. ágúst 2014 12:22
Þarf ekki að gefa upp heimildarmann sinn í lekamálinu Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm sinn varðandi lekamálið. 18. júní 2014 12:53
Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30
Hver er starfsmaður B? Þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu hart að innanríkisráðherra og kröfðust svara. 18. júní 2014 15:51
Umboðsmaður Alþingis óskar eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Umboðsmaður hefur kallað eftir upplýsingum um meint afskipti innanríkisráðherra af rannsókn lögreglunnar á Lekamálinu svokallaða í kjölfar fréttaflutnings og samtala hans við lögreglustjóra og ríkissaksóknara. 30. júlí 2014 13:07
Íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Þingmenn stjórnarandstöðunnar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þegar þing kemur saman í haust. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá ráðherra varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lögreglu á lekamálinu. 31. júlí 2014 13:04
Þórey sögð með réttarstöðu grunaðs manns Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er sögð vera sú sem lak umdeildum minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 08:23
Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00
Lekamálið: Lögregla hefur sent málið til ríkissaksóknara Rannsakar nú ríkissaksóknari hvort að þörf sé á frekari rannsókn eða hvort henni sé lokið. Sé henni lokið verður tekin ákvörðun um ákæru. 20. júní 2014 16:38
Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent