Margrét Tryggvadóttir gerir upp störf sín á Alþingi Frosti Logason skrifar 18. ágúst 2014 17:26 Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingkona Hreyfingarinnar, hefur skrifað bók um þá lífsreynslu sína að setjast óvænt á þing skömmu eftir hrun og sitja þar í heilt kjörtímabil á árunum 2009 til 2013. Bókina kallar hún Útistöður og þessa dagana safnar hún einmitt fyrir útgáfu bókarinnar, en hún gefur út sjálf, á vefsíðunni Karolina Fund. Margrét ræddi bókina í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun þar sem margt áhugavert kom fram. Þegar hún var spurð um hvaða vinnufélagar úr núverandi ríkisstjórnar meirihluta væru skemmtilegastir, það er að segja þeir sem voru í Framsóknar og Sjálfstæðisflokki þá, taldi hún fyrstan upp Tryggva Þór Herbertsson. „Mér finnst skemmtilegt hvað hann er mikið kvikindi stundum, því hann er það líka. En ef maður hefur húmor fyrir því þá er það mjög skemmtilegt.“ sagði Margrét um Tryggva sem nú starfar sem verkefnisstjóri hinnar miklu skuldaleiðréttingar. Einnig nefndi Margrét Guðlaug Þór Þórðarson og Eygló Harðardóttur í upptalningu sinni yfir skemmtilega þingmenn. Í viðtalinu er það líka rifjað upp þegar Margrét gerðist sek um að dylgja um andlega heilsu Þráins Bertelssonar, sem þá var einnig þingmaður, í tölvupósti til stjórnar Borgarahreyfingarinnar. Margrét segir frá því að hún hafi beðið alla hlutaðeigandi afsökunar á sínum tíma og viðurkennir að þetta sé vissulega svartur blettur á sögu hennar á Alþingi. Hún sagðist einnig hafa íhugað að segja sig frá þingstörfum vegna málsins á sínum tíma en útskýrði ekki hvers vegna hún sat áfram. Aðspurð hvort hún haldi að Þráinn hafi fyrirgefið henni þessi mistök þá sagðist hún reyndar ekki halda það, en tók fram að þeim hafi tekist ágætlega að vinna saman á síðari hluta kjörtímabilsins. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Harmageddon Mest lesið Nýtt myndband Kiriyama Family frumsýnt á Vísi Harmageddon Nýtt myndband með Leoncie og Shades of Reykjavík Harmageddon Hljómsveitin Vök með útgáfutónleika í kvöld Harmageddon Sannleikurinn: Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra eykur mistakahæfni Harmageddon Segja ríkið gefa frá sér 23 milljarða til vogunarsjóða Harmageddon Vantar þig sykur? Harmageddon Segir Þjóðkirkju stuðla að heilaskaða Íslendinga Harmageddon Segist aldrei hafa fengið stefnuyfirlýsingu Breiviks Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon 20 ár frá Unplugged tónleikum Nirvana Harmageddon
Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingkona Hreyfingarinnar, hefur skrifað bók um þá lífsreynslu sína að setjast óvænt á þing skömmu eftir hrun og sitja þar í heilt kjörtímabil á árunum 2009 til 2013. Bókina kallar hún Útistöður og þessa dagana safnar hún einmitt fyrir útgáfu bókarinnar, en hún gefur út sjálf, á vefsíðunni Karolina Fund. Margrét ræddi bókina í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun þar sem margt áhugavert kom fram. Þegar hún var spurð um hvaða vinnufélagar úr núverandi ríkisstjórnar meirihluta væru skemmtilegastir, það er að segja þeir sem voru í Framsóknar og Sjálfstæðisflokki þá, taldi hún fyrstan upp Tryggva Þór Herbertsson. „Mér finnst skemmtilegt hvað hann er mikið kvikindi stundum, því hann er það líka. En ef maður hefur húmor fyrir því þá er það mjög skemmtilegt.“ sagði Margrét um Tryggva sem nú starfar sem verkefnisstjóri hinnar miklu skuldaleiðréttingar. Einnig nefndi Margrét Guðlaug Þór Þórðarson og Eygló Harðardóttur í upptalningu sinni yfir skemmtilega þingmenn. Í viðtalinu er það líka rifjað upp þegar Margrét gerðist sek um að dylgja um andlega heilsu Þráins Bertelssonar, sem þá var einnig þingmaður, í tölvupósti til stjórnar Borgarahreyfingarinnar. Margrét segir frá því að hún hafi beðið alla hlutaðeigandi afsökunar á sínum tíma og viðurkennir að þetta sé vissulega svartur blettur á sögu hennar á Alþingi. Hún sagðist einnig hafa íhugað að segja sig frá þingstörfum vegna málsins á sínum tíma en útskýrði ekki hvers vegna hún sat áfram. Aðspurð hvort hún haldi að Þráinn hafi fyrirgefið henni þessi mistök þá sagðist hún reyndar ekki halda það, en tók fram að þeim hafi tekist ágætlega að vinna saman á síðari hluta kjörtímabilsins. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Harmageddon Mest lesið Nýtt myndband Kiriyama Family frumsýnt á Vísi Harmageddon Nýtt myndband með Leoncie og Shades of Reykjavík Harmageddon Hljómsveitin Vök með útgáfutónleika í kvöld Harmageddon Sannleikurinn: Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra eykur mistakahæfni Harmageddon Segja ríkið gefa frá sér 23 milljarða til vogunarsjóða Harmageddon Vantar þig sykur? Harmageddon Segir Þjóðkirkju stuðla að heilaskaða Íslendinga Harmageddon Segist aldrei hafa fengið stefnuyfirlýsingu Breiviks Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon 20 ár frá Unplugged tónleikum Nirvana Harmageddon