Strákarnir í Áttunni á Bravó TV, þeir Róbert, Nökkvi og Egill hafa verið með skemmtilegan þátt á föstudagskvöldum í allt sumar.
Á föstudaginn voru þeir fullan þátt af alls kyns efni, þar á meðal fréttatíma með nýjustu tíðindum af Fjölni Þorgeirssyni.
Þeir rifjuðu upp hetjulega björgun Fjölnis á Reykjavíkurtjörn þegar nokkrir hestar féllu niður um ís.
Síðan byrja fréttirnar að berast í hrönnum; Fjölnir fann olíu á Drekasvæðinu, Fjölnir leysti ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, Fjölnir slökkti eld í Landspítalanum og Fjölnir fann MH 370, týnda flugvél Malasyia Airlines.
Fréttirnar af Fjölni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en fleiri atriði úr Áttunni er að finna á sjónvarpssíðu Vísis.
Lífið