Engin Hraðbraut Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. ágúst 2014 09:56 Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar Vísir/Stefán Menntaskólinn Hraðbraut mun ekki taka til starfa á fimmtudaginn næstkomandi eins og stefnt var að. Þetta staðfestir Ólafur Johnson, skólastjóri og eigandi Hraðbrautar, í samtali við fréttastofu. Of fáir nemendur greiddu skólagjöld til þess að reksturs skólans stæði undir sér. RÚV greindi frá því í morgun að óvissa væri um hvort að skólinn tæki aftur til starfa. Ólafur segir að of fáir nemendur hafi skráð sig í skólann til þess að hægt væri að starfrækja hann. Þrátt fyrir að tekist hafi að smala saman í eina bekkjardeild hafi ekki nógu margir greitt skólagjöld til að rekstur skólans stæði undir sér.Rætt verður nánar við Ólaf um tíðindin í hádegisfréttatíma Bylgjunnar klukkan 12. Menntaskólinn Hraðbraut hætti störfum vorið 2012. Þrátt fyrir að menntamálaráðuneytið hafi veitt skólanum rekstraleyfi var þjónustusamningur stjórnvalda við skólann ekki endurnýjaður og hefur því ekkert fjármagn runnið frá ríkinu til reksturs skólans.Í vor kom fram að skólinn myndi aftur taka til starfa í haust og að reka ætti skólann eingöngu fyrir skólagjöld. Þau eru 890 þúsund krónur á ári. Við það tilefni sagði Ólafur Haukur Johnson að tæplega 30 hefðu þegar sótt um skólavist. Umsóknarfrestur í aðra framhaldsskóla rann út þann 10. júní síðastliðinn.Þekkirðu nemendur sem hugðust sækja Hraðbraut í vetur? Sendu okkur fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Tengdar fréttir Kennsla í Hraðbraut hefst í haust Í tilkynningu frá skólastjóra segir að menntamálaráðuneytið hafi veitt skólanum skriflega viðurkenningu til kennslu til stúdentsprófs. 22. maí 2014 16:18 Ætla ekki að endurnýja samstarfið við Hraðbraut Samstarfssamningur ríkisins við menntaskólann Hraðbaut verður ekki framlengdur en skólinn hefur sætt gagnrýni fyrir sérkennilega meðferð opinbers fjár sem rann til skólans. Þannig gerði ríkisendurskoðun úttekt á skólanum en niðurstaða hennar var áfellisdómur fyrir stjórnendur skólans. 11. desember 2010 09:51 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Menntaskólinn Hraðbraut mun ekki taka til starfa á fimmtudaginn næstkomandi eins og stefnt var að. Þetta staðfestir Ólafur Johnson, skólastjóri og eigandi Hraðbrautar, í samtali við fréttastofu. Of fáir nemendur greiddu skólagjöld til þess að reksturs skólans stæði undir sér. RÚV greindi frá því í morgun að óvissa væri um hvort að skólinn tæki aftur til starfa. Ólafur segir að of fáir nemendur hafi skráð sig í skólann til þess að hægt væri að starfrækja hann. Þrátt fyrir að tekist hafi að smala saman í eina bekkjardeild hafi ekki nógu margir greitt skólagjöld til að rekstur skólans stæði undir sér.Rætt verður nánar við Ólaf um tíðindin í hádegisfréttatíma Bylgjunnar klukkan 12. Menntaskólinn Hraðbraut hætti störfum vorið 2012. Þrátt fyrir að menntamálaráðuneytið hafi veitt skólanum rekstraleyfi var þjónustusamningur stjórnvalda við skólann ekki endurnýjaður og hefur því ekkert fjármagn runnið frá ríkinu til reksturs skólans.Í vor kom fram að skólinn myndi aftur taka til starfa í haust og að reka ætti skólann eingöngu fyrir skólagjöld. Þau eru 890 þúsund krónur á ári. Við það tilefni sagði Ólafur Haukur Johnson að tæplega 30 hefðu þegar sótt um skólavist. Umsóknarfrestur í aðra framhaldsskóla rann út þann 10. júní síðastliðinn.Þekkirðu nemendur sem hugðust sækja Hraðbraut í vetur? Sendu okkur fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Tengdar fréttir Kennsla í Hraðbraut hefst í haust Í tilkynningu frá skólastjóra segir að menntamálaráðuneytið hafi veitt skólanum skriflega viðurkenningu til kennslu til stúdentsprófs. 22. maí 2014 16:18 Ætla ekki að endurnýja samstarfið við Hraðbraut Samstarfssamningur ríkisins við menntaskólann Hraðbaut verður ekki framlengdur en skólinn hefur sætt gagnrýni fyrir sérkennilega meðferð opinbers fjár sem rann til skólans. Þannig gerði ríkisendurskoðun úttekt á skólanum en niðurstaða hennar var áfellisdómur fyrir stjórnendur skólans. 11. desember 2010 09:51 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Kennsla í Hraðbraut hefst í haust Í tilkynningu frá skólastjóra segir að menntamálaráðuneytið hafi veitt skólanum skriflega viðurkenningu til kennslu til stúdentsprófs. 22. maí 2014 16:18
Ætla ekki að endurnýja samstarfið við Hraðbraut Samstarfssamningur ríkisins við menntaskólann Hraðbaut verður ekki framlengdur en skólinn hefur sætt gagnrýni fyrir sérkennilega meðferð opinbers fjár sem rann til skólans. Þannig gerði ríkisendurskoðun úttekt á skólanum en niðurstaða hennar var áfellisdómur fyrir stjórnendur skólans. 11. desember 2010 09:51