Körfubolti

Landsliðsmenn litu við í Úrvalsbúðunum | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Helgi Már, Sigurður, Hlynur og Ragnar fyrir leik Íslands og Bretlands á dögunum.
Helgi Már, Sigurður, Hlynur og Ragnar fyrir leik Íslands og Bretlands á dögunum. Vísir/Vilhelm
Ragnar Nathanaelsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson, landsliðsmiðherjarnir kíktu í Úrvalsbúðir Körfuknattleikssambands Íslands á Ásvöllum um helgina og slógu á létta strengi með ungum körfuboltaiðkendum.

Úrvalsbúðirnar eru skemmtilegt og krefjandi verkefni fyrir unga iðkendur íþróttarinnar sem er fyrsta stig afreksstarfs KKÍ. Búðarstjórar voru þau Ingi Þór Steinþórsson og Margrét Sturlaugsdóttir.

Leikmenn karlalandsliðsins gáfu sér tíma um helgina fyrir leikinn gegn Bosníu á morgun til þess að kíkja á æfingu hjá krökkunum og gefa þeim góð ráð. Strákarnir voru í Dalhúsum og stelpurnar á Ásvöllum að þessu sinni.

Ragnar og Sigurður tóku létta Stinger-skotkeppni við stelpurnar á Ásvöllum og lentu miðherjarnir í örlitlum vandræðum en myndbandið af því má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×