Ein af bestu haustflugunum Karl Lúðvíksson skrifar 9. september 2014 14:31 Þegar fluguboxið er opnað við ánna og tími til kominn til að velja flugu sem hentar bæði ánni, veiðistað, árstíma og veðri er ekki laust við að það komi pínu valkvíði. Það eru jafnt reyndir sem byrjendur í stangveiði sem lenda í þessari aðstöðu en sem betur fer fækkar þessum augnablikum þó með reynslunni. Eins og fluguveiðimenn vita er það oft fyrsta flugan við hvíldan hyl sem gefur laxinn þó að það sé engin regla er þetta engu að síður oft málið. Núna þegar haustið er farið að minna á sig bæði með litrófi náttúrunar sem og hinum árlegu haustrigningum þarf að huga að þeim flugum sem virka vel á haustinn. Það eru meira að segja til flugur sem veiðimönnum dytti varla í hug að hnýta undir á miðju sumri og þeirra á meðal má t.d. nefna White Wing sem við höfum fjallað um. Ein af þeim flugum sem gefur vel á haustin, kannski af því að hún er reynd mest, er fluga sem ber nafnið Green Butt. Nafnið ber hún vegna þess að á annars svörtum búknum er engin litur nema fagurgrænn vafningur aftast á flugunni. Einhverra hluta vegna hafa litlar svartar flugur gefið vel á haustinn og þessa flugu getur undirritaður með sanni sagt að hafi aldrei gefið honum lax á miðju sumri þrátt fyrir að hafa oft farið undir. En þegar hausthúmið færist yfir og gráir rigningardagar leggjast yfir árnar fer hún þessi með græna rassinn að gefa góða veiði. Þeir sem nota hana mikið á haustinn nota helst stærðir 14-18# og þá hvort heldur á flotlínu eða sökkenda þó svo að það fari mikið eftir veiðistað og vatni í ánni. En minni eru betri, það eru líklega flestir veiðimenn sammála um það og þrátt fyrir að flugan sé lítil og áin stór geta stóru hausthængarnir komið undan djúpinu og tekið fluguna með miklum látum. Við mælum þess vegna með því að þessi fluga sé í þínu boxi fyrir næsta veiðitúr og ef þú nærð draumalaxinum á hana er alveg skylda að senda okkur mynd. Stangveiði Mest lesið Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Þrír á land í Langá á fyrsta degi Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði Ennþá nóg af sjóbirting í Varmá Veiði
Þegar fluguboxið er opnað við ánna og tími til kominn til að velja flugu sem hentar bæði ánni, veiðistað, árstíma og veðri er ekki laust við að það komi pínu valkvíði. Það eru jafnt reyndir sem byrjendur í stangveiði sem lenda í þessari aðstöðu en sem betur fer fækkar þessum augnablikum þó með reynslunni. Eins og fluguveiðimenn vita er það oft fyrsta flugan við hvíldan hyl sem gefur laxinn þó að það sé engin regla er þetta engu að síður oft málið. Núna þegar haustið er farið að minna á sig bæði með litrófi náttúrunar sem og hinum árlegu haustrigningum þarf að huga að þeim flugum sem virka vel á haustinn. Það eru meira að segja til flugur sem veiðimönnum dytti varla í hug að hnýta undir á miðju sumri og þeirra á meðal má t.d. nefna White Wing sem við höfum fjallað um. Ein af þeim flugum sem gefur vel á haustin, kannski af því að hún er reynd mest, er fluga sem ber nafnið Green Butt. Nafnið ber hún vegna þess að á annars svörtum búknum er engin litur nema fagurgrænn vafningur aftast á flugunni. Einhverra hluta vegna hafa litlar svartar flugur gefið vel á haustinn og þessa flugu getur undirritaður með sanni sagt að hafi aldrei gefið honum lax á miðju sumri þrátt fyrir að hafa oft farið undir. En þegar hausthúmið færist yfir og gráir rigningardagar leggjast yfir árnar fer hún þessi með græna rassinn að gefa góða veiði. Þeir sem nota hana mikið á haustinn nota helst stærðir 14-18# og þá hvort heldur á flotlínu eða sökkenda þó svo að það fari mikið eftir veiðistað og vatni í ánni. En minni eru betri, það eru líklega flestir veiðimenn sammála um það og þrátt fyrir að flugan sé lítil og áin stór geta stóru hausthængarnir komið undan djúpinu og tekið fluguna með miklum látum. Við mælum þess vegna með því að þessi fluga sé í þínu boxi fyrir næsta veiðitúr og ef þú nærð draumalaxinum á hana er alveg skylda að senda okkur mynd.
Stangveiði Mest lesið Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Þrír á land í Langá á fyrsta degi Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði Ennþá nóg af sjóbirting í Varmá Veiði