Stórlaxahrota hjá síðasta holli í Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 7. september 2014 11:38 Bjarki Jóhannesson með stærsta laxinn í hollinu sem var 105 sm og veiddist í Dalsárós Haustið er mjög vinsæll tími í þeim ám þar sem veiðimenn geta átt von á stórlaxi enda fara stóru hængarnir af stað og verða tökuglaðir þegar þeir eru að detta í hrygningarham. Víðidalsá er ein af þessum ám sem nýtur mikilla vinsælda í haustveiði og síðasta holl sem lauk veiðum í gær lenti heldur betur í stórveiði en samtals landaði hollið 28 löxum og mest af því stórlax. Sá stærsti til þessa 103 cm og 55cm í ummál. Bjarki Jóhannesson var klukkutíma og korter að landa þessum höfðingja í Dalsárósi sem tók 1/2" Frigga. Valgarð Ragnarsson tók einn 96 sm úr Agnesarhyl, Rö-gnvaldur Jónsson tók 86 sm hrygnu í Efri Kæli og svo tók Jóhann K. Jóhannsson eina 84 sm hrygnu í Dalsárós. Öllum löxunum er að sjálfsögðu sleppt eftir viðureignina. Víðidalsá hefur gefið 517 laxa í sumar og september hefur oft reynst drjúgur mánuður svo það má alveg reikna með að áin gæti náð 600 löxum. Sumarið 2013 veiddust 909 laxar í ánni. Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Mest tveggja ára laxar af Jöklusvæðinu Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Félag ungra í skot og stangveiði Veiði
Haustið er mjög vinsæll tími í þeim ám þar sem veiðimenn geta átt von á stórlaxi enda fara stóru hængarnir af stað og verða tökuglaðir þegar þeir eru að detta í hrygningarham. Víðidalsá er ein af þessum ám sem nýtur mikilla vinsælda í haustveiði og síðasta holl sem lauk veiðum í gær lenti heldur betur í stórveiði en samtals landaði hollið 28 löxum og mest af því stórlax. Sá stærsti til þessa 103 cm og 55cm í ummál. Bjarki Jóhannesson var klukkutíma og korter að landa þessum höfðingja í Dalsárósi sem tók 1/2" Frigga. Valgarð Ragnarsson tók einn 96 sm úr Agnesarhyl, Rö-gnvaldur Jónsson tók 86 sm hrygnu í Efri Kæli og svo tók Jóhann K. Jóhannsson eina 84 sm hrygnu í Dalsárós. Öllum löxunum er að sjálfsögðu sleppt eftir viðureignina. Víðidalsá hefur gefið 517 laxa í sumar og september hefur oft reynst drjúgur mánuður svo það má alveg reikna með að áin gæti náð 600 löxum. Sumarið 2013 veiddust 909 laxar í ánni.
Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Mest tveggja ára laxar af Jöklusvæðinu Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Félag ungra í skot og stangveiði Veiði