Tveir 103 sm úr sama hylnum sama dag á Nesi Karl Lúðvíksson skrifar 7. september 2014 09:19 Guðmundur Viðarsson með stórlaxinn sem hann fékk í gær Veiðin á Nessvæðinu er búin að vera ágæt í sumar enda fara veiðimenn ekki þangað til að eltast við neina magnveiði en í hyljum Laxár liggja stórlaxar sem menn vilja kljást við. Það er líklega engin á með jafn góða meðalþyngd og Laxá í Aðaldal, a.m.k. ekki í sumar því það er búið að veiða mikið af laxi sem er 85 sm og stærri og líklega fleiri 100 sm + heldur en í nokkurri á í sumar. Sá skemmtilegi atburður átti sér stað í gær að tveir stórlaxar komu upp úr sama hylnum og það voru þeir Skúli Kristinnsson sem er búinn að gæda við Langá í sumar og Guðmundur Viðarsson sem var kokkurinn í Norðurá um árabil. Hylurinn var Höfðahylur og voru laxarnir báðir 103 sm að lengd. Höfðahylur hefur gefið marga stórlaxa í sumar og eru flestir þeirra um eða yfir 100 sm. Vinsældir Nessvæðisins eru alltaf að aukast og er svo komið að reikna má fastlega með því að næsta sumar verði erfitt um vik að fá leyfi á þetta magnaða svæði. Með fréttinni er mynd af Guðmundi með sinn lax en við eigum von á mynd af Skúla með sinn lax í dag og bætum henni við um leið og hún berst. Stangveiði Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Sex laxar á morgunvaktinni í Norðurá Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fréttir af svæðum SVFR Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði
Veiðin á Nessvæðinu er búin að vera ágæt í sumar enda fara veiðimenn ekki þangað til að eltast við neina magnveiði en í hyljum Laxár liggja stórlaxar sem menn vilja kljást við. Það er líklega engin á með jafn góða meðalþyngd og Laxá í Aðaldal, a.m.k. ekki í sumar því það er búið að veiða mikið af laxi sem er 85 sm og stærri og líklega fleiri 100 sm + heldur en í nokkurri á í sumar. Sá skemmtilegi atburður átti sér stað í gær að tveir stórlaxar komu upp úr sama hylnum og það voru þeir Skúli Kristinnsson sem er búinn að gæda við Langá í sumar og Guðmundur Viðarsson sem var kokkurinn í Norðurá um árabil. Hylurinn var Höfðahylur og voru laxarnir báðir 103 sm að lengd. Höfðahylur hefur gefið marga stórlaxa í sumar og eru flestir þeirra um eða yfir 100 sm. Vinsældir Nessvæðisins eru alltaf að aukast og er svo komið að reikna má fastlega með því að næsta sumar verði erfitt um vik að fá leyfi á þetta magnaða svæði. Með fréttinni er mynd af Guðmundi með sinn lax en við eigum von á mynd af Skúla með sinn lax í dag og bætum henni við um leið og hún berst.
Stangveiði Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Sex laxar á morgunvaktinni í Norðurá Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fréttir af svæðum SVFR Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði