Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Karl Lúðvíksson skrifar 5. september 2014 11:18 Hrafn með flottann sjóbirting úr Varmá Þessa dagana er sjóbirtingsveiðin að komast í gang en nokkuð stór hópur veiðimanna sneiðir framhjá laxveiði til að einbeita sér að sjóbirtingnum. Það er mikil og góð sjóbirtingsveiði víða á Íslandi og þær ár sem mætti nefna nálægt Reykjavík sem eiga ágæta stofna eru t.d. Laxá í Kjós, Brynjudalsá, Korpa og svo auðvitað litla perlan í Hveragerði, Varmá, en hún hefur lengi notið mikilla vinsælda og það ekki að ósekju því í hyljum hennar liggja stórir fiskar. Hrafn Hauksson fór í Varmá í gær og gerði fantaveiði, hann skrapp eftir hádegi og setti í 12 fiska en náði 5 á land. Þeir sem komu á land voru 50-73 cm og þeir sem hann missti voru á því bili líka, nema einn sem hann missti sem hann telur að hafi verið mun stærri. Mikið líf í öllum hyljum, hann varð var við fiska á öllum stöðum nema 3 hyljum sem hann kastaði í.Sérstaklega var þetta gott þegar fór að dimma, stór Kolskeggur og það varð allt vitlaust þegar hann fór útí. Hann setti í 4 á síðasta hálftímanum náði einum 66cm en missti hina. Allir fiskarnir voru hrikalega vel haldnir, spikfeitir og sérstaklega þessi stærsti. Menn eru að sjá mikið af fiski á efri svæðunum í ánni, í kringum Frost og Funa og í kringum golfvöllinn. Þannig að það virðist vera nóg af fiski í ánni. Stangveiði Mest lesið Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði
Þessa dagana er sjóbirtingsveiðin að komast í gang en nokkuð stór hópur veiðimanna sneiðir framhjá laxveiði til að einbeita sér að sjóbirtingnum. Það er mikil og góð sjóbirtingsveiði víða á Íslandi og þær ár sem mætti nefna nálægt Reykjavík sem eiga ágæta stofna eru t.d. Laxá í Kjós, Brynjudalsá, Korpa og svo auðvitað litla perlan í Hveragerði, Varmá, en hún hefur lengi notið mikilla vinsælda og það ekki að ósekju því í hyljum hennar liggja stórir fiskar. Hrafn Hauksson fór í Varmá í gær og gerði fantaveiði, hann skrapp eftir hádegi og setti í 12 fiska en náði 5 á land. Þeir sem komu á land voru 50-73 cm og þeir sem hann missti voru á því bili líka, nema einn sem hann missti sem hann telur að hafi verið mun stærri. Mikið líf í öllum hyljum, hann varð var við fiska á öllum stöðum nema 3 hyljum sem hann kastaði í.Sérstaklega var þetta gott þegar fór að dimma, stór Kolskeggur og það varð allt vitlaust þegar hann fór útí. Hann setti í 4 á síðasta hálftímanum náði einum 66cm en missti hina. Allir fiskarnir voru hrikalega vel haldnir, spikfeitir og sérstaklega þessi stærsti. Menn eru að sjá mikið af fiski á efri svæðunum í ánni, í kringum Frost og Funa og í kringum golfvöllinn. Þannig að það virðist vera nóg af fiski í ánni.
Stangveiði Mest lesið Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði