Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2014 10:43 Drengurinn í sjálfheldu í Flosagjá í gær. Mynd/Einar Ásgeir Sæmundsson „Maður hefur séð ýmsar uppákomur hér á Þingvöllum en þessi var snúin því strákurinn var í sjokki,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Einar var á ferli við Flosagjá í gær þegar hann heyrði hljóð eins og eitthvað hefði dottið út í gjána. Kom hann að gjánni þar sem bandarísk fjölskylda hafði hvatt yngsta fjölskyldumeðliminn til þess að stökkva nakinn út í. „Þegar ég kom þarna að var greinilegt að foreldrarnir áttuðu sig ekki á því hve kalt vatnið væri og aðstæður alvarlegar,“ segir Einar Ásgeir í samtali við Vísi. Hann telur að gjáin sé um sex til sjö metra há og mjög djúp. „Hann fékk strax algert kuldasjokk og synti beint að klettavegnum og prílaði úr vatninu og var í sjokki og sjálfheldu á lítilli syllu,“ segir Einar Ásgeir. Fjölskyldan hafi verið í hláturskasti og hvatt son sinn áfram. „Hann var hálfsnöktandi en hafði það að lokum af að príla upp á sylluna fyrir ofan. Það gerðist eftir að ég hraunaði yfir foreldrana um hvern fjandann þau væru að hugsa og hve vatnið væri kalt,“ skrifaði Einar Ásgeir í færslu sem hann deildi á Facebook. Drengurinn hafi ekki getað hugsað sér að synda tíu metra inn í gjáarendann, þar sem auðveldara hefði verið að komast upp, því vatnið hafi verið það kalt. Hann hafi því reynt að klifra upp úr gjánni. „Þetta hefði getað farið mjög illa. Hann var næstum dottinn aftur á bak ofan í gjána,“ segir Einar Ásgeir. Hann hafi haft samband við lögreglu en drengurinn hafi komist upp með aðstoð bróður síns. „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar til Darwins-verðlauna 2014. Óskaði þeim svo góðrar ferðar og bað þau að reyna ekki að grilla sykurpúða í eldgosinu.“ Einar Ásgeir segist vera öllu vanur á Þingvöllum en þarna hafi aðstæður verið alvarlegar og hætta á ferðum. „Þegar maður er með svona mikið af ferðamönnum er ekki hægt að búast við því að hegðun allra sé samkvæmt norminu. Við upplifum það hér. En þetta fór vel.“ Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
„Maður hefur séð ýmsar uppákomur hér á Þingvöllum en þessi var snúin því strákurinn var í sjokki,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Einar var á ferli við Flosagjá í gær þegar hann heyrði hljóð eins og eitthvað hefði dottið út í gjána. Kom hann að gjánni þar sem bandarísk fjölskylda hafði hvatt yngsta fjölskyldumeðliminn til þess að stökkva nakinn út í. „Þegar ég kom þarna að var greinilegt að foreldrarnir áttuðu sig ekki á því hve kalt vatnið væri og aðstæður alvarlegar,“ segir Einar Ásgeir í samtali við Vísi. Hann telur að gjáin sé um sex til sjö metra há og mjög djúp. „Hann fékk strax algert kuldasjokk og synti beint að klettavegnum og prílaði úr vatninu og var í sjokki og sjálfheldu á lítilli syllu,“ segir Einar Ásgeir. Fjölskyldan hafi verið í hláturskasti og hvatt son sinn áfram. „Hann var hálfsnöktandi en hafði það að lokum af að príla upp á sylluna fyrir ofan. Það gerðist eftir að ég hraunaði yfir foreldrana um hvern fjandann þau væru að hugsa og hve vatnið væri kalt,“ skrifaði Einar Ásgeir í færslu sem hann deildi á Facebook. Drengurinn hafi ekki getað hugsað sér að synda tíu metra inn í gjáarendann, þar sem auðveldara hefði verið að komast upp, því vatnið hafi verið það kalt. Hann hafi því reynt að klifra upp úr gjánni. „Þetta hefði getað farið mjög illa. Hann var næstum dottinn aftur á bak ofan í gjána,“ segir Einar Ásgeir. Hann hafi haft samband við lögreglu en drengurinn hafi komist upp með aðstoð bróður síns. „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar til Darwins-verðlauna 2014. Óskaði þeim svo góðrar ferðar og bað þau að reyna ekki að grilla sykurpúða í eldgosinu.“ Einar Ásgeir segist vera öllu vanur á Þingvöllum en þarna hafi aðstæður verið alvarlegar og hætta á ferðum. „Þegar maður er með svona mikið af ferðamönnum er ekki hægt að búast við því að hegðun allra sé samkvæmt norminu. Við upplifum það hér. En þetta fór vel.“
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira