Langar að sprella í Norður-Kóreu Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. september 2014 19:00 „Þjóðverjarnir tóku okkur bara vel og höfðu húmor fyrir því sem við vorum að gera. Þjóðverjinn er að jafnaði skemmtilegur og mikill húmoristi,“ segir Egill Ploder Ottósson, einn umsjónarmanna sjónvarpsþáttarins Áttunnar á Bravó, en hann, Nökkvi Fjalar Orrason og Róbert Úlfarsson skelltu sér til München á dögunum og tóku þar upp tónlistarmyndband við lagið Wunderbar. Lagið er eins og titillinn gefur til kynna á þýsku en tveir af umsjónarmönnum þáttarins eru miklir þýskuunnendur. „Fólk hafði gaman af þessu þó svo að textinn sé ekkert sá flóknasti og líklega ekki sá réttasti málfræðilega séð,“ segir Egill, en honum þykir þýskan ákaflega fallegt tungumál. Þeir félagar luku við sína fyrstu seríu af sjónvarpsþættinum Áttunni síðastliðinn föstudag. „Við erum rosalega ánægðir með viðtökurnar, það er mikill heiður að fá að vinna við það sem maður hefur áhuga á að gera.“ Spurður út í framhaldið segir Egill þá félaga vera með ýmislegt í bígerð. „Okkur langar að gera meira, búa til tónlist og tónlistarmyndbönd. Það er líka gaman að fara svona utan og fanga framandi menningu í myndböndin. Það væri geggjað að fara til Norður-Kóreu og taka upp myndband,“ segir Egill og hlær. „Það vantar aðeins meira sprell þarna í Norður-Kóreu, ég held að við gætum kryddað aðeins tilveruna þar.“ Áttan Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira
„Þjóðverjarnir tóku okkur bara vel og höfðu húmor fyrir því sem við vorum að gera. Þjóðverjinn er að jafnaði skemmtilegur og mikill húmoristi,“ segir Egill Ploder Ottósson, einn umsjónarmanna sjónvarpsþáttarins Áttunnar á Bravó, en hann, Nökkvi Fjalar Orrason og Róbert Úlfarsson skelltu sér til München á dögunum og tóku þar upp tónlistarmyndband við lagið Wunderbar. Lagið er eins og titillinn gefur til kynna á þýsku en tveir af umsjónarmönnum þáttarins eru miklir þýskuunnendur. „Fólk hafði gaman af þessu þó svo að textinn sé ekkert sá flóknasti og líklega ekki sá réttasti málfræðilega séð,“ segir Egill, en honum þykir þýskan ákaflega fallegt tungumál. Þeir félagar luku við sína fyrstu seríu af sjónvarpsþættinum Áttunni síðastliðinn föstudag. „Við erum rosalega ánægðir með viðtökurnar, það er mikill heiður að fá að vinna við það sem maður hefur áhuga á að gera.“ Spurður út í framhaldið segir Egill þá félaga vera með ýmislegt í bígerð. „Okkur langar að gera meira, búa til tónlist og tónlistarmyndbönd. Það er líka gaman að fara svona utan og fanga framandi menningu í myndböndin. Það væri geggjað að fara til Norður-Kóreu og taka upp myndband,“ segir Egill og hlær. „Það vantar aðeins meira sprell þarna í Norður-Kóreu, ég held að við gætum kryddað aðeins tilveruna þar.“
Áttan Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira