Á samning hjá bresku galleríi Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 1. september 2014 09:12 Dagný Gylfadóttir keramikhönnuður tók þátt í sýningunni New Designer í London á dögunum. Í kjölfarið komst hún á samning hjá breska galleríinu Gallery Artemis. Mynd/valli Ég lauk diplóma frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og fór eftir það út í tíu mánuði. Það var mjög lærdómsríkt. Eftir útskrift fengum við nokkur boð um að taka þátt í sýningunni New Designer í London,“ segir Dagný Gylfadóttir, en hún útskrifaðist með BA í keramikhönnun frá University of Cumbria í vor.Dagný fékk góðar viðtökur á sýningunni en hún sýndi hluta af lokaverkefni sínu, lampa og ljós úr leir. Bæði seldi hún fjölda ljósa og landaði samningi við Gallery Artemis, sem staðsett er í Vatnahéraðinu á Norður-Englandi á vinsælum ferðamannastað. Þá mun Gallerí Fabúla að Geirsgötu 7 hefja sölu á lömpum Dagnýjar innan skamms. Hún er því að koma sér upp vinnustofu þessa dagana.„Það er allt að gerast. Ég er ásamt fleirum að setja upp verkstæði í gamalli verksmiðju í Hafnarfirði. Húsið er mjög hrátt, á tveimur hæðum og á efri hæðinni verðum við þrettán saman. Þetta eiga að verða lifandi vinnustofur ólíkra hönnuða, keramikerar, grafíkerar, módelsmiðir, hnífasmiður og fleiri verða þarna með pláss. Ég er að koma mér upp verkfærum en ég keypti mér gifsrennibekkinn sem ég vann á í skólanum í vetur. Það eru fáar slíkar vélar til, alla vega ekki hér á landi, svo það verður mjög skemmtilegt að byrja að vinna,“ segir Dagný. Hugmyndina að baki ljósunum sótti hún til sirkustjalda, hringekja og skopparakringla, gleði og léttleika og vann með hálfgegnsæjan leir. Ljósin eru ýmist munstruð að innan eða utan eða munsturlaus. Þegar ljósið er kveikt kemur munstrið í ljós. Súrurnar eru í líflegum litum sem Dagný segir einnig sótta í sirkusinn.Dagný segir námið hafa verið skemmtilegt en hún fór ein út og skildi fjölskylduna eftir heima. „Maðurinn minn og þrjú stálpuð börn urðu eftir heima en það gekk bara vel. Við töluðum saman á Skype og fórum í heimsóknir á milli. Bretunum fannst þetta mjög sérstakt,“ segir hún hlæjandi. „En við erum bara svo sjálfstæðir, við Íslendingar.“ Nánar má forvitnast um hönnun Dagnýjar á www.dagnyceramics.com. Þá er hún einnig á Facebook undir heitinu Day new. Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Ég lauk diplóma frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og fór eftir það út í tíu mánuði. Það var mjög lærdómsríkt. Eftir útskrift fengum við nokkur boð um að taka þátt í sýningunni New Designer í London,“ segir Dagný Gylfadóttir, en hún útskrifaðist með BA í keramikhönnun frá University of Cumbria í vor.Dagný fékk góðar viðtökur á sýningunni en hún sýndi hluta af lokaverkefni sínu, lampa og ljós úr leir. Bæði seldi hún fjölda ljósa og landaði samningi við Gallery Artemis, sem staðsett er í Vatnahéraðinu á Norður-Englandi á vinsælum ferðamannastað. Þá mun Gallerí Fabúla að Geirsgötu 7 hefja sölu á lömpum Dagnýjar innan skamms. Hún er því að koma sér upp vinnustofu þessa dagana.„Það er allt að gerast. Ég er ásamt fleirum að setja upp verkstæði í gamalli verksmiðju í Hafnarfirði. Húsið er mjög hrátt, á tveimur hæðum og á efri hæðinni verðum við þrettán saman. Þetta eiga að verða lifandi vinnustofur ólíkra hönnuða, keramikerar, grafíkerar, módelsmiðir, hnífasmiður og fleiri verða þarna með pláss. Ég er að koma mér upp verkfærum en ég keypti mér gifsrennibekkinn sem ég vann á í skólanum í vetur. Það eru fáar slíkar vélar til, alla vega ekki hér á landi, svo það verður mjög skemmtilegt að byrja að vinna,“ segir Dagný. Hugmyndina að baki ljósunum sótti hún til sirkustjalda, hringekja og skopparakringla, gleði og léttleika og vann með hálfgegnsæjan leir. Ljósin eru ýmist munstruð að innan eða utan eða munsturlaus. Þegar ljósið er kveikt kemur munstrið í ljós. Súrurnar eru í líflegum litum sem Dagný segir einnig sótta í sirkusinn.Dagný segir námið hafa verið skemmtilegt en hún fór ein út og skildi fjölskylduna eftir heima. „Maðurinn minn og þrjú stálpuð börn urðu eftir heima en það gekk bara vel. Við töluðum saman á Skype og fórum í heimsóknir á milli. Bretunum fannst þetta mjög sérstakt,“ segir hún hlæjandi. „En við erum bara svo sjálfstæðir, við Íslendingar.“ Nánar má forvitnast um hönnun Dagnýjar á www.dagnyceramics.com. Þá er hún einnig á Facebook undir heitinu Day new.
Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira