Innlent

Segir ákæru Ólafs tilhæfulausa

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísir/ERNIR
Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, segir kæru Ólafs Hauks Johnsons skólameistara Hraðbrautarskólans sem hann birti í fjölmiðlum í dag tilhæfulausa.  Þessu lýsir Katrín yfir í yfirlýsingu til fjölmiðla.

Ólafur kærði Katrínu til ríkissaksóknara fyrir að leka trúnaðarupplýsingum úr ráðuneytinu til DV. Í kærunni segir Ólafur að Katrín hafi verið í pólitískri aðför að Menntaskólanum Hraðbraut og í persónulegri aðför gegn sér sem hafi byrjað árið 2010. Telur Ólafur að það hafi verið vegna þess að skólinn var einkarekinn og segir hann það ekki samræmast pólitísku viðhorfi Katrínar. 

„Auk þess eru ásakanir Ólafs um pólitíska aðför á hendur honum og Menntaskólanum Hraðbraut rangar, enda var ákvörðun um það að endurnýja ekki þjónustusamning við skólann tekin á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd þjónustusamningsins og álits meirihluta menntamálanefndar Alþingis,” segir Katrín

Hún mun ekki tjá sig frekar um málið meðan það er til meðferðar hjá „viðeigandi stofnunum ríkisins” eins og þar kemur fram.


Tengdar fréttir

Kærir Katrínu Jakobsdóttur fyrir leka á trúnaðarupplýsingum

Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar, hefur kært Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, til ríkissaksóknara fyrir að leka trúnaðarupplýsingum úr ráðuneytinu til DV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×