„Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2014 19:00 Hanna Birna var gestur í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag og þar sagði hún við Björn Inga Hrafnsson, umsjónamann þáttarins, að hún hefði aldrei séð stjórnmálin sem einhverja endastöð og gæti alveg eins séð sjálfan sig á öðrum starfsvettvangi. Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum. „Ég hef fengið hótanir, morðhótanir og skeytasendingar sem ég trúiði ekki að væru til í okkar samfélagi. Ég hélt að þetta væri ekki til og ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi. Ég hef haft áhyggjur af öryggi mínu og heimili mínu.“ Hanna sagði einnig að hún hafi í gegnum tíðina haft góð samskipti við fjölmiðla en hún nefndi til sögunnar að DV hafi skrifað ótal rangar fréttir um lekamálið svokallaða. „Ég veit ekki hversu mörg hundruð fréttir hafa verið skrifaðar um mig á þeim miðli sem voru beinlínis rangar. Minn aðstoðarmaður Þórey Vilhjálmsdóttir telur að hún hafi fengið þannig aðdróttanir að hálfu DV og starfsmanna þar að hún þurfi að leita réttar síns hvað það varðar.“ Hanna Birna segir að um sé að ræða skeytasendingar blaðamanns sem flestir myndu telja óeðlileg. „Það kemur fram í umræddum skeytum að það sé eins gott fyrir hana [Þóreyju Vilhjálmsdóttur] að játa glæpinn annars verði fjallað um málið á forsíðu blaðsins,“ segir Hanna og bætti við að hún hefði séð umrætt skeyti. Hanna vildi samt sem áður ekki notast við það orðalag að um væri að ræða hótanir. „Hef undanfarið verið hugsi yfir ýmsu í okkar góða samfélagi. Hef sjálf í flóknum pólitískum aðstæðum lagt mig fram um að breyta rétt á hverjum tíma, vinna verkin sem bíða og gæta þeirra almannahagsmuna sem mér var treyst fyrir. Hefði án efa getað brugðist við ýmsu með öðrum hætti - en sterkust situr þó eftir tilfinningin um þau áhrif sem langvarandi vantraust okkar sem þjóðar til hvors annars og grunngilda samfélagsins hefur haft.“ Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í stöðufærslu sinni á Facebook í dag. Óhætt er að segja að Hanna Birna hafi mikið verið í kastljósinu undanfarna mánuði vegna lekamálsins svokallaða, en nýlega sagði hún sig frá ákveðnum málaflokkum ráðuneytis síns í kjölfar þess að aðstoðarmaður hennar var ákærður af ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Innlegg frá Hanna Birna Kristjánsdóttir. Lekamálið Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hanna Birna var gestur í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag og þar sagði hún við Björn Inga Hrafnsson, umsjónamann þáttarins, að hún hefði aldrei séð stjórnmálin sem einhverja endastöð og gæti alveg eins séð sjálfan sig á öðrum starfsvettvangi. Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum. „Ég hef fengið hótanir, morðhótanir og skeytasendingar sem ég trúiði ekki að væru til í okkar samfélagi. Ég hélt að þetta væri ekki til og ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi. Ég hef haft áhyggjur af öryggi mínu og heimili mínu.“ Hanna sagði einnig að hún hafi í gegnum tíðina haft góð samskipti við fjölmiðla en hún nefndi til sögunnar að DV hafi skrifað ótal rangar fréttir um lekamálið svokallaða. „Ég veit ekki hversu mörg hundruð fréttir hafa verið skrifaðar um mig á þeim miðli sem voru beinlínis rangar. Minn aðstoðarmaður Þórey Vilhjálmsdóttir telur að hún hafi fengið þannig aðdróttanir að hálfu DV og starfsmanna þar að hún þurfi að leita réttar síns hvað það varðar.“ Hanna Birna segir að um sé að ræða skeytasendingar blaðamanns sem flestir myndu telja óeðlileg. „Það kemur fram í umræddum skeytum að það sé eins gott fyrir hana [Þóreyju Vilhjálmsdóttur] að játa glæpinn annars verði fjallað um málið á forsíðu blaðsins,“ segir Hanna og bætti við að hún hefði séð umrætt skeyti. Hanna vildi samt sem áður ekki notast við það orðalag að um væri að ræða hótanir. „Hef undanfarið verið hugsi yfir ýmsu í okkar góða samfélagi. Hef sjálf í flóknum pólitískum aðstæðum lagt mig fram um að breyta rétt á hverjum tíma, vinna verkin sem bíða og gæta þeirra almannahagsmuna sem mér var treyst fyrir. Hefði án efa getað brugðist við ýmsu með öðrum hætti - en sterkust situr þó eftir tilfinningin um þau áhrif sem langvarandi vantraust okkar sem þjóðar til hvors annars og grunngilda samfélagsins hefur haft.“ Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í stöðufærslu sinni á Facebook í dag. Óhætt er að segja að Hanna Birna hafi mikið verið í kastljósinu undanfarna mánuði vegna lekamálsins svokallaða, en nýlega sagði hún sig frá ákveðnum málaflokkum ráðuneytis síns í kjölfar þess að aðstoðarmaður hennar var ákærður af ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Innlegg frá Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Lekamálið Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira