Kvenfyrirlitning og klámkjaftur á ekki heima í Morfís Linda Blöndal skrifar 14. september 2014 13:25 Sólveig Rán er ritari Morfís. Til vinstri er sigurlið Verzló í keppninni árið 2013. Mynd/Stjórn Morfís/Sólveig Rán Stefánsdóttir „Við viljum koma í veg fyrir kvenfyrirlitningu, klámkjaft og annað slíkt sem á engan veginn heima í ræðukeppni framhaldsskóla,“ segir í tilkynningu frá nýrri stjórn Morfís sem hefur gert breytingar á starfsháttum og venjum ræðukeppninnar. Breytingarnar sem Morfís, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, munu taka eru tilkomnar vegna mála sem hafa komið upp í keppninni þar sem „orðspor MORFÍS bar skaða af,“ eins og segir í tilkynningu. Sett hefur verið í lög keppninnar að hægt er að vísa frá bæði keppendum og þjálfurum sem sýna óæskilega hegðun í keppni eða við undirbúning þeirra, komi kæra til stjórnar. „Eftir seinasta keppnisár fundum við okkur knúin til að setja þetta sérstaklega í lög,“ segir Sólveig Rán Stefánsdóttir, ritari í stjórn Morfís. „Þannig getum við tekið strax á þessum málum og fólk sjái að þetta er ekki í boði. Við erum þá aðallega að vísa til atviks í keppni MÍ og MA nú í vor, en það hafa verið fleiri tilvik sem hafa ekki verið tilkynnt.“Greint var frá því á sínum tíma að liðsmenn Menntaskólans á Ísafirði voru ásakaðir um grófa kvenfyrirlitni í garð keppenda Menntaskólans á Akureyri. Sólveig segir að þessum breytingum sé vel tekið. Markmiðið með þeim sé að reisa orðspor keppninnar við og liður í því er einnig að taka á óstundvísi. „Það hefur verið þannig að keppnir hafa verið að hefjast hálftíma eftir settan tíma og það þykir orðið eðlilegt,“ segir Sólveig. „Það þykir líka eðlilegt að dómarar mæti kortéri of seint og keppendur jafnvel ekki mættir þegar keppni á að hefjast. Þetta er náttúrulega ekki boðlegt keppendum og skólanum sem eru að hýsa keppnirnar.“ Þá má nefna að fyrsta sinn í um áratug er kvenkyns formaður og kynjahlutföllin jöfn miðað við keppendur. Þá eru í fyrsta skiptið tveir fulltrúar úr landsbyggðarskólum í stjórn Morfís. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
„Við viljum koma í veg fyrir kvenfyrirlitningu, klámkjaft og annað slíkt sem á engan veginn heima í ræðukeppni framhaldsskóla,“ segir í tilkynningu frá nýrri stjórn Morfís sem hefur gert breytingar á starfsháttum og venjum ræðukeppninnar. Breytingarnar sem Morfís, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, munu taka eru tilkomnar vegna mála sem hafa komið upp í keppninni þar sem „orðspor MORFÍS bar skaða af,“ eins og segir í tilkynningu. Sett hefur verið í lög keppninnar að hægt er að vísa frá bæði keppendum og þjálfurum sem sýna óæskilega hegðun í keppni eða við undirbúning þeirra, komi kæra til stjórnar. „Eftir seinasta keppnisár fundum við okkur knúin til að setja þetta sérstaklega í lög,“ segir Sólveig Rán Stefánsdóttir, ritari í stjórn Morfís. „Þannig getum við tekið strax á þessum málum og fólk sjái að þetta er ekki í boði. Við erum þá aðallega að vísa til atviks í keppni MÍ og MA nú í vor, en það hafa verið fleiri tilvik sem hafa ekki verið tilkynnt.“Greint var frá því á sínum tíma að liðsmenn Menntaskólans á Ísafirði voru ásakaðir um grófa kvenfyrirlitni í garð keppenda Menntaskólans á Akureyri. Sólveig segir að þessum breytingum sé vel tekið. Markmiðið með þeim sé að reisa orðspor keppninnar við og liður í því er einnig að taka á óstundvísi. „Það hefur verið þannig að keppnir hafa verið að hefjast hálftíma eftir settan tíma og það þykir orðið eðlilegt,“ segir Sólveig. „Það þykir líka eðlilegt að dómarar mæti kortéri of seint og keppendur jafnvel ekki mættir þegar keppni á að hefjast. Þetta er náttúrulega ekki boðlegt keppendum og skólanum sem eru að hýsa keppnirnar.“ Þá má nefna að fyrsta sinn í um áratug er kvenkyns formaður og kynjahlutföllin jöfn miðað við keppendur. Þá eru í fyrsta skiptið tveir fulltrúar úr landsbyggðarskólum í stjórn Morfís.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira