Kvenfyrirlitning og klámkjaftur á ekki heima í Morfís Linda Blöndal skrifar 14. september 2014 13:25 Sólveig Rán er ritari Morfís. Til vinstri er sigurlið Verzló í keppninni árið 2013. Mynd/Stjórn Morfís/Sólveig Rán Stefánsdóttir „Við viljum koma í veg fyrir kvenfyrirlitningu, klámkjaft og annað slíkt sem á engan veginn heima í ræðukeppni framhaldsskóla,“ segir í tilkynningu frá nýrri stjórn Morfís sem hefur gert breytingar á starfsháttum og venjum ræðukeppninnar. Breytingarnar sem Morfís, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, munu taka eru tilkomnar vegna mála sem hafa komið upp í keppninni þar sem „orðspor MORFÍS bar skaða af,“ eins og segir í tilkynningu. Sett hefur verið í lög keppninnar að hægt er að vísa frá bæði keppendum og þjálfurum sem sýna óæskilega hegðun í keppni eða við undirbúning þeirra, komi kæra til stjórnar. „Eftir seinasta keppnisár fundum við okkur knúin til að setja þetta sérstaklega í lög,“ segir Sólveig Rán Stefánsdóttir, ritari í stjórn Morfís. „Þannig getum við tekið strax á þessum málum og fólk sjái að þetta er ekki í boði. Við erum þá aðallega að vísa til atviks í keppni MÍ og MA nú í vor, en það hafa verið fleiri tilvik sem hafa ekki verið tilkynnt.“Greint var frá því á sínum tíma að liðsmenn Menntaskólans á Ísafirði voru ásakaðir um grófa kvenfyrirlitni í garð keppenda Menntaskólans á Akureyri. Sólveig segir að þessum breytingum sé vel tekið. Markmiðið með þeim sé að reisa orðspor keppninnar við og liður í því er einnig að taka á óstundvísi. „Það hefur verið þannig að keppnir hafa verið að hefjast hálftíma eftir settan tíma og það þykir orðið eðlilegt,“ segir Sólveig. „Það þykir líka eðlilegt að dómarar mæti kortéri of seint og keppendur jafnvel ekki mættir þegar keppni á að hefjast. Þetta er náttúrulega ekki boðlegt keppendum og skólanum sem eru að hýsa keppnirnar.“ Þá má nefna að fyrsta sinn í um áratug er kvenkyns formaður og kynjahlutföllin jöfn miðað við keppendur. Þá eru í fyrsta skiptið tveir fulltrúar úr landsbyggðarskólum í stjórn Morfís. Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
„Við viljum koma í veg fyrir kvenfyrirlitningu, klámkjaft og annað slíkt sem á engan veginn heima í ræðukeppni framhaldsskóla,“ segir í tilkynningu frá nýrri stjórn Morfís sem hefur gert breytingar á starfsháttum og venjum ræðukeppninnar. Breytingarnar sem Morfís, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, munu taka eru tilkomnar vegna mála sem hafa komið upp í keppninni þar sem „orðspor MORFÍS bar skaða af,“ eins og segir í tilkynningu. Sett hefur verið í lög keppninnar að hægt er að vísa frá bæði keppendum og þjálfurum sem sýna óæskilega hegðun í keppni eða við undirbúning þeirra, komi kæra til stjórnar. „Eftir seinasta keppnisár fundum við okkur knúin til að setja þetta sérstaklega í lög,“ segir Sólveig Rán Stefánsdóttir, ritari í stjórn Morfís. „Þannig getum við tekið strax á þessum málum og fólk sjái að þetta er ekki í boði. Við erum þá aðallega að vísa til atviks í keppni MÍ og MA nú í vor, en það hafa verið fleiri tilvik sem hafa ekki verið tilkynnt.“Greint var frá því á sínum tíma að liðsmenn Menntaskólans á Ísafirði voru ásakaðir um grófa kvenfyrirlitni í garð keppenda Menntaskólans á Akureyri. Sólveig segir að þessum breytingum sé vel tekið. Markmiðið með þeim sé að reisa orðspor keppninnar við og liður í því er einnig að taka á óstundvísi. „Það hefur verið þannig að keppnir hafa verið að hefjast hálftíma eftir settan tíma og það þykir orðið eðlilegt,“ segir Sólveig. „Það þykir líka eðlilegt að dómarar mæti kortéri of seint og keppendur jafnvel ekki mættir þegar keppni á að hefjast. Þetta er náttúrulega ekki boðlegt keppendum og skólanum sem eru að hýsa keppnirnar.“ Þá má nefna að fyrsta sinn í um áratug er kvenkyns formaður og kynjahlutföllin jöfn miðað við keppendur. Þá eru í fyrsta skiptið tveir fulltrúar úr landsbyggðarskólum í stjórn Morfís.
Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira