Innlent

Björt framtíð næststærsti flokkurinn á Alþingi

Samúel Karl Ólason skrifar
Guðmundur Steingrímsson.
Guðmundur Steingrímsson. Vísir/Daníel
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist 28,2 prósent í könnun MMR frá 4. til 8. september. Í síðustu könnun var fylgi flokksins 26,6 prósent og 24,1 prósent í lok júlí. Björt framtíð mældist næststærsti flokkurinn með 17,8 prósenta fylgi, en var með 17,6 í síðustu könnun.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 16,9 prósent, miðað við 20,3 prósent í síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn mældist með 11,3 prósent en 10,1 prósent í síðustu könnun. Vinstri-græn mældust með 10,1 prósent en 11,8 prósent í síðustu könnun. Píratar mældust með 9,2 prósent en 10,3 prósent í síðustu könnun.

Aðrir flokkar mældust með undir tveimur prósentum.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 36,3 prósent. Í síðustu könnun MMR var stuðningur við ríkisstjórnina 38,5 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×