Innlent

Vilja að námslán falli niður við 67 ára aldur

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir vísir/vilhelm
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna hefur verið lagt fram á Alþingi. Miðar frumvarpið að því að námslán falli niður við 67 ára aldurs, hafi lánþegi ávallt staðið í skilum við sjóðinn og tekið lánið fyrir 54 ára aldur.

Þá er jafnframt lagt til að heimilt verði að fella niður námslánaskuld að öllu leyti eða að hluta ef skuldari á við langvarandi veikindi, fötlun eða örorku að stríða.

„Á Norðurlöndum eru slíkar niðurfellingarheimildir þekktar, t.d. í Noregi þar sem heimilt er að fella niður námslán þegar það er sanngjarnt vegna langvarandi sjúkdóma eða örorku,“ segir í frumvarpinu.

Flutningsmaður frumvarpsins er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, en frumvarp sama efnis var fyrst lagt fram af Lilju Mósesdóttur árið 2011.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×