Fínn gangur í veiðinni í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 24. september 2014 13:40 Það er ennþá ágætis gangur í veiðinni í Ytri Rangá þrátt fyrir að vel sé liðið á september en sem dæmi um góða veiði veiddust 42 laxar í gær. Nokkur veiðisvæði virðast vera heitari en önnur og má þá sérstaklega nefna Tjarnarbreiðu, Gaddstaðaflatir, Rangárflúðir, Hrafnatóftir, Árbæjarfoss og Djúpós en þessir veiðistaðir hafa verið að gefa stórann hluta veiðinnar síðustu daga. Aðrir veiðistaðir eru þó að gefa eitthvað en ekki í sama mæli og þeir fyrrnefndu. Sérstakt er þó að sjá veiðistaði eins og Gunnugilsbreiðu og 17 1/2 gefa lítið en þessir staðir hafa verið sérstaklega góðir undanfarin ár. Það sem helst skýrir þetta eru breytingar sem oft verða á ánni milli ara þegar malarbotnin færir sig aðeins til. Hrafnatóftir til að mynda voru alveg úti í nokkur ár en hafa verið feyknagóðar í sumar. Það er veitt í Ytri til loka október og ennþá er lax að ganga í ánna svo þeir sem eru ekki búnir að veiða nóg í sumar eiga ennþá möguleika á að setja í laxa. Stangveiði Mest lesið Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Rólegt í Tungufljóti; talsvert af sjóbirtingi við Syðri-Hólma Veiði Núna er tíminn til að fara á kastnámskeið Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði
Það er ennþá ágætis gangur í veiðinni í Ytri Rangá þrátt fyrir að vel sé liðið á september en sem dæmi um góða veiði veiddust 42 laxar í gær. Nokkur veiðisvæði virðast vera heitari en önnur og má þá sérstaklega nefna Tjarnarbreiðu, Gaddstaðaflatir, Rangárflúðir, Hrafnatóftir, Árbæjarfoss og Djúpós en þessir veiðistaðir hafa verið að gefa stórann hluta veiðinnar síðustu daga. Aðrir veiðistaðir eru þó að gefa eitthvað en ekki í sama mæli og þeir fyrrnefndu. Sérstakt er þó að sjá veiðistaði eins og Gunnugilsbreiðu og 17 1/2 gefa lítið en þessir staðir hafa verið sérstaklega góðir undanfarin ár. Það sem helst skýrir þetta eru breytingar sem oft verða á ánni milli ara þegar malarbotnin færir sig aðeins til. Hrafnatóftir til að mynda voru alveg úti í nokkur ár en hafa verið feyknagóðar í sumar. Það er veitt í Ytri til loka október og ennþá er lax að ganga í ánna svo þeir sem eru ekki búnir að veiða nóg í sumar eiga ennþá möguleika á að setja í laxa.
Stangveiði Mest lesið Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Rólegt í Tungufljóti; talsvert af sjóbirtingi við Syðri-Hólma Veiði Núna er tíminn til að fara á kastnámskeið Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði