Ísland stendur fyrir karlaráðstefnu um kvenréttindi Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2014 12:11 Vísir/Getty Ísland mun ásamt Súrinam standa fyrir ráðstefnu um réttindi kvenna í New York á næsta ári þar sem eingöngu karlmenn munu koma saman til að ræða þau mál. Með ráðstefnunni er verið að svara kalli leikkonunnar Emmu Watson um að karlmenn láti sig kvennréttindi varða. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í gær þar sem hann ræddi mikilvægi þess að ríki heims tryggi áframhaldandi árangur í baráttunni gegn fátækt og ójafnræði. Utanríkisráðherra kom víða við í ræðu sinni, hann lýsti m.a. stefnu Íslendinga í loftslagsmálum, lýsti yfir stuðningi við baráttuna gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS, ræddi mikilvægi matvælaöryggis í heiminum og fordæmdi m.a. hersetu Ísrelsmanna í Palestínu. „Löng herseta Ísraelsmanna á Gaza er brot á alþjóðalögum og landnámið heldur áfram ásamt ítrekuðum brotum á mannréttindum. Stríðið á Gaza í sumar hefur kostað óásættanlegt mannfall,“ sagði Gunnar Bragi, sem hvatti bæði Ísrael og Hamas að láta af hernaði sínum. En það var yfirlýsing Gunnars Braga um málefni kvenna sem vakið hefur hvað mesta athygli erlendra fjölmiðla. Hann lýsti fullum stuðningi íslenskra stjórnvalda við þá stefnu og aðgerðaráætlun sem samþykkt var á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking árið 1995 en þess verður minnst á næsta ári að 20 árverða liðinn frá ráðstefnunni. Gunnar Bragi boðaði að Ísland og Súrinam muni leiða hóp þjóða sem myndu standa fyrir ráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í janúar á næsta ári, eins konar rakarastofufundi (Barbershop), þar sem eingöngu karlkyns leiðtogar ungir sem aldnir kæmu saman til að ræða kvennréttindi og stöðu kvenna í heiminum. Þar sem karlmenn muni ræða jafnrétti kynjanna með sérstakri áherslu á ofbeldi gegn konum. Ráðstefnan verði einstök í sinni röð þar sem þetta yrði í fyrsta skipti sem eingöngu karlkyns leiðtogar kæmu saman á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til að ræða jafnrétti kynjanna. Þetta yrði einstakt framlag til Peking plús tuttugu framtaksins og "Hann fyrir hana" herferðina. En breska leikkonan Emma Watson, sem þekkturst er fyrir hlutverk sitt í Harry Potter kvikmyndunum leiðir þá herferð sem hvetur karlmenn til að láta sig jafnrétti kynjanna varða og standa á móti ofbeldi gegn konum um allan heimHér má horfa og hlusta á ræðu Gunnars Braga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Súrínam Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ísland mun ásamt Súrinam standa fyrir ráðstefnu um réttindi kvenna í New York á næsta ári þar sem eingöngu karlmenn munu koma saman til að ræða þau mál. Með ráðstefnunni er verið að svara kalli leikkonunnar Emmu Watson um að karlmenn láti sig kvennréttindi varða. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í gær þar sem hann ræddi mikilvægi þess að ríki heims tryggi áframhaldandi árangur í baráttunni gegn fátækt og ójafnræði. Utanríkisráðherra kom víða við í ræðu sinni, hann lýsti m.a. stefnu Íslendinga í loftslagsmálum, lýsti yfir stuðningi við baráttuna gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS, ræddi mikilvægi matvælaöryggis í heiminum og fordæmdi m.a. hersetu Ísrelsmanna í Palestínu. „Löng herseta Ísraelsmanna á Gaza er brot á alþjóðalögum og landnámið heldur áfram ásamt ítrekuðum brotum á mannréttindum. Stríðið á Gaza í sumar hefur kostað óásættanlegt mannfall,“ sagði Gunnar Bragi, sem hvatti bæði Ísrael og Hamas að láta af hernaði sínum. En það var yfirlýsing Gunnars Braga um málefni kvenna sem vakið hefur hvað mesta athygli erlendra fjölmiðla. Hann lýsti fullum stuðningi íslenskra stjórnvalda við þá stefnu og aðgerðaráætlun sem samþykkt var á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking árið 1995 en þess verður minnst á næsta ári að 20 árverða liðinn frá ráðstefnunni. Gunnar Bragi boðaði að Ísland og Súrinam muni leiða hóp þjóða sem myndu standa fyrir ráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í janúar á næsta ári, eins konar rakarastofufundi (Barbershop), þar sem eingöngu karlkyns leiðtogar ungir sem aldnir kæmu saman til að ræða kvennréttindi og stöðu kvenna í heiminum. Þar sem karlmenn muni ræða jafnrétti kynjanna með sérstakri áherslu á ofbeldi gegn konum. Ráðstefnan verði einstök í sinni röð þar sem þetta yrði í fyrsta skipti sem eingöngu karlkyns leiðtogar kæmu saman á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til að ræða jafnrétti kynjanna. Þetta yrði einstakt framlag til Peking plús tuttugu framtaksins og "Hann fyrir hana" herferðina. En breska leikkonan Emma Watson, sem þekkturst er fyrir hlutverk sitt í Harry Potter kvikmyndunum leiðir þá herferð sem hvetur karlmenn til að láta sig jafnrétti kynjanna varða og standa á móti ofbeldi gegn konum um allan heimHér má horfa og hlusta á ræðu Gunnars Braga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær.
Súrínam Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent