SOS neyðaraðstoð vegna ebólu Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2014 15:29 visir/afp Samkvæmt BBC hafa að minnsta kosti 3.700 börn misst báða foreldra sína úr ebólu. Oftar en ekki er þessum börnum hafnað af stórfjölskyldu sinni vegna ótta við ebólusmit. Ástandið varð til þess að SOS Barnaþorpin ákváðu að auka við aðstoð sína á svæðinu en samtökin hafa starfað í Gíneu síðan árið 1989, Líberíu síðan árið 1981 og Síerra Leóne síðan árið 1974. Nú þegar hafa SOS Barnaþorpin útvegað matarbirgðir og önnur hjálpargögn vegna ebólufaraldursins. Þá hafa samtökin veitt 163 munaðarlausum eða yfirgefnum börnum aðstoð. Samtökin eru nú í viðræðum við yfirvöld landanna þriggja um næstu skref, þ.e. að koma þessum börnum í viðeigandi úrræði. Þá eru SOS heilsugæslustöðvar starfandi í löndunum þremur. Allar sinna þær fólki sem er smitað af ebólu. SOS heilsugæslan í Monróvíu er til að mynda eina heilsugæslan á svæðinu sem opin er allan sólarhringinn. „Ebólan heldur áfram að herja á Vestur-Afríku,“ segir Richard Pichler alþjóðaframkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna og bætir við: „Munaðarlausum börnum fjölgar stöðugt. Faraldurinn hefur gríðarlega slæm efnahagsleg, félagsleg og sálfræðileg áhrif og við munum halda áfram að finna fyrir þeim áhrifum næstu árin. Við verðum að búa okkur undir að enn fleiri börn verði munaðarlaus og ákveða hvernig við ætlum að mæta þeirri neyð.“ Fram til þessa hefur ebóla einkum greinst í Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu en einnig í öðrum löndum. Til þessa hafa tæplega 6 þúsund einstaklingar greinst með ebólu og um helmingur þeirra látist. Ekkert barn sem býr í SOS Barnaþorpi hefur smitast af ebólu. Hins vegar lést SOS móðir í Líberíu úr ebólu, ásamt einum hjúkrunarfræðingi á SOS heilsugæslustöð og einum SOS kennara, einnig staðsett í Líberíu. Miklar varúðarráðstafanir eru í þorpunum og allt gert til að hindra smit. Þá eru nokkrir SOS skólar og leikskólar í löndunum lokaðir vegna ástandsins. 102 Íslendingar eru að styrkja börn í níu SOS Barnaþorpum í löndunum þremur. Þar af eru 31 að styrkja barn í Gíneu, 46 í Síerra Leóne og 25 í Líberíu. Hægt er að leggja neyðaraðstoðinni lið með því að hringja í númerið 907-1001 (1.000 krónur) eða 907-1002 (2.000 krónur). Einnig er hægt að leggja inn á reikning 334-26-52075, kt. 500289-2529 með tilvísuninni „ebóla“. Ebóla Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Samkvæmt BBC hafa að minnsta kosti 3.700 börn misst báða foreldra sína úr ebólu. Oftar en ekki er þessum börnum hafnað af stórfjölskyldu sinni vegna ótta við ebólusmit. Ástandið varð til þess að SOS Barnaþorpin ákváðu að auka við aðstoð sína á svæðinu en samtökin hafa starfað í Gíneu síðan árið 1989, Líberíu síðan árið 1981 og Síerra Leóne síðan árið 1974. Nú þegar hafa SOS Barnaþorpin útvegað matarbirgðir og önnur hjálpargögn vegna ebólufaraldursins. Þá hafa samtökin veitt 163 munaðarlausum eða yfirgefnum börnum aðstoð. Samtökin eru nú í viðræðum við yfirvöld landanna þriggja um næstu skref, þ.e. að koma þessum börnum í viðeigandi úrræði. Þá eru SOS heilsugæslustöðvar starfandi í löndunum þremur. Allar sinna þær fólki sem er smitað af ebólu. SOS heilsugæslan í Monróvíu er til að mynda eina heilsugæslan á svæðinu sem opin er allan sólarhringinn. „Ebólan heldur áfram að herja á Vestur-Afríku,“ segir Richard Pichler alþjóðaframkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna og bætir við: „Munaðarlausum börnum fjölgar stöðugt. Faraldurinn hefur gríðarlega slæm efnahagsleg, félagsleg og sálfræðileg áhrif og við munum halda áfram að finna fyrir þeim áhrifum næstu árin. Við verðum að búa okkur undir að enn fleiri börn verði munaðarlaus og ákveða hvernig við ætlum að mæta þeirri neyð.“ Fram til þessa hefur ebóla einkum greinst í Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu en einnig í öðrum löndum. Til þessa hafa tæplega 6 þúsund einstaklingar greinst með ebólu og um helmingur þeirra látist. Ekkert barn sem býr í SOS Barnaþorpi hefur smitast af ebólu. Hins vegar lést SOS móðir í Líberíu úr ebólu, ásamt einum hjúkrunarfræðingi á SOS heilsugæslustöð og einum SOS kennara, einnig staðsett í Líberíu. Miklar varúðarráðstafanir eru í þorpunum og allt gert til að hindra smit. Þá eru nokkrir SOS skólar og leikskólar í löndunum lokaðir vegna ástandsins. 102 Íslendingar eru að styrkja börn í níu SOS Barnaþorpum í löndunum þremur. Þar af eru 31 að styrkja barn í Gíneu, 46 í Síerra Leóne og 25 í Líberíu. Hægt er að leggja neyðaraðstoðinni lið með því að hringja í númerið 907-1001 (1.000 krónur) eða 907-1002 (2.000 krónur). Einnig er hægt að leggja inn á reikning 334-26-52075, kt. 500289-2529 með tilvísuninni „ebóla“.
Ebóla Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira