Fjallað um öll umsóknarríkin nema Ísland Þorfinnur Ómarsson í Brussel skrifar 8. október 2014 15:42 Stefan Fule á fundinum í dag. Vísir/Getty Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í dag stöðu aðildarviðræðna við þau ríki sem sótt hafa um aðild að sambandinu. Sérstök skýrsla verður kynnt um öll umsóknarríki, ef Ísland er frátalið, en ESB telur ekki þörf á slíku vegna afstöðu íslenskra stjórnvalda til aðildarviðræðna. Af sömu ástæðu ítrekar framkvæmdastjórnin að svokallaðir IPA styrkir séu ekki í boði. Stefan Fule, fráfarandi stækkunarstjóri Evrópusambandsins, kynnti stöðu aðildarviðræðna við þau ríki sem sótt hafa um aðild að sambandinu, í Evrópuþinginu í hádeginu og svo á fréttamannafundi í Brussel. Um er að ræða skýrslur um sjö umsóknarríki og hefur fréttastofa þær undir höndum, en þetta eru sex ríki á Balkanskaga auk Tyrklands. Að þessu sinni telur framkvæmdastjórn ESB ekki þörf á að gera sérstaka skýrslu um Ísland – jafnvel þótt Ísland teljist formlega enn í hópi umsóknarríkja. Í því sambandi má hafa í huga að aðildarviðræður við Tyrkland hafa í raun verið í frosti um árabil og engar horfur á breytingum þar á á næstunni – en þó er fjallað um Tyrkland sérstaklega. Í samantekt framkvæmdastjórnarinnar má þó finna nokkrar setningar um Ísland, en þar er bent á að íslensk stjórnvöld hafi stöðvað aðildarviðræður í maí 2013 og því sé engin þörf á sérstakri umfjöllun um Ísland. Athygli vekur að framkvæmdastjórn ESB telur viðræðum ekki hafa verið hætt fyrr en í maí í fyrra, þ.e. eftir að ný ríkisstjórn tók við á Íslandi, jafnvel þó fyrri ríkisstjórn hafi gert viðræðuhlé í janúar sama ár. Þá er ítrekað í skýrlsunni að svokölluðum IPA-styrkjum til íslenskra verkefna hafi verið aflýst vegna viðhorfa núverandi stjórnvalda á Íslandi. Heimildir fréttastofu herma að íslenskum stjórnvöldum hafi verið fullkunnugt um þessa afstöðu framkvæmdastjórnarinnar áður en aðildarviðræður voru stöðvaðar. Að lokum er þess getið að Ísland sé enn talinn mikilvægur samstarfsaðili Evrópusambandsins, meðal annars í gegnum Evrópska efnahagssvæðið, aðild að Schengen og vegna hagsmuna á norðurslóðum. ESB-málið Tengdar fréttir Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15 Össur segir ESB umsókn í fullu gildi Össur Skarphéðinsson segir afstöðu Jean-Claude Juncker passa Íslendingum vel. Ný ríkisstjórn geti klárað aðildarviðræður innan fimm ára. 17. júlí 2014 13:15 Aðildarviðræður gætu hafist á ný Sendiráð ESB á Íslandi áréttar að framkvæmdastjórn ESB sé reiðubúin að hefja á ný aðildarviðræður við Ísland, komi um það ósk héðan. Nýr forseti framkvæmdastjórnarinnar segir ný ríki ekki bætast við næstu fimm ár. 18. júlí 2014 00:01 Ef umsóknin yrði dregin til baka, færi ferlið aftur á byrjunarreit Auðvelt ætti að reynast að hefja viðræður að nýju við Evrópusambandið, svo fremi sem aðildarumsóknin yrði ekki dregin til baka en þetta er mat viðmælenda í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. 7. apríl 2014 10:40 ESB lítur enn á Ísland sem umsóknarríki Talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins segir sambandið reiðubúið að taka upp aðildarviðræður hvenær sem íslensk stjórnvöld kunni að óska þess. 18. júlí 2014 19:30 Borgar sig að vera áfram umsóknarríki Ísland á meiri möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu ef það viðheldur stöðu sinni sem viðurkennt umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. 7. apríl 2014 11:43 Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í dag stöðu aðildarviðræðna við þau ríki sem sótt hafa um aðild að sambandinu. Sérstök skýrsla verður kynnt um öll umsóknarríki, ef Ísland er frátalið, en ESB telur ekki þörf á slíku vegna afstöðu íslenskra stjórnvalda til aðildarviðræðna. Af sömu ástæðu ítrekar framkvæmdastjórnin að svokallaðir IPA styrkir séu ekki í boði. Stefan Fule, fráfarandi stækkunarstjóri Evrópusambandsins, kynnti stöðu aðildarviðræðna við þau ríki sem sótt hafa um aðild að sambandinu, í Evrópuþinginu í hádeginu og svo á fréttamannafundi í Brussel. Um er að ræða skýrslur um sjö umsóknarríki og hefur fréttastofa þær undir höndum, en þetta eru sex ríki á Balkanskaga auk Tyrklands. Að þessu sinni telur framkvæmdastjórn ESB ekki þörf á að gera sérstaka skýrslu um Ísland – jafnvel þótt Ísland teljist formlega enn í hópi umsóknarríkja. Í því sambandi má hafa í huga að aðildarviðræður við Tyrkland hafa í raun verið í frosti um árabil og engar horfur á breytingum þar á á næstunni – en þó er fjallað um Tyrkland sérstaklega. Í samantekt framkvæmdastjórnarinnar má þó finna nokkrar setningar um Ísland, en þar er bent á að íslensk stjórnvöld hafi stöðvað aðildarviðræður í maí 2013 og því sé engin þörf á sérstakri umfjöllun um Ísland. Athygli vekur að framkvæmdastjórn ESB telur viðræðum ekki hafa verið hætt fyrr en í maí í fyrra, þ.e. eftir að ný ríkisstjórn tók við á Íslandi, jafnvel þó fyrri ríkisstjórn hafi gert viðræðuhlé í janúar sama ár. Þá er ítrekað í skýrlsunni að svokölluðum IPA-styrkjum til íslenskra verkefna hafi verið aflýst vegna viðhorfa núverandi stjórnvalda á Íslandi. Heimildir fréttastofu herma að íslenskum stjórnvöldum hafi verið fullkunnugt um þessa afstöðu framkvæmdastjórnarinnar áður en aðildarviðræður voru stöðvaðar. Að lokum er þess getið að Ísland sé enn talinn mikilvægur samstarfsaðili Evrópusambandsins, meðal annars í gegnum Evrópska efnahagssvæðið, aðild að Schengen og vegna hagsmuna á norðurslóðum.
ESB-málið Tengdar fréttir Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15 Össur segir ESB umsókn í fullu gildi Össur Skarphéðinsson segir afstöðu Jean-Claude Juncker passa Íslendingum vel. Ný ríkisstjórn geti klárað aðildarviðræður innan fimm ára. 17. júlí 2014 13:15 Aðildarviðræður gætu hafist á ný Sendiráð ESB á Íslandi áréttar að framkvæmdastjórn ESB sé reiðubúin að hefja á ný aðildarviðræður við Ísland, komi um það ósk héðan. Nýr forseti framkvæmdastjórnarinnar segir ný ríki ekki bætast við næstu fimm ár. 18. júlí 2014 00:01 Ef umsóknin yrði dregin til baka, færi ferlið aftur á byrjunarreit Auðvelt ætti að reynast að hefja viðræður að nýju við Evrópusambandið, svo fremi sem aðildarumsóknin yrði ekki dregin til baka en þetta er mat viðmælenda í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. 7. apríl 2014 10:40 ESB lítur enn á Ísland sem umsóknarríki Talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins segir sambandið reiðubúið að taka upp aðildarviðræður hvenær sem íslensk stjórnvöld kunni að óska þess. 18. júlí 2014 19:30 Borgar sig að vera áfram umsóknarríki Ísland á meiri möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu ef það viðheldur stöðu sinni sem viðurkennt umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. 7. apríl 2014 11:43 Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Sjá meira
Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15
Össur segir ESB umsókn í fullu gildi Össur Skarphéðinsson segir afstöðu Jean-Claude Juncker passa Íslendingum vel. Ný ríkisstjórn geti klárað aðildarviðræður innan fimm ára. 17. júlí 2014 13:15
Aðildarviðræður gætu hafist á ný Sendiráð ESB á Íslandi áréttar að framkvæmdastjórn ESB sé reiðubúin að hefja á ný aðildarviðræður við Ísland, komi um það ósk héðan. Nýr forseti framkvæmdastjórnarinnar segir ný ríki ekki bætast við næstu fimm ár. 18. júlí 2014 00:01
Ef umsóknin yrði dregin til baka, færi ferlið aftur á byrjunarreit Auðvelt ætti að reynast að hefja viðræður að nýju við Evrópusambandið, svo fremi sem aðildarumsóknin yrði ekki dregin til baka en þetta er mat viðmælenda í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. 7. apríl 2014 10:40
ESB lítur enn á Ísland sem umsóknarríki Talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins segir sambandið reiðubúið að taka upp aðildarviðræður hvenær sem íslensk stjórnvöld kunni að óska þess. 18. júlí 2014 19:30
Borgar sig að vera áfram umsóknarríki Ísland á meiri möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu ef það viðheldur stöðu sinni sem viðurkennt umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. 7. apríl 2014 11:43
Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04