Handbolti

Gummersbach lagði Magdeburg í hörkuleik

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Geir varð að játa sig sigraðan í dag
Geir varð að játa sig sigraðan í dag vísir/getty
Gummersbach sigraði Magdeburg 28-27 í miklum spennuleik í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Gummersbach var 14-13 yfir í hálfleik.

Það var jafnt á öllum tölum í leiknum og rafmögnuð spenna. Robert Weber skoraði 10 mörk fyrir Magdeburg sem Geir Sveinsson þjálfar. Marko Bezjak skoraði 7 mörk.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach en Andreas Schröder var markahæstur með 10 mörk. Raul Santos skoraði 8.

Gummersbach er með 9 stig  líkt og Magdeburg í efri hluta deildarinnar.

Sigurbergur Sveinsson skoraði 2 mörk fyrir Erlangen sem tapaði 31-22 fyrir Balingen á útivelli.

Balingen er með 11 stig í þriðja sæti en Erlangen er í næst neðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×