Veiði lokið í Eyjafjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 5. október 2014 09:08 Væ bleikja úr Eyjafjarðará 2012 Árnar áEyjafjarðarsvæðinu áttu heldur erfitt sumar og þá sérstaklega í júlí þegar mikið vatn vegna leysinga angraði veiðimenn. Eyjafjarðará var tók nokkra daga þar sem hún var ansi vatnsmikil og erfið viðureignar og til að bæta gráu ofan á svart gekk fiskurinn heldur seint í hana. Áin var í þessu ástandi meira og minna út júlí og auk þess að vera vatnsmikil datt hún í lit ansi marga daga til viðbótar sem gerði ánna alveg óveiðanlega. Heildarveiðin í ánni eftir sumarið er 614 fiskar og það skiptist þannig að það veiddust 396 bleikjur, 167 sjóbirtingar, 49 staðbundnir urriðar og 2 laxar. Veiðin í fyrra var 593 fiskar samtals. Svæði 5 er jafnan mjög drjúgt í ánni og var það einnig í sumar en samtals komu 102 bleikjur upp þar í sumar. Flestir sjóbirtingar komu síðan upp af svæði 2 eins og venjulega. Veiðin í öðrum ám á svæðinu var langt undir væntingum en það var ekki fiskleysi að kenna heldur erfiðum skilyrðum, miklu og skoluðu vatni. Stangveiði Mest lesið 40 laxa dagar í Ytri Rangá Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Sporðaköst væntanleg á Stöð 2 í apríl Veiði Fín veiði í Laxá í Kjós Veiði Veiði hafin í Laxá í Mý Veiði Ný veiðibók komin út: Ágóðinn rennur til NASF Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði
Árnar áEyjafjarðarsvæðinu áttu heldur erfitt sumar og þá sérstaklega í júlí þegar mikið vatn vegna leysinga angraði veiðimenn. Eyjafjarðará var tók nokkra daga þar sem hún var ansi vatnsmikil og erfið viðureignar og til að bæta gráu ofan á svart gekk fiskurinn heldur seint í hana. Áin var í þessu ástandi meira og minna út júlí og auk þess að vera vatnsmikil datt hún í lit ansi marga daga til viðbótar sem gerði ánna alveg óveiðanlega. Heildarveiðin í ánni eftir sumarið er 614 fiskar og það skiptist þannig að það veiddust 396 bleikjur, 167 sjóbirtingar, 49 staðbundnir urriðar og 2 laxar. Veiðin í fyrra var 593 fiskar samtals. Svæði 5 er jafnan mjög drjúgt í ánni og var það einnig í sumar en samtals komu 102 bleikjur upp þar í sumar. Flestir sjóbirtingar komu síðan upp af svæði 2 eins og venjulega. Veiðin í öðrum ám á svæðinu var langt undir væntingum en það var ekki fiskleysi að kenna heldur erfiðum skilyrðum, miklu og skoluðu vatni.
Stangveiði Mest lesið 40 laxa dagar í Ytri Rangá Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Sporðaköst væntanleg á Stöð 2 í apríl Veiði Fín veiði í Laxá í Kjós Veiði Veiði hafin í Laxá í Mý Veiði Ný veiðibók komin út: Ágóðinn rennur til NASF Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði