Hlutabréfamarkaðir vestan hafs bregðast við ebólusmiti Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. október 2014 23:32 Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, fór yfir málið með fjölmiðlum í dag. Vísir / AFP Ótti hefur gripið um sig á bandarískum hlutabréfamörkuðum eftir að ebóla greindist í manni í Texas á þriðjudag. Hlutabréfaverð lækkaði um meira en eitt prósent í dag, miðvikudag, fyrsta dag viðskipta frá því að ebólutilfellið var staðfest. Lækkun vísitölu NYSE fyrir flugfélög nam 3,1 prósenti, sem er sú mesta síðan í janúar. Maðurinn sem smitaður er af ebólu liggur nú á sjúkrahúsi í Texas. Hann smitaðist á ferð í Líberíu í Vestur-Afríku en hann flaug til Bandaríkjanna fyrir helgi. Hann leitaði sér aðstoðar við slappleika á föstudag þar sem hann var sendur heim með sýklalyfjaskammt, án greiningar. Hann var svo fluttur aftur á spítalann með sjúkrabíl tveimur dögum síðar. Greint hefur verið frá því að maðurinn hafi kastað upp fyrir utan heimili sitt áður en hann var fluttur á brott með sjúkrabíl. Ebóla smitast ekki í gegnum loft heldur aðeins í gegnum snertingu við hverskonar líkamsvessa. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa nokkra einstaklinga sem maðurinn átti í samskiptum við áður honum var komið undir læknishendur undir eftirliti. Talið er að hann hafi átt samneyti við átján manns, þar af fimm börn. Börnin fóru öll í skóla eftir að hafa hitt manninn en eftir að smitið greindist hafa þau verið látin halda sig heima þar sem fylgst er með því hvort þau sýni einkenni ebólusmits. Talið að enginn hafi smitast af manninum og vonast er til að búið sé að koma í veg fyrir frekari smit. Enn er þó fylgst með öllum þeim sem komu nálægt honum eftir að hann fór að sýna merki smits. Ebóla Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Ótti hefur gripið um sig á bandarískum hlutabréfamörkuðum eftir að ebóla greindist í manni í Texas á þriðjudag. Hlutabréfaverð lækkaði um meira en eitt prósent í dag, miðvikudag, fyrsta dag viðskipta frá því að ebólutilfellið var staðfest. Lækkun vísitölu NYSE fyrir flugfélög nam 3,1 prósenti, sem er sú mesta síðan í janúar. Maðurinn sem smitaður er af ebólu liggur nú á sjúkrahúsi í Texas. Hann smitaðist á ferð í Líberíu í Vestur-Afríku en hann flaug til Bandaríkjanna fyrir helgi. Hann leitaði sér aðstoðar við slappleika á föstudag þar sem hann var sendur heim með sýklalyfjaskammt, án greiningar. Hann var svo fluttur aftur á spítalann með sjúkrabíl tveimur dögum síðar. Greint hefur verið frá því að maðurinn hafi kastað upp fyrir utan heimili sitt áður en hann var fluttur á brott með sjúkrabíl. Ebóla smitast ekki í gegnum loft heldur aðeins í gegnum snertingu við hverskonar líkamsvessa. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa nokkra einstaklinga sem maðurinn átti í samskiptum við áður honum var komið undir læknishendur undir eftirliti. Talið er að hann hafi átt samneyti við átján manns, þar af fimm börn. Börnin fóru öll í skóla eftir að hafa hitt manninn en eftir að smitið greindist hafa þau verið látin halda sig heima þar sem fylgst er með því hvort þau sýni einkenni ebólusmits. Talið að enginn hafi smitast af manninum og vonast er til að búið sé að koma í veg fyrir frekari smit. Enn er þó fylgst með öllum þeim sem komu nálægt honum eftir að hann fór að sýna merki smits.
Ebóla Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira