Ráðist á konur í tölvuleikjaheiminum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. október 2014 13:50 Hér má sjá stillu úr leik sem Brianna Wu hannaði, mynd af Adam Baldwin leikara og tíst sem fór þeirra á milli. Kvenkyns tölvuleikjahönnuður þurfti að flýja heimili sitt um helgina, vegna einskonar tölvuárásar sem hún varð fyrir á samfélagsmiðlum. Konan, sem heitir Brianna Wu og er yfirhönnuður hjá fyrirtækinu Giant Spacekat, lenti í klónum á hópi einstaklinga sem nánast skipulega réðst á hana, meðal annars á Twitter; hótuðu henni og birtu heimilisfangið hennar. Málið er talið tengjast hinni svokölluðu Gamergate-hreyfingu, sem er óskipulögð hreyfing sem sögð er halda til á vefsvæðunum Reddit, 4Chan og síðar 8chan. Vefsvæðin 4Chan og 8Chan eru lítið ritskoðuð og þar var til dæmis talið að nýleg tölvuárás á þekkta einstaklinga vestanhafs hafi verið framkvæmd. Wu er þriðja konan í tölvuleikjaheiminum sem verður fyrir barðinu á þessum árásum á stuttum tíma og þykir þetta sýna að meðlimir #Gamergate (já, umræðumerkið er yfirleitt notað til að auðkenna hreyfinguna) ráðast á konur sem eru á uppleið í tölvuleikjaheiminum eða tjá sig um hann á einhvern hátt, en tölvuleikjaheimurinn hefur í gegnum tíðina þótt karllægur mjög. Hér má sjá tíst frá Wu, þar sem hún segir frá árásunum og birtir skilaboð frá reiðum aðila á Twitter sem vill hafa feiga ef marka má nafnið hans á Twitter.The police just came by. Husband and I are going somewhere safe. Remember, #gamergate isn't about attacking women. pic.twitter.com/ZU6oEVxMGL — Brianna Wu (@Spacekatgal) October 11, 2014Zoe Quinn var sökuð um að hafa sofið hjá blaðamanni til að fá jákvæða gagnrýni á leik sinn.Mynd/WikipediaSökuð um að sofa hjá blaðamanni Upphaf þessarar Gamergate-hreyfingar er rakið til deilu sem spratt upp þegar annar kvenkyns tölvuleikjahönnuður setti leikinn Depression Quest á markað. Sú kona heitir Zoe Quinn. Leikurinn kom á leikjaveituna Steam í ágúst, skömmu eftir andlát leikarans Robin Williams, og vakti þónokkra athygli. Enda gengur leikurinn út á að sýna spilurum hvernig það er að lifa með þunglyndi. Hægt er að spila leikinn gjaldfrjálst. Spjót einhverra fóru að berast að Quinn þegar fyrrum kærasti hennar sakaði hana um að hafa sofið hjá blaðamanni vefmiðilsins Kotaku, í von um að fá jákvæða gagnrýni á leikinn sem hún hannaði. Kærastinn, sem heitir Eron Gjoni, birti myndir af Quinn ásamt skriflegum ásökunum. Ritstjóri Kotaku viðurkenndi að Quinn hafi átt í ástarsambandi við blaðamanninn Nathan Grayson. En ritstjórinn þvertók fyrir að Grayson hafi fjallað um tölvuleik Quinn. Hótanir í kjölfarið Í kjölfarið varð Quinn skotspónn árása á samfélagsmiðlum. Henni barst mikill fjöldi hótana, sem snérust meðal annars um að nauðga henni, ganga í skrokk á henni og myrða hana auk þess að gerðar voru tilraunir til að „hakka“ tölvur hennar með það að markmiði að finna myndir og upplýsingar til að birta öðrum. Quinn var gagnrýnd fyrir skort á siðferði. Málið kveikti neista sem varð að báli; Quinn varð skotspónn árása og blaðamenn sem ekki fjölluðu um málið voru sakaðir um þöggun. Meira að segja var útbúinn „svartur listi“, þar sem þeir blaðamenn sem ekki fjölluðu um málið voru nafngreindir. Þeir sem komu Quinn til varnar, voru kallaðir „riddarar félagslegs réttlætis“. Spurningamerki voru sett við siðferði blaðamanna sem gagnrýna tölvuleiki. Fyrstur til að nota #GamergateEins ótrúlega og það hljómar er talið að fyrsti maðurinn til þess að nota hugtakið #Gamergate sé leikarinn Adam Baldwin, sem er líklega þekktastur fyrir að leika í þáttunum Firefly og kvikmyndinni Serenity, en myndin er framhald af þáttunum. Því er meðal annars haldið fram á vef International Business Times. Baldwin hefur ítrekað tjáð sig um siðferði blaðamanna í tölvuleikjaiðnaðinum. Baldwin neitar fyrir að #Gamergate hreyfingin hafi staðið að baki þessum árásum að Zoe Quinn. Wu vildi koma Quinn til Bjargar Kastljós grimmra netverja beindist svo að Brianna Wu þegar hún kom stöllu sinni Zoe Quinn til varnar. Adam Baldwin krafði Wu um afsökunarbeiðni, eftir að hún hafði fullyrt að meðlimir #Gamergate hafi staðið að baki árásum gegn Quinn. Hann minnti hana á að Quinn væri ekki sú eina sem hefði orðið fyrir árásum á netinu. Wu reyndi að friða Baldwin og bað hann að sýna gott fordæmi. Þessar tilraunir Wu til að koma Quinn til varnar eru taldar hafa reitt marga á netinu og í kjölfarið varð hún skotspónn netárása og þurfti á endanum að flýja heimili sitt. @adambaldwin That's too bad. I would have liked to have done something to change the tone of #gamergate. — Brianna Wu (@Spacekatgal) October 12, 2014.@Spacekatgal U admitted to assuming, which was exploited by anti- #GamerGate’rs & their subs’q harrassments. U won’t apologize for that? — Adam Baldwin (@AdamBaldwin) October 12, 2014Anita Sarkeesian heldur úti bloggsíðu um femínisma.Mynd/WikipediaEkki þær einu Zoe Quinn og Brianna Wu eru ekki þær einu sem hafa orðið fyrir árásum af þessu tagi. Hin kanadíska Anita Sarkeesian heldur úti bloggsíðu þar sem hún fjallar um femínisma. Sarkeesian er einnig mjög vinsæl á Twitter, með 158 þúsund fylgjendur. Hún hefur gert myndbönd þar sem hún tekur fyrir ímynd konunnar í tölvuleikjum á gagnrýninn hátt. Í kjölfarið bárust henni ýmiskonar hótanir og þurfti hún einnig að yfirgefa heimili sitt vegna hótanna, í ágústmánuði síðastliðnum. Hvort sem Adam Baldwin hefur rétt fyrir sér eður ei; um hvort að meðlimir #Gamergate standi ekki að baki þessum árásum á konur í tölvuleikjaheiminum, er ljóst að konur verða fyrir skipulegum árásum. Enn eitt dæmið um skipulega árás á konu í tölvuleikjaheiminum er frá því í fyrra, þegar undirskriftalisti fór í dreifingu, þar sem skorað var á forráðamenn fyrirtækisins GameSpot að reka blaðamanninn Carolyn Petit, sem tjáði sig um kynhlutverk í tölvuleiknum GTA V. Margþætt hreyfing #Gamergate fjallar vissulega um meira en bara konur í tölvuleikjaheiminum. En angi hreyfingarinnar virðist skipulega taka konur fyrir. Á vefnum Jezebel má til að mynda finna pistil eftir Jennifer Allaway, sem hefur rannsakað stöðu konunnar í tölvuleikjum. Hún kallar #Gamergate „haturs-hóp“ (e. Hate Group). Í pistlinum fjallar hún um reynslu sína af aðilum sem allavega sögðust vera hluti af hreyfingunni. Hún segir frá því hvernig þeir sem sögðust vera meðlimir #Gamergate komust að því að hún var að framkvæma rannsókn á ímynd konunnar í tölvuleikjum. Rannsóknin fór fram á netinu. Allaway var gert viðvart um að verið væri að ræða rannsóknina á spjallborðum sem talin eru tengjast hreyfingunni. Innan skamms höfðu mörg hundruð einstaklingar svarað könnun hennar. Svörin voru þó eins og þau áttu að vera heldur fylltu margir út þetta rafræna eyðublað með því að hóta Allaway. Í pistli sínum tekur Allway hópinn fyrir og skoðar hann út frá fræðikenningum um „haturs-hópa“. Hún vonast til þess að draga þessar hótanir og skoðanir meðlima hreyfingarinnar upp á yfirborðið. Hún segir meðlimi hópsins vera uppfulla af hræðslu. BBC fjallar um málið Rætt var um #Gamergate í þættinum Business Matters á útvapsrás BBC World Service. Þar var meðal annars rætt við Ben Gilbert, frá vefsíðunni Engadget. Í þættinum var farið yfir árásirnar sem gerðar hafa verið á konurnar. #Gamergate sætti nokkurri gagnrýni í þættinum. Í kjölfarið á því að þátturinn fór í loftið var farið að ræða málin á vefvæðinu Reddit. Sumir á vefnum voru ósáttir við umfjöllun BBC, en ljóst er að #Gamergate er margþætt hreyfing sem beytir sér ekki eingöngu fyrir árás á konur. En hluti hreyfingarinnar gerir það og svo virðist sem þekktar konur eigi erfitt að ræða ímynd kvenna í tölvuleikjum án þess að eiga á hættu að verða hótað. Leikjavísir Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Kvenkyns tölvuleikjahönnuður þurfti að flýja heimili sitt um helgina, vegna einskonar tölvuárásar sem hún varð fyrir á samfélagsmiðlum. Konan, sem heitir Brianna Wu og er yfirhönnuður hjá fyrirtækinu Giant Spacekat, lenti í klónum á hópi einstaklinga sem nánast skipulega réðst á hana, meðal annars á Twitter; hótuðu henni og birtu heimilisfangið hennar. Málið er talið tengjast hinni svokölluðu Gamergate-hreyfingu, sem er óskipulögð hreyfing sem sögð er halda til á vefsvæðunum Reddit, 4Chan og síðar 8chan. Vefsvæðin 4Chan og 8Chan eru lítið ritskoðuð og þar var til dæmis talið að nýleg tölvuárás á þekkta einstaklinga vestanhafs hafi verið framkvæmd. Wu er þriðja konan í tölvuleikjaheiminum sem verður fyrir barðinu á þessum árásum á stuttum tíma og þykir þetta sýna að meðlimir #Gamergate (já, umræðumerkið er yfirleitt notað til að auðkenna hreyfinguna) ráðast á konur sem eru á uppleið í tölvuleikjaheiminum eða tjá sig um hann á einhvern hátt, en tölvuleikjaheimurinn hefur í gegnum tíðina þótt karllægur mjög. Hér má sjá tíst frá Wu, þar sem hún segir frá árásunum og birtir skilaboð frá reiðum aðila á Twitter sem vill hafa feiga ef marka má nafnið hans á Twitter.The police just came by. Husband and I are going somewhere safe. Remember, #gamergate isn't about attacking women. pic.twitter.com/ZU6oEVxMGL — Brianna Wu (@Spacekatgal) October 11, 2014Zoe Quinn var sökuð um að hafa sofið hjá blaðamanni til að fá jákvæða gagnrýni á leik sinn.Mynd/WikipediaSökuð um að sofa hjá blaðamanni Upphaf þessarar Gamergate-hreyfingar er rakið til deilu sem spratt upp þegar annar kvenkyns tölvuleikjahönnuður setti leikinn Depression Quest á markað. Sú kona heitir Zoe Quinn. Leikurinn kom á leikjaveituna Steam í ágúst, skömmu eftir andlát leikarans Robin Williams, og vakti þónokkra athygli. Enda gengur leikurinn út á að sýna spilurum hvernig það er að lifa með þunglyndi. Hægt er að spila leikinn gjaldfrjálst. Spjót einhverra fóru að berast að Quinn þegar fyrrum kærasti hennar sakaði hana um að hafa sofið hjá blaðamanni vefmiðilsins Kotaku, í von um að fá jákvæða gagnrýni á leikinn sem hún hannaði. Kærastinn, sem heitir Eron Gjoni, birti myndir af Quinn ásamt skriflegum ásökunum. Ritstjóri Kotaku viðurkenndi að Quinn hafi átt í ástarsambandi við blaðamanninn Nathan Grayson. En ritstjórinn þvertók fyrir að Grayson hafi fjallað um tölvuleik Quinn. Hótanir í kjölfarið Í kjölfarið varð Quinn skotspónn árása á samfélagsmiðlum. Henni barst mikill fjöldi hótana, sem snérust meðal annars um að nauðga henni, ganga í skrokk á henni og myrða hana auk þess að gerðar voru tilraunir til að „hakka“ tölvur hennar með það að markmiði að finna myndir og upplýsingar til að birta öðrum. Quinn var gagnrýnd fyrir skort á siðferði. Málið kveikti neista sem varð að báli; Quinn varð skotspónn árása og blaðamenn sem ekki fjölluðu um málið voru sakaðir um þöggun. Meira að segja var útbúinn „svartur listi“, þar sem þeir blaðamenn sem ekki fjölluðu um málið voru nafngreindir. Þeir sem komu Quinn til varnar, voru kallaðir „riddarar félagslegs réttlætis“. Spurningamerki voru sett við siðferði blaðamanna sem gagnrýna tölvuleiki. Fyrstur til að nota #GamergateEins ótrúlega og það hljómar er talið að fyrsti maðurinn til þess að nota hugtakið #Gamergate sé leikarinn Adam Baldwin, sem er líklega þekktastur fyrir að leika í þáttunum Firefly og kvikmyndinni Serenity, en myndin er framhald af þáttunum. Því er meðal annars haldið fram á vef International Business Times. Baldwin hefur ítrekað tjáð sig um siðferði blaðamanna í tölvuleikjaiðnaðinum. Baldwin neitar fyrir að #Gamergate hreyfingin hafi staðið að baki þessum árásum að Zoe Quinn. Wu vildi koma Quinn til Bjargar Kastljós grimmra netverja beindist svo að Brianna Wu þegar hún kom stöllu sinni Zoe Quinn til varnar. Adam Baldwin krafði Wu um afsökunarbeiðni, eftir að hún hafði fullyrt að meðlimir #Gamergate hafi staðið að baki árásum gegn Quinn. Hann minnti hana á að Quinn væri ekki sú eina sem hefði orðið fyrir árásum á netinu. Wu reyndi að friða Baldwin og bað hann að sýna gott fordæmi. Þessar tilraunir Wu til að koma Quinn til varnar eru taldar hafa reitt marga á netinu og í kjölfarið varð hún skotspónn netárása og þurfti á endanum að flýja heimili sitt. @adambaldwin That's too bad. I would have liked to have done something to change the tone of #gamergate. — Brianna Wu (@Spacekatgal) October 12, 2014.@Spacekatgal U admitted to assuming, which was exploited by anti- #GamerGate’rs & their subs’q harrassments. U won’t apologize for that? — Adam Baldwin (@AdamBaldwin) October 12, 2014Anita Sarkeesian heldur úti bloggsíðu um femínisma.Mynd/WikipediaEkki þær einu Zoe Quinn og Brianna Wu eru ekki þær einu sem hafa orðið fyrir árásum af þessu tagi. Hin kanadíska Anita Sarkeesian heldur úti bloggsíðu þar sem hún fjallar um femínisma. Sarkeesian er einnig mjög vinsæl á Twitter, með 158 þúsund fylgjendur. Hún hefur gert myndbönd þar sem hún tekur fyrir ímynd konunnar í tölvuleikjum á gagnrýninn hátt. Í kjölfarið bárust henni ýmiskonar hótanir og þurfti hún einnig að yfirgefa heimili sitt vegna hótanna, í ágústmánuði síðastliðnum. Hvort sem Adam Baldwin hefur rétt fyrir sér eður ei; um hvort að meðlimir #Gamergate standi ekki að baki þessum árásum á konur í tölvuleikjaheiminum, er ljóst að konur verða fyrir skipulegum árásum. Enn eitt dæmið um skipulega árás á konu í tölvuleikjaheiminum er frá því í fyrra, þegar undirskriftalisti fór í dreifingu, þar sem skorað var á forráðamenn fyrirtækisins GameSpot að reka blaðamanninn Carolyn Petit, sem tjáði sig um kynhlutverk í tölvuleiknum GTA V. Margþætt hreyfing #Gamergate fjallar vissulega um meira en bara konur í tölvuleikjaheiminum. En angi hreyfingarinnar virðist skipulega taka konur fyrir. Á vefnum Jezebel má til að mynda finna pistil eftir Jennifer Allaway, sem hefur rannsakað stöðu konunnar í tölvuleikjum. Hún kallar #Gamergate „haturs-hóp“ (e. Hate Group). Í pistlinum fjallar hún um reynslu sína af aðilum sem allavega sögðust vera hluti af hreyfingunni. Hún segir frá því hvernig þeir sem sögðust vera meðlimir #Gamergate komust að því að hún var að framkvæma rannsókn á ímynd konunnar í tölvuleikjum. Rannsóknin fór fram á netinu. Allaway var gert viðvart um að verið væri að ræða rannsóknina á spjallborðum sem talin eru tengjast hreyfingunni. Innan skamms höfðu mörg hundruð einstaklingar svarað könnun hennar. Svörin voru þó eins og þau áttu að vera heldur fylltu margir út þetta rafræna eyðublað með því að hóta Allaway. Í pistli sínum tekur Allway hópinn fyrir og skoðar hann út frá fræðikenningum um „haturs-hópa“. Hún vonast til þess að draga þessar hótanir og skoðanir meðlima hreyfingarinnar upp á yfirborðið. Hún segir meðlimi hópsins vera uppfulla af hræðslu. BBC fjallar um málið Rætt var um #Gamergate í þættinum Business Matters á útvapsrás BBC World Service. Þar var meðal annars rætt við Ben Gilbert, frá vefsíðunni Engadget. Í þættinum var farið yfir árásirnar sem gerðar hafa verið á konurnar. #Gamergate sætti nokkurri gagnrýni í þættinum. Í kjölfarið á því að þátturinn fór í loftið var farið að ræða málin á vefvæðinu Reddit. Sumir á vefnum voru ósáttir við umfjöllun BBC, en ljóst er að #Gamergate er margþætt hreyfing sem beytir sér ekki eingöngu fyrir árás á konur. En hluti hreyfingarinnar gerir það og svo virðist sem þekktar konur eigi erfitt að ræða ímynd kvenna í tölvuleikjum án þess að eiga á hættu að verða hótað.
Leikjavísir Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira