Audi TT auglýsing tekin á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2014 12:51 Audi er um þessar mundir að kynna nýja kynslóð TT bílsins og notaði Ísland sem bakgrunn í mögnuðu myndskeiði til að kynna gripinn. Það er reyndar Audi TTS Coupe sem notaður er í kynningarmyndskeiðinu og kemur hann svífandi frá geimnum og lendir svo á gríðarstórum lendingarpalli í ægifögru íslensku landslagi og brunar svo áfram á flottum malbikuðum vegi sem liggur um íslenskt hraun. Í upphafi myndskeiðsins sést á miðju mælaborði bílsins, þar sem leiðsögukerfi bílsins er, að áfangastaðurinn er Ísland og mynd af landinu fríða fyllir út í skjáinn. Íslenska fyrirtækið True North kom að framleiðslu myndskeiðsins og ekki er að sjá annað en að þeir hafi staðið sig vel sem fyrr. Bílar video Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Audi er um þessar mundir að kynna nýja kynslóð TT bílsins og notaði Ísland sem bakgrunn í mögnuðu myndskeiði til að kynna gripinn. Það er reyndar Audi TTS Coupe sem notaður er í kynningarmyndskeiðinu og kemur hann svífandi frá geimnum og lendir svo á gríðarstórum lendingarpalli í ægifögru íslensku landslagi og brunar svo áfram á flottum malbikuðum vegi sem liggur um íslenskt hraun. Í upphafi myndskeiðsins sést á miðju mælaborði bílsins, þar sem leiðsögukerfi bílsins er, að áfangastaðurinn er Ísland og mynd af landinu fríða fyllir út í skjáinn. Íslenska fyrirtækið True North kom að framleiðslu myndskeiðsins og ekki er að sjá annað en að þeir hafi staðið sig vel sem fyrr.
Bílar video Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent