Körfubolti

Tröllatvenna hjá Hardy og Haukar unnu meistaraefnin úr Keflavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lele Hardy var öflug í kvöld.
Lele Hardy var öflug í kvöld. Vísir/Vilhelm
Haukar og Snæfell unnu leiki sína í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Haukar unnu tveggja stiga sigur á meistaraefnunum úr Keflavík en Íslandsmeistarar Snæfells unnu á sama tíma 21 stigs sigur á KR í Vesturbænum.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Ásvöllum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir neðan.

Lele Hardy bar með 29 stig og 26 fráköst þegar Haukar unnu tveggja stiga sigur á Keflavík en Keflavíkurkonum var á dögunum spáð yfirburðarsigri í deildinni.

Það voru miklar sveiflur í leiknum en frábær byrjun í fjórða leikhlutanum gerði á endanum útslagið fyrir Hafnarfjarðarliðið. Dagbjört Samúelsdóttir skoraði 16 stig fyrir Hauka þar af sjö þeirra i lokaleikhlutanum og Sylvía Hálfdanardóttir var með 15 stig. Carmen Tyson-Thomas skoraði mest fyrir keflavík eða 21 stig og Sara Rún Hinriksdóttir var með 15 stig.

Haukar unnu fyrsta leikhlutann 22-12 en Keflavík var fjórum stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 56-52, eftir að hafa unnið 2. og 3. leikhlutann 44-30. Haukkonur skoruðu þrettán fyrstu stigin í fjórða leikhlutanum og lönduðu síðan óvæntum en glæsilegum sigri þótt að Keflavíkurliðið hafi sótt að þeim í lokin.

Snæfell vann 75-54 útisigur á KR í DHL-höllinni eftir að hafa verið þrettán stigum yfir í hálfleik, 39-26. KR-konur komu sér aftur inn í leikinn með því að vinna þriðja leikhlutann 16-8 en Hólmarar voru mun sterkari í lokaleikhlutanum sem liðið vann 28-12.

Hildur Sigurðardóttir skoraði 27 stig fyrir KR og þær Kristen McCarthy og Gunnhildur Gunnarsdóttir voru báðar með 14 stig. Brittany Wilson skoraði 18 stig fyrir KR og Björg Guðrún Einarsdóttir var með 12 stig á móti uppeldisfélaginu sínu.

Snæfell hefur þar með unnu tvo fyrstu leiki sína alveg eins og Grindavík en bæði lið Hauka og Keflavíkur eru með einn sigur og eitt tap eftir tvær umferðir.



KR-Snæfell 54-75 (12-24, 14-15, 16-8, 12-28)

KR: Brittnay Wilson 18/6 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 12, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 8/7 fráköst, Eyrún Líf Sigurðardóttir 5, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 4/6 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 2.

Snæfell: Hildur Sigurdardottir 27/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14, Kristen Denise McCarthy 14/10 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 3/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2/5 fráköst, María Björnsdóttir 1/4 fráköst.



Haukar-Keflavík 74-72 (22-12, 15-18, 15-26, 22-16)

Haukar: LeLe Hardy 29/26 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 16, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 15/6 fráköst, Inga Rún Svansdóttir 7, Sólrún Inga Gísladóttir 3, Þóra Kristín Jónsdóttir 2, Auður Íris Ólafsdóttir 2/6 fráköst/6 stoðsendingar.

Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 24/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 15/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 10/8 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 8/8 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 4, Bríet Sif Hinriksdóttir 4, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 1. 

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×