Sævar Poetrix stendur við orð sín: „Hún hlýtur að vita ekki betur“ Bjarki Ármannsson skrifar 11. október 2014 20:33 Sævar vinnur um þessar mundir að bókinni Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama. Vísir/Vilhelm „Ég hef eiginlega ekki skoðun á þessu og ætla ekki að fara að rífast við hana í fjölmiðlum. Mér finnst það ekki málið. Þess vegna er svar mitt bara að hún hlýtur að vita ekki betur.“ Þetta segir rapparinn Sævar Poetrix sem vinnur um þessar mundir að bókinni Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama. Supriya Sunneva Kolandavelu, systir Sævars, hefur á Facebook-síðu sinni gagnrýnt harkalega brot úr bókinni þar sem hann lýsir ömurlegri æsku. „Ég sé ekki neinn rosalegan tilgang í því að vera að dæma fólk út um allan bæ eða ákveða hvað er satt fyrir það,“ segir Sævar um pistil systur sinnar. „Það er ekki mitt að gera uppgjör á upplifunum annarra. Hvað varðar æsku mína, og af hverju hún segir þetta lygi, hún hlýtur bara að vita ekki betur.“Ekki eitt orð ósatt Í fyrsta broti sem Sævar birti úr bókinni fyrirhuguðu lýsir hann meðal annars áfengisvanda móður sinnar og segist hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu stjúpföður síns. Supryia sagði margt vera rangt í frásögn Sævars og að hann máli móður þeirra upp sem „skrímsli“ og stjúpföður þeirra sem „djöfulinn.“ „Ég held að það sé hægt að verja sannleikann án þess að fordæma annað fólk fyrir mistök sín, sama hversu ógeðsleg þau eru,“ segir Sævar. „Þótt frá minni hlið sé ekki eitt orð ósatt. En almennt séð þá er það alveg þekkt og viðbúið að fólk bindist kvölurum sínum böndum og haldi yfir þeim verndarhendi. Ég held að það sé meira að segja til eitthvað læknisfræðilegt heiti yfir þetta, en ég hef aldrei verið aðdáandi svona niðurnjörvana.“ Hann hefur litlar áhyggjur af eftirmálum ummæla Supryia. „Allt þetta havarí, að segja eitthvað slæmt um mig sem gæti rústað samfélagslegri ímynd minni og trúverðugleika ... fyrir útkomu bókarinnar Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama,“ segir hann kíminn. „And your point is?“Stormurinn kemur seinna Sævar birti í kvöld annað brot úr bókinni þar sem hann er orðinn töluvert eldri og búinn að gefa út plötuna Fyrir lengra komna . Hann segir að „dramasögur“ úr æsku sinni verði langt í frá aðalatriðið í bókinni og að fyrsta sýnishornið sem birtist sé „áhrifalítið“ miðað við afganginn. „Þú átt von á rússíbanareið í gegnum upplifanir söguhetju í leit að frelsi í gegnum alla óheilögustu hluti sem fyrirfinnast, fíkniefni, hórdóm og brot á viðteknum venjum,“ segir hann um skrif sín. „Þú ert að fara að lesa sögu manns sem er búinn að taka allar rangar ákvarðanir í leit sinni að ævintýrum.“Þannig að þetta er bara rétt að byrja? „Vatnið er byrjað að gárast, stormurinn kemur seinna.“ Tengdar fréttir Gagnrýnir bók bróður síns harðlega „Ég myndi fúslega viðurkenna þetta allt saman ef þetta væri satt.“ 10. október 2014 16:19 "Ætli þetta hafi ekki bara verið spurning um að deyja eða frelsa sjálfan sig“ Sævar Poetrix sendir frá sér opinskáa bók um líf sitt. 9. október 2014 17:30 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
„Ég hef eiginlega ekki skoðun á þessu og ætla ekki að fara að rífast við hana í fjölmiðlum. Mér finnst það ekki málið. Þess vegna er svar mitt bara að hún hlýtur að vita ekki betur.“ Þetta segir rapparinn Sævar Poetrix sem vinnur um þessar mundir að bókinni Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama. Supriya Sunneva Kolandavelu, systir Sævars, hefur á Facebook-síðu sinni gagnrýnt harkalega brot úr bókinni þar sem hann lýsir ömurlegri æsku. „Ég sé ekki neinn rosalegan tilgang í því að vera að dæma fólk út um allan bæ eða ákveða hvað er satt fyrir það,“ segir Sævar um pistil systur sinnar. „Það er ekki mitt að gera uppgjör á upplifunum annarra. Hvað varðar æsku mína, og af hverju hún segir þetta lygi, hún hlýtur bara að vita ekki betur.“Ekki eitt orð ósatt Í fyrsta broti sem Sævar birti úr bókinni fyrirhuguðu lýsir hann meðal annars áfengisvanda móður sinnar og segist hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu stjúpföður síns. Supryia sagði margt vera rangt í frásögn Sævars og að hann máli móður þeirra upp sem „skrímsli“ og stjúpföður þeirra sem „djöfulinn.“ „Ég held að það sé hægt að verja sannleikann án þess að fordæma annað fólk fyrir mistök sín, sama hversu ógeðsleg þau eru,“ segir Sævar. „Þótt frá minni hlið sé ekki eitt orð ósatt. En almennt séð þá er það alveg þekkt og viðbúið að fólk bindist kvölurum sínum böndum og haldi yfir þeim verndarhendi. Ég held að það sé meira að segja til eitthvað læknisfræðilegt heiti yfir þetta, en ég hef aldrei verið aðdáandi svona niðurnjörvana.“ Hann hefur litlar áhyggjur af eftirmálum ummæla Supryia. „Allt þetta havarí, að segja eitthvað slæmt um mig sem gæti rústað samfélagslegri ímynd minni og trúverðugleika ... fyrir útkomu bókarinnar Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama,“ segir hann kíminn. „And your point is?“Stormurinn kemur seinna Sævar birti í kvöld annað brot úr bókinni þar sem hann er orðinn töluvert eldri og búinn að gefa út plötuna Fyrir lengra komna . Hann segir að „dramasögur“ úr æsku sinni verði langt í frá aðalatriðið í bókinni og að fyrsta sýnishornið sem birtist sé „áhrifalítið“ miðað við afganginn. „Þú átt von á rússíbanareið í gegnum upplifanir söguhetju í leit að frelsi í gegnum alla óheilögustu hluti sem fyrirfinnast, fíkniefni, hórdóm og brot á viðteknum venjum,“ segir hann um skrif sín. „Þú ert að fara að lesa sögu manns sem er búinn að taka allar rangar ákvarðanir í leit sinni að ævintýrum.“Þannig að þetta er bara rétt að byrja? „Vatnið er byrjað að gárast, stormurinn kemur seinna.“
Tengdar fréttir Gagnrýnir bók bróður síns harðlega „Ég myndi fúslega viðurkenna þetta allt saman ef þetta væri satt.“ 10. október 2014 16:19 "Ætli þetta hafi ekki bara verið spurning um að deyja eða frelsa sjálfan sig“ Sævar Poetrix sendir frá sér opinskáa bók um líf sitt. 9. október 2014 17:30 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Gagnrýnir bók bróður síns harðlega „Ég myndi fúslega viðurkenna þetta allt saman ef þetta væri satt.“ 10. október 2014 16:19
"Ætli þetta hafi ekki bara verið spurning um að deyja eða frelsa sjálfan sig“ Sævar Poetrix sendir frá sér opinskáa bók um líf sitt. 9. október 2014 17:30
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“