Tónleikar sem munu breyta lífi þínu 11. október 2014 14:09 Í kvöld munu hljómsveitirnar Ourlives & Himbrimi slá til veislu á Gamla Gauknum. Miðaverð er 1500 og húsið opnar klukkan 21:00. Miðasala við hurð. Þótt lítið hafi heyrst í Ourlives að undanförnu þá hefur hljómsveitin ekki setið auðum höndum og er óhætt að segja að það er nóg að gera þessa dagana hjá þeim. Hljómsveitin er í þann mund að gefa út sína fyrstu breiðskífu utan Íslands þann 14. október næstkomandi og nefnist hún Den Of Lions, hún mun koma út í Bandaríkjunum á vínyl sem og á stafrænu formi á öllum helstu tónlistarveitum á netinu. Lög eftir hljómsveitina hafa hljómað ótt og títt á sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum að undanförnu, má þar nefna ABC, NBC, CW og MTV og hafa yfir 19 lög verið spiluð í þáttum á borð við About a boy, Emely Owens, The Fosters, Teen Mom2, Awkward og fleira. Ourlives sendi frá sér fyrir skemmstu glænýtt lag sem nefnist Higher Hopes og er það er komið í spilun bæði á Xinu og á Rás 2. Einnig opnaði hljómsveitin nýlega heimasíðu en slóðin er www.ourlivesiceland.com. Himbrimi er hljómsveit sem hefur komið eins og hressandi vatnsgusa í þurri eyðurmerkurgöngu inn í íslenska tónlistarbransann. Himbrimi var stofnað fyrir ári síðan og samanstendur af fimm meðlimum Margréti Rúnarsdóttur, Birki Rafni Gíslassyni, Hálfdáni Árnassyni, Agli Rafnssyni og Skúla Arasyni. Margrét og Birkir eru stofnendur hljómsveitarinnar og semja flest lögin og texta. Hljómsveitin hefur hljóðritað nýtt efni á plötu og hefur nú nýlega gefið út fyrsta lagið Highway sem er spilun á X-inu og Rás 2. Það er væntanlegt nýtt og og myndband frá hljómsveitinni. Harmageddon Mest lesið Lýðræði, kynjaskipting, skólabúningar og sköpun í skólum Hjallastefnunnar Harmageddon „Öfgasósíalistar tekið yfir stærstu stéttarfélög landsins“ Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Villi naglbítur var landsliðsmaður í handbolta Harmageddon Íslensk hljómsveit hitar upp fyrir The Pixies Harmageddon Púlsinn 15.ágúst 2014 Harmageddon "Þetta er besta platan okkar“ Harmageddon Nýtt og ógnvekjandi útlit hjá Slipknot Harmageddon Norður-Kórea sést varla frá alþjóðlegu geimstöðinni Harmageddon Stjörnuspeki og stjörnufræði nánast það sama Harmageddon
Í kvöld munu hljómsveitirnar Ourlives & Himbrimi slá til veislu á Gamla Gauknum. Miðaverð er 1500 og húsið opnar klukkan 21:00. Miðasala við hurð. Þótt lítið hafi heyrst í Ourlives að undanförnu þá hefur hljómsveitin ekki setið auðum höndum og er óhætt að segja að það er nóg að gera þessa dagana hjá þeim. Hljómsveitin er í þann mund að gefa út sína fyrstu breiðskífu utan Íslands þann 14. október næstkomandi og nefnist hún Den Of Lions, hún mun koma út í Bandaríkjunum á vínyl sem og á stafrænu formi á öllum helstu tónlistarveitum á netinu. Lög eftir hljómsveitina hafa hljómað ótt og títt á sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum að undanförnu, má þar nefna ABC, NBC, CW og MTV og hafa yfir 19 lög verið spiluð í þáttum á borð við About a boy, Emely Owens, The Fosters, Teen Mom2, Awkward og fleira. Ourlives sendi frá sér fyrir skemmstu glænýtt lag sem nefnist Higher Hopes og er það er komið í spilun bæði á Xinu og á Rás 2. Einnig opnaði hljómsveitin nýlega heimasíðu en slóðin er www.ourlivesiceland.com. Himbrimi er hljómsveit sem hefur komið eins og hressandi vatnsgusa í þurri eyðurmerkurgöngu inn í íslenska tónlistarbransann. Himbrimi var stofnað fyrir ári síðan og samanstendur af fimm meðlimum Margréti Rúnarsdóttur, Birki Rafni Gíslassyni, Hálfdáni Árnassyni, Agli Rafnssyni og Skúla Arasyni. Margrét og Birkir eru stofnendur hljómsveitarinnar og semja flest lögin og texta. Hljómsveitin hefur hljóðritað nýtt efni á plötu og hefur nú nýlega gefið út fyrsta lagið Highway sem er spilun á X-inu og Rás 2. Það er væntanlegt nýtt og og myndband frá hljómsveitinni.
Harmageddon Mest lesið Lýðræði, kynjaskipting, skólabúningar og sköpun í skólum Hjallastefnunnar Harmageddon „Öfgasósíalistar tekið yfir stærstu stéttarfélög landsins“ Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Villi naglbítur var landsliðsmaður í handbolta Harmageddon Íslensk hljómsveit hitar upp fyrir The Pixies Harmageddon Púlsinn 15.ágúst 2014 Harmageddon "Þetta er besta platan okkar“ Harmageddon Nýtt og ógnvekjandi útlit hjá Slipknot Harmageddon Norður-Kórea sést varla frá alþjóðlegu geimstöðinni Harmageddon Stjörnuspeki og stjörnufræði nánast það sama Harmageddon