Lokatölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 11. október 2014 10:09 Þrátt fyrir að sumarið hafi verið lélegt í laxinum víða settu margir í maríulaxana sína Mynd: KL Þá liggja fyrir lokatölur úr laxveiðiánum eftir þetta sumarið að undanskildum ánum sem byggja veiði á seiðasleppingum en í þeim er veitt til 20. október. Veiðisumarið 2014 fer í bækurnar sem eitt það lakasta í heildarveiði þrátt fyrir að margar árnar á norðurlandi hafi átt góðu gengi að fagna. Veiðin var sýnu verst á vesturlandi og nokkrar ár þar til að mynda Langá, Hítará, Grímsá, Laxá í Kjós, Álftá, Andakílsá, Norðurá, Laxá í Dölum og nokkrar til viðbótar hafi átt sín lélegustu ár frá 1975 þegar núverandi form veiðiskráninga hófst. Ef listinn er skoðaður eru samanburðartölurnar frá metsumrinu 2013 og gefa þess vegna ekki alveg rétta mynd af niðursveiflunni. Laxá á Ásum, Blanda og Miðfjarðará eru til að mynda að skila góðri veiði í sumar og þar á bæ var meira af tveggja ára laxi en í meðalári. 60-70% hlutfall tveggja ára laxa er til að mynda ekki óalgengt í veiðibókumá norðurlandi og sama var upp í Þverá og Kjarrá. Það stefnir í að það verði aðeins ein á sem á möguleika á að fara í 3000 laxa og það er Ytri Rangá en veiðin í henni síðustu daga hefur verið ágæt og dæmi um að veiðimenn fari heim með 10 laxa eftir daginn sem er þó farinn að styttast vel vegna sólarleysis. Topp 10 listinn er hér fyrir neðan og listann í heild sinni má finna á www.angling.isVeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangirVeiði 2013Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki.9. 10. 20142905205461Eystri-Rangá8. 10. 20142479184797Blanda1. 10. 2014Lokatölur 1931142611Miðfjarðará1. 10. 2014Lokatölur 1694103667Þverá + Kjarará17. 9. 2014Lokatölur 1195143373Laxá á Ásum24. 9. 2014Lokatölur 100621062Selá í Vopnafirði1. 10. 2014Lokatölur 100471664Norðurá17. 9. 2014Lokatölur 924153351Stóra-Laxá1. 10. 2014Lokatölur 882101776Laxá í Aðaldal1. 10. 2014Lokatölur 849181009 Stangveiði Mest lesið Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Rólegt í Tungufljóti; talsvert af sjóbirtingi við Syðri-Hólma Veiði Núna er tíminn til að fara á kastnámskeið Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði
Þá liggja fyrir lokatölur úr laxveiðiánum eftir þetta sumarið að undanskildum ánum sem byggja veiði á seiðasleppingum en í þeim er veitt til 20. október. Veiðisumarið 2014 fer í bækurnar sem eitt það lakasta í heildarveiði þrátt fyrir að margar árnar á norðurlandi hafi átt góðu gengi að fagna. Veiðin var sýnu verst á vesturlandi og nokkrar ár þar til að mynda Langá, Hítará, Grímsá, Laxá í Kjós, Álftá, Andakílsá, Norðurá, Laxá í Dölum og nokkrar til viðbótar hafi átt sín lélegustu ár frá 1975 þegar núverandi form veiðiskráninga hófst. Ef listinn er skoðaður eru samanburðartölurnar frá metsumrinu 2013 og gefa þess vegna ekki alveg rétta mynd af niðursveiflunni. Laxá á Ásum, Blanda og Miðfjarðará eru til að mynda að skila góðri veiði í sumar og þar á bæ var meira af tveggja ára laxi en í meðalári. 60-70% hlutfall tveggja ára laxa er til að mynda ekki óalgengt í veiðibókumá norðurlandi og sama var upp í Þverá og Kjarrá. Það stefnir í að það verði aðeins ein á sem á möguleika á að fara í 3000 laxa og það er Ytri Rangá en veiðin í henni síðustu daga hefur verið ágæt og dæmi um að veiðimenn fari heim með 10 laxa eftir daginn sem er þó farinn að styttast vel vegna sólarleysis. Topp 10 listinn er hér fyrir neðan og listann í heild sinni má finna á www.angling.isVeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangirVeiði 2013Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki.9. 10. 20142905205461Eystri-Rangá8. 10. 20142479184797Blanda1. 10. 2014Lokatölur 1931142611Miðfjarðará1. 10. 2014Lokatölur 1694103667Þverá + Kjarará17. 9. 2014Lokatölur 1195143373Laxá á Ásum24. 9. 2014Lokatölur 100621062Selá í Vopnafirði1. 10. 2014Lokatölur 100471664Norðurá17. 9. 2014Lokatölur 924153351Stóra-Laxá1. 10. 2014Lokatölur 882101776Laxá í Aðaldal1. 10. 2014Lokatölur 849181009
Stangveiði Mest lesið Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Rólegt í Tungufljóti; talsvert af sjóbirtingi við Syðri-Hólma Veiði Núna er tíminn til að fara á kastnámskeið Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði