Árni Stefán dæmdur fyrir ummæli um Dalsmynni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2014 11:17 Árni Stefán Árnason lögfræðingur. Vísir/Getty/Stefán Árni Stefán Árnason, lögfræðingur var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur fyrir meiðyrði í garð Ástu Sigurðardóttur, eiganda hundaræktarinnar Dalsmynnis. Þá þarf Árni Stefán að greiða Ástu 200 þúsund krónur í miskabætur og alls 400 þúsund krónur í málskostnað Ástu og Dalsmynnis. Lögfræðingurinn þarf að birta dóminn, forsendur hans og dómsorð á bloggsíðu sinni. Ásta hafði farið fram á að Árni Stefán yrði dæmdur til að birta dóminn í fjölmiðlum en þeirri kröfu var hafnað. Ásta fór fram á að átta ummæli sem Árni lét falla í fréttum á DV.is annars vegar og hins vegar sjónvarpsþættinum Málinu yrðu dæmd ógild og ómerk. Þá var þess krafist að Árni greiddi Ástu tvær milljónir króna í miskabætur.Í dómnum kemur fram að eftirfarlin þrjú ummæli skuli dæmd dauð og ómerk: „Dýraníð að Dalsmynni.“ „Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðað allt að tveggja ára fangelsi.“ „Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“ Dómurinn sýknaði Árna Stefán af kröfu um ómerkingu ummælanna hér að neðan: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ „Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ „Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“ „Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“ „Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“ Tengdar fréttir Hundaræktandinn á Dalsmynni vill ógilda átta fullyrðingar Forstöðumaður Hundaræktarinnar krefur Árna Stefán Árnason lögfræðing um tvær milljónir króna í miskabætur fyrir átta ærumeiðandi ummæli sem hann lét falla um fyrirtækið í fyrra. 1. september 2014 11:30 Hvolpurinn kostar 350 þúsund krónur Ásta í Dalsmynni segir kolsvarta starfsemi fara fram í hundaræktun hér á landi og því sæti hún ofsóknum, með umdeilda starfsemi sína. Ásta vill fá tvær milljónir frá lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni vegna meiðyrða. 1. september 2014 12:05 Segir dýraníð á Dalsmynni en hefur aldrei komið þangað Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur, eiganda Hundaræktunarinnar í Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. september 2014 13:52 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Árni Stefán Árnason, lögfræðingur var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur fyrir meiðyrði í garð Ástu Sigurðardóttur, eiganda hundaræktarinnar Dalsmynnis. Þá þarf Árni Stefán að greiða Ástu 200 þúsund krónur í miskabætur og alls 400 þúsund krónur í málskostnað Ástu og Dalsmynnis. Lögfræðingurinn þarf að birta dóminn, forsendur hans og dómsorð á bloggsíðu sinni. Ásta hafði farið fram á að Árni Stefán yrði dæmdur til að birta dóminn í fjölmiðlum en þeirri kröfu var hafnað. Ásta fór fram á að átta ummæli sem Árni lét falla í fréttum á DV.is annars vegar og hins vegar sjónvarpsþættinum Málinu yrðu dæmd ógild og ómerk. Þá var þess krafist að Árni greiddi Ástu tvær milljónir króna í miskabætur.Í dómnum kemur fram að eftirfarlin þrjú ummæli skuli dæmd dauð og ómerk: „Dýraníð að Dalsmynni.“ „Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðað allt að tveggja ára fangelsi.“ „Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“ Dómurinn sýknaði Árna Stefán af kröfu um ómerkingu ummælanna hér að neðan: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ „Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ „Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“ „Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“ „Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“
Tengdar fréttir Hundaræktandinn á Dalsmynni vill ógilda átta fullyrðingar Forstöðumaður Hundaræktarinnar krefur Árna Stefán Árnason lögfræðing um tvær milljónir króna í miskabætur fyrir átta ærumeiðandi ummæli sem hann lét falla um fyrirtækið í fyrra. 1. september 2014 11:30 Hvolpurinn kostar 350 þúsund krónur Ásta í Dalsmynni segir kolsvarta starfsemi fara fram í hundaræktun hér á landi og því sæti hún ofsóknum, með umdeilda starfsemi sína. Ásta vill fá tvær milljónir frá lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni vegna meiðyrða. 1. september 2014 12:05 Segir dýraníð á Dalsmynni en hefur aldrei komið þangað Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur, eiganda Hundaræktunarinnar í Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. september 2014 13:52 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Hundaræktandinn á Dalsmynni vill ógilda átta fullyrðingar Forstöðumaður Hundaræktarinnar krefur Árna Stefán Árnason lögfræðing um tvær milljónir króna í miskabætur fyrir átta ærumeiðandi ummæli sem hann lét falla um fyrirtækið í fyrra. 1. september 2014 11:30
Hvolpurinn kostar 350 þúsund krónur Ásta í Dalsmynni segir kolsvarta starfsemi fara fram í hundaræktun hér á landi og því sæti hún ofsóknum, með umdeilda starfsemi sína. Ásta vill fá tvær milljónir frá lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni vegna meiðyrða. 1. september 2014 12:05
Segir dýraníð á Dalsmynni en hefur aldrei komið þangað Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur, eiganda Hundaræktunarinnar í Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. september 2014 13:52