Árni Stefán dæmdur fyrir ummæli um Dalsmynni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2014 11:17 Árni Stefán Árnason lögfræðingur. Vísir/Getty/Stefán Árni Stefán Árnason, lögfræðingur var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur fyrir meiðyrði í garð Ástu Sigurðardóttur, eiganda hundaræktarinnar Dalsmynnis. Þá þarf Árni Stefán að greiða Ástu 200 þúsund krónur í miskabætur og alls 400 þúsund krónur í málskostnað Ástu og Dalsmynnis. Lögfræðingurinn þarf að birta dóminn, forsendur hans og dómsorð á bloggsíðu sinni. Ásta hafði farið fram á að Árni Stefán yrði dæmdur til að birta dóminn í fjölmiðlum en þeirri kröfu var hafnað. Ásta fór fram á að átta ummæli sem Árni lét falla í fréttum á DV.is annars vegar og hins vegar sjónvarpsþættinum Málinu yrðu dæmd ógild og ómerk. Þá var þess krafist að Árni greiddi Ástu tvær milljónir króna í miskabætur.Í dómnum kemur fram að eftirfarlin þrjú ummæli skuli dæmd dauð og ómerk: „Dýraníð að Dalsmynni.“ „Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðað allt að tveggja ára fangelsi.“ „Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“ Dómurinn sýknaði Árna Stefán af kröfu um ómerkingu ummælanna hér að neðan: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ „Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ „Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“ „Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“ „Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“ Tengdar fréttir Hundaræktandinn á Dalsmynni vill ógilda átta fullyrðingar Forstöðumaður Hundaræktarinnar krefur Árna Stefán Árnason lögfræðing um tvær milljónir króna í miskabætur fyrir átta ærumeiðandi ummæli sem hann lét falla um fyrirtækið í fyrra. 1. september 2014 11:30 Hvolpurinn kostar 350 þúsund krónur Ásta í Dalsmynni segir kolsvarta starfsemi fara fram í hundaræktun hér á landi og því sæti hún ofsóknum, með umdeilda starfsemi sína. Ásta vill fá tvær milljónir frá lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni vegna meiðyrða. 1. september 2014 12:05 Segir dýraníð á Dalsmynni en hefur aldrei komið þangað Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur, eiganda Hundaræktunarinnar í Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. september 2014 13:52 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Árni Stefán Árnason, lögfræðingur var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur fyrir meiðyrði í garð Ástu Sigurðardóttur, eiganda hundaræktarinnar Dalsmynnis. Þá þarf Árni Stefán að greiða Ástu 200 þúsund krónur í miskabætur og alls 400 þúsund krónur í málskostnað Ástu og Dalsmynnis. Lögfræðingurinn þarf að birta dóminn, forsendur hans og dómsorð á bloggsíðu sinni. Ásta hafði farið fram á að Árni Stefán yrði dæmdur til að birta dóminn í fjölmiðlum en þeirri kröfu var hafnað. Ásta fór fram á að átta ummæli sem Árni lét falla í fréttum á DV.is annars vegar og hins vegar sjónvarpsþættinum Málinu yrðu dæmd ógild og ómerk. Þá var þess krafist að Árni greiddi Ástu tvær milljónir króna í miskabætur.Í dómnum kemur fram að eftirfarlin þrjú ummæli skuli dæmd dauð og ómerk: „Dýraníð að Dalsmynni.“ „Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðað allt að tveggja ára fangelsi.“ „Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“ Dómurinn sýknaði Árna Stefán af kröfu um ómerkingu ummælanna hér að neðan: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ „Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ „Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“ „Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“ „Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“
Tengdar fréttir Hundaræktandinn á Dalsmynni vill ógilda átta fullyrðingar Forstöðumaður Hundaræktarinnar krefur Árna Stefán Árnason lögfræðing um tvær milljónir króna í miskabætur fyrir átta ærumeiðandi ummæli sem hann lét falla um fyrirtækið í fyrra. 1. september 2014 11:30 Hvolpurinn kostar 350 þúsund krónur Ásta í Dalsmynni segir kolsvarta starfsemi fara fram í hundaræktun hér á landi og því sæti hún ofsóknum, með umdeilda starfsemi sína. Ásta vill fá tvær milljónir frá lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni vegna meiðyrða. 1. september 2014 12:05 Segir dýraníð á Dalsmynni en hefur aldrei komið þangað Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur, eiganda Hundaræktunarinnar í Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. september 2014 13:52 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Hundaræktandinn á Dalsmynni vill ógilda átta fullyrðingar Forstöðumaður Hundaræktarinnar krefur Árna Stefán Árnason lögfræðing um tvær milljónir króna í miskabætur fyrir átta ærumeiðandi ummæli sem hann lét falla um fyrirtækið í fyrra. 1. september 2014 11:30
Hvolpurinn kostar 350 þúsund krónur Ásta í Dalsmynni segir kolsvarta starfsemi fara fram í hundaræktun hér á landi og því sæti hún ofsóknum, með umdeilda starfsemi sína. Ásta vill fá tvær milljónir frá lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni vegna meiðyrða. 1. september 2014 12:05
Segir dýraníð á Dalsmynni en hefur aldrei komið þangað Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur, eiganda Hundaræktunarinnar í Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. september 2014 13:52