Lífið

Húsráð: AB-mjólk sem gluggafilma

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það eina sem þarf er AB-mjólk, málningarteip, málningarbakki og málningarrúlla.
Það eina sem þarf er AB-mjólk, málningarteip, málningarbakki og málningarrúlla. Mynd/Ásta Björk
Ásta Björk Harðardóttir sagði á dögunum frá ansi góðu húsráði á blogginu sínu raudarvarir.com. Húsráðið gengur út á það að gera gluggafilmu úr AB-mjólk.

Ásta segist hafa séð húsráðið á Facebook-hópnum Skreytum hús og ákveðið að sýna á blogginu hvernig henni gekk með það.

Það eina sem þarf er AB-mjólk, málningarteip, málningarbakki og málningarrúlla.  

AB-mjólkinni er einfaldlega „máluð“ á gluggann, eins og sjá má á myndunum hér að neðan.

Ásta segir svo að hún hafi beðið í um það bil þrjár klukkustundir en þá hafi AB-mjólkin verið farin að líta út eins og filma.

Eftir 5 klukkutíma var mjólkin svo orðin þurr og fjarlægði Ásta þá teipið.

Ásta tekur það fram að hún viti ekki hvað þetta endist lengi og þá sé ekki ráðlagt að gera þetta í gluggum í herbergjum þar sem er mikill raki, eins og í eldhúsinu eða á baðinu.

Engu að síður mjög gott húsráð!

Málningarteip er sett í gluggann áður en AB-mjólkin er sett á.Mynd/Ásta Björk
AB-mjólkin var byrjuð að líta út eins og gluggafilma eftir 3 klst.Mynd/Ásta Björk
Hér má sjá afraksturinn: AB-mjólkin orðin að gluggafilmu.Mynd/Ásta Björk





Fleiri fréttir

Sjá meira


×