„Þetta er algjörlega ómetanlegur þáttur fyrir ferðaþjónustuna“ Stefán Árni skrifar 9. nóvember 2014 18:32 „Þetta er fyrsta kvöldið mitt og ég er mjög spennt,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, sem var mætti á Iceland Airwaves í Hörpunni í gærkvöldi. Hún var þar ásamt flokkssystur sinni Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. „Ég skellti mér á fimmtudaginn og sá skoskan gítarista og hún var frábær og það er ótrúlega gaman að kynnast nýjum listamönnum,“ segir Þorbjörg. Kvöldið lagðist vel í ráðherrann. „Það eina sem er erfitt á þessari hátíð, er að velja. Maður þyrfti eiginlega að klóna sig á svona kvöldum. Við erum með lista og ætlum að fylgja planinu í kvöld.“ Þorbjörg segir að hátíðin sé einstaklega vel skipulögð og Íslendingar ættu skilið hrós fyrir það. Þær vinkonurnar voru síðan á leiðinni á tónleika með Samaris. „Ég er búinn að fara á þessa hátíð í mörg ár og þetta er orðið allt annað í dag en fyrir nokkrum árum. Núna er þetta alvöru hátíð og Harpan er frábær fyrir svona viðburði,“ segir Þorbjörg. „Það er bara svo frábært að sjá hvernig húsið fúnkerar. Þú getur verið með hámenningalegt Óperuprógramm í öllum sölum eða svona popphátíð og þetta virkar allt saman,“ segir Ragnheiður og bætir við að hvað sem fólki finnst um að ráðist hafi verið í byggingu Hörpunnar þá sýni hún sannarlega notagildi sitt á svona dögum. „Ég sem ráðherra ferðamála geri mér algjörlega grein fyrir því hversu mikil landkynning þessi hátíð er fyrir okkur Íslendinga. Ég finn fyrir því, liggur við, á degi hverjum. Þetta er sextánda sinn sem þessi hátíð er haldin. Núna eru níu þúsund gestir og þar af fimm þúsund frá útlöndum, og þetta í nóvember. Ég keyrði niður Laugarveginn í dag og sá fullt af fólki, bærinn alveg stappaður og fullt á öllum veitingastöðum. Þetta er algjörlega ómetanlegur þáttur fyrir ferðaþjónustuna.“ Þorbjörg hefur ferðast töluvert til Bandaríkjanna síðastliðið ár. „Það er bara með ólíkindum hvað margir vita af þessari hátíð og ekki síður hvað margir vita af Íslandi. Ég bjó í Bandaríkjunum í fimmtán ár og þá var ég ítrekað spurð hvað það tæki langan tíma að keyra til Íslands. Þetta hefur algjörlega breyst.“ Airwaves Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
„Þetta er fyrsta kvöldið mitt og ég er mjög spennt,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, sem var mætti á Iceland Airwaves í Hörpunni í gærkvöldi. Hún var þar ásamt flokkssystur sinni Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. „Ég skellti mér á fimmtudaginn og sá skoskan gítarista og hún var frábær og það er ótrúlega gaman að kynnast nýjum listamönnum,“ segir Þorbjörg. Kvöldið lagðist vel í ráðherrann. „Það eina sem er erfitt á þessari hátíð, er að velja. Maður þyrfti eiginlega að klóna sig á svona kvöldum. Við erum með lista og ætlum að fylgja planinu í kvöld.“ Þorbjörg segir að hátíðin sé einstaklega vel skipulögð og Íslendingar ættu skilið hrós fyrir það. Þær vinkonurnar voru síðan á leiðinni á tónleika með Samaris. „Ég er búinn að fara á þessa hátíð í mörg ár og þetta er orðið allt annað í dag en fyrir nokkrum árum. Núna er þetta alvöru hátíð og Harpan er frábær fyrir svona viðburði,“ segir Þorbjörg. „Það er bara svo frábært að sjá hvernig húsið fúnkerar. Þú getur verið með hámenningalegt Óperuprógramm í öllum sölum eða svona popphátíð og þetta virkar allt saman,“ segir Ragnheiður og bætir við að hvað sem fólki finnst um að ráðist hafi verið í byggingu Hörpunnar þá sýni hún sannarlega notagildi sitt á svona dögum. „Ég sem ráðherra ferðamála geri mér algjörlega grein fyrir því hversu mikil landkynning þessi hátíð er fyrir okkur Íslendinga. Ég finn fyrir því, liggur við, á degi hverjum. Þetta er sextánda sinn sem þessi hátíð er haldin. Núna eru níu þúsund gestir og þar af fimm þúsund frá útlöndum, og þetta í nóvember. Ég keyrði niður Laugarveginn í dag og sá fullt af fólki, bærinn alveg stappaður og fullt á öllum veitingastöðum. Þetta er algjörlega ómetanlegur þáttur fyrir ferðaþjónustuna.“ Þorbjörg hefur ferðast töluvert til Bandaríkjanna síðastliðið ár. „Það er bara með ólíkindum hvað margir vita af þessari hátíð og ekki síður hvað margir vita af Íslandi. Ég bjó í Bandaríkjunum í fimmtán ár og þá var ég ítrekað spurð hvað það tæki langan tíma að keyra til Íslands. Þetta hefur algjörlega breyst.“
Airwaves Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira