Körfubolti

Nýi Kaninn hjá Snæfelli kláraði Þór

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, er líklega ekki í neinu hátíðarskapi í kvöld.
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, er líklega ekki í neinu hátíðarskapi í kvöld. vísir/vilhelm
Frábær lokaleikhluti hjá Snæfelli skilaði liðinu tveim stigum í Þorlákshöfn í kvöld.

Þór leiddi allan leikinn en Snæfell vann lokaleikhlutann, 12-20, og tryggði sér sigur.

Nýi Kaninn hjá Snæfelli, Chris Woods, fór hamförum. Skoraði 33 stig og tók 22 fráköst.

Snæfell er í fimmta sæti Dominos-deildarinnar en Þór því sjöunda.

Þór Þ.-Snæfell 94-96 (32-26, 25-24, 25-26, 12-20)

Þór Þ.: Emil Karel Einarsson 26/9 fráköst, Vincent Sanford 25, Tómas Heiðar Tómasson 11/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 11/8 fráköst, Oddur Ólafsson 9/5 stoðsendingar, Nemanja Sovic 8, Halldór Garðar Hermannsson 4, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.

Snæfell: Christopher Woods 33/22 fráköst, Stefán Karel Torfason 22/7 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 18/6 fráköst, Austin Magnus Bracey 14/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Snjólfur Björnsson 2, Sindri Davíðsson 0, Jón Páll Gunnarsson 0, Jóhann Kristófer Sævarsson 0, Finnbogi Þór Leifsson 0, Almar Njáll Hinriksson 0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×