Sagði sig úr stjórn Skraflfélagsins eftir deilur um samsett orð Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. nóvember 2014 15:21 Jóhannes Benediktsson hér til vinstri og Sigurður Arnet til hægri. Þeir félagar halda Íslandsmótið um helgina. Einn maður hefur yfirgefið stjórn Skraflfélags Íslands vegna deilna um hversu langt eigi að ganga í að skrifa reglur um samsett orð. Stjórnarmaðurinn sem hætti vildi að settar yrðu nákvæmar og ítarlegar reglur um hvaða samsett orð mætti nota í spilinu. Meirihluti stjórnarinnar var honum ekki sammála og ákvað hann því að hætta. Úrsögnin kemur á slæmum tíma fyrir stjórnina sem heldur annað Íslandsmótið í Skrafli næstu helgi. „Við vorum búin að rífast um þetta í óþægilega langan tíma,“ segir Jóhannes Benediktsson, annar stjórnarmaður og bætir við: „Deilan byrjaði fyrir um tíu dögum síðan og harðnaði svo fyrir um þremur dögum síðan, þar sem ýmis stór samsett orð voru látin falla. En það var stutt í mót og við urðum að höggva á hnútinn.“ Nútíminn greindi frá málinu fyrr í dag.Mikið hitamál Sigurður Arent situr einnig í stjórn Skraflfélags Íslands. Hann segir þetta hafa verið mikið hitamál frá því í fyrra. „Við vorum með reglur í fyrra sem sátt ríkti um að mestu leyti. En það voru skiptar skoðanir um samsettu orðin.“ Að sögn þeirra félaga hefur grunnreglan verið sú að notast eigi við orð sem eru í orðabók. „En það eru nokkur orð sem eru ekki í orðabók sem ættu að vera fullkomlega gild. Til dæmis orð eins og óvinsæll. Ef við ætluðum að halda okkur við orðabókarskilgreiningar þá mætti ekki nota það orð,“ útskýrir Sigurður. Jóhannes tekur í svipaðan streng. „Okkur finnst mikilvægt að hafa reglurnar skýrar þannig að það sé ekki deilt um málin þegar í mótið er komið. Ef orðið er í orðabók þá má nota það. Síðan mun dómari skera úr um hvaða orð sem ekki eru í orðabók megi nota. Þá fer það eftir máltilfinningu dómarans hvaða orð megi nota. Að mínu mati á að leyf orð sem maður myndi ekki hnjóta um ef maður sæi þau í texta,“ segir Jóhannes. Hann bætir við að þetta verði eins og íþróttakappleikir, þar sem dómari þurfi að taka ákvörðun á staðnum sem spilarar þurfi að hlýða. „Þetta verður svona eins og fótbolta, málvitund dómara verður notuð til að skera úr um deiluatriði. Hann þarf að taka ákvörðun á staðnum svo að spilið geti haldið áfram. Annars er hætt við að rökræðurnar og rifrildin verði flókin í kjölfarið.“ Eftir deilurnar varð þessi regla um samsettu orðin ofan á: „Frumlegar samsetningar eru ekki leyfilegar. Ef samsett orð finnst ekki í orðabók sker dómari úr um hvort orðið er leyfilegt eða ekki. Dæmi um leyfileg orð sem ekki eru í orðabók: Óvinsæll, marmaragólf, hárlaus. Dæmi um óleyfileg orð sem ekki eru í orðabók: Söngléttur, uxamær, kattarkjóll.“Reglur félagsins eru annars stuttar en nákvæmar.Skrafl nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi.Ekki í fyrsta sinn sem deilt er Jóhannes segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem deilt sé innan stjórnar Skraflfélagsins. „Í fyrra var deilt um spurnarmyndir sagna. Hvort það mætti nota orð eins og „heyrðu“. Niðurstaðan varð sú að eintölumynd slíkra orða mætti nota, en ekki fleirtölu mynd.“ Sigurður segir að það sé mikilvægt að hafa reglurnar sem einfaldastar. „Við viljum hafa þær aðgengilegar og skýrar. Við viljum fá sem flesta á mótið og ekki fæla fólk frá. Það er hætt við að einhverjir myndu setja flóknar reglur fyrir sig og jafnvel hætta við að mæta.“ Jóhannes er sammála. „Við byggjum reglurnar okkar á norsku reglunum. Þar eru þær stuttar, einfaldar. Allt klippt og skorið.“ Jóhannes segir að vissulega sé leiðinlegt að einn stjórnarmeðlimur hafi hætt. „Auðvitað kemur þetta á leiðinlegum tíma. En hann er í fullum rétti að hætta. Stjórn Skraflfélagsins óskar honum bara velfarnaðar á nýjum vettvangi.“Samfélagið í stöðugum vexti Þeir félagar segja skráninguna á mótið næstu helga vera góða og að skraflsamfélagið á Íslandi sé í stöðugum vexti, enda henti íslenskan vel til þess að spila Skrafl. „Við höfum verið að hittast á Café Haítí fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Þar hafa verið að mæta frá fimmtán og upp í fimmtíu manns. Það eru 1350 manns skráðir á Facebook-síðuna og það eru um tvö þúsund manns sem spila skrafl á netinu. Á hverju kvöldi eru um fimmtíu manns sem þar eru að spila,“ segir Jóhannes og heldur áfram: „Íslenskan fellur vel að skrafli. Til dæmis bætum við greininum fyrir aftan orð, sem gerir það að verkum að maður getur sífellt bætt við orð sem lögð eru niður í skrafli.“ Mótið fer fram í Friðarhúsinu á horni Snorrabrautar og Njálsgötu. Hægt er að skrá sig með því að senda skraflfélaginu póst. Sigurður Arent gerir sér grein fyrir að mótið er á sama tíma og tónlistarhátíðin Icelandic Airwaves. „Já, þetta er kannski ekki alveg sami markhópurinn. Skráningin á mótið er mun betri en í fyrra. Samt er nóg af lausu plássi fyrir áhugasama. Bara um að gera að senda okkur póst.“ Airwaves Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Einn maður hefur yfirgefið stjórn Skraflfélags Íslands vegna deilna um hversu langt eigi að ganga í að skrifa reglur um samsett orð. Stjórnarmaðurinn sem hætti vildi að settar yrðu nákvæmar og ítarlegar reglur um hvaða samsett orð mætti nota í spilinu. Meirihluti stjórnarinnar var honum ekki sammála og ákvað hann því að hætta. Úrsögnin kemur á slæmum tíma fyrir stjórnina sem heldur annað Íslandsmótið í Skrafli næstu helgi. „Við vorum búin að rífast um þetta í óþægilega langan tíma,“ segir Jóhannes Benediktsson, annar stjórnarmaður og bætir við: „Deilan byrjaði fyrir um tíu dögum síðan og harðnaði svo fyrir um þremur dögum síðan, þar sem ýmis stór samsett orð voru látin falla. En það var stutt í mót og við urðum að höggva á hnútinn.“ Nútíminn greindi frá málinu fyrr í dag.Mikið hitamál Sigurður Arent situr einnig í stjórn Skraflfélags Íslands. Hann segir þetta hafa verið mikið hitamál frá því í fyrra. „Við vorum með reglur í fyrra sem sátt ríkti um að mestu leyti. En það voru skiptar skoðanir um samsettu orðin.“ Að sögn þeirra félaga hefur grunnreglan verið sú að notast eigi við orð sem eru í orðabók. „En það eru nokkur orð sem eru ekki í orðabók sem ættu að vera fullkomlega gild. Til dæmis orð eins og óvinsæll. Ef við ætluðum að halda okkur við orðabókarskilgreiningar þá mætti ekki nota það orð,“ útskýrir Sigurður. Jóhannes tekur í svipaðan streng. „Okkur finnst mikilvægt að hafa reglurnar skýrar þannig að það sé ekki deilt um málin þegar í mótið er komið. Ef orðið er í orðabók þá má nota það. Síðan mun dómari skera úr um hvaða orð sem ekki eru í orðabók megi nota. Þá fer það eftir máltilfinningu dómarans hvaða orð megi nota. Að mínu mati á að leyf orð sem maður myndi ekki hnjóta um ef maður sæi þau í texta,“ segir Jóhannes. Hann bætir við að þetta verði eins og íþróttakappleikir, þar sem dómari þurfi að taka ákvörðun á staðnum sem spilarar þurfi að hlýða. „Þetta verður svona eins og fótbolta, málvitund dómara verður notuð til að skera úr um deiluatriði. Hann þarf að taka ákvörðun á staðnum svo að spilið geti haldið áfram. Annars er hætt við að rökræðurnar og rifrildin verði flókin í kjölfarið.“ Eftir deilurnar varð þessi regla um samsettu orðin ofan á: „Frumlegar samsetningar eru ekki leyfilegar. Ef samsett orð finnst ekki í orðabók sker dómari úr um hvort orðið er leyfilegt eða ekki. Dæmi um leyfileg orð sem ekki eru í orðabók: Óvinsæll, marmaragólf, hárlaus. Dæmi um óleyfileg orð sem ekki eru í orðabók: Söngléttur, uxamær, kattarkjóll.“Reglur félagsins eru annars stuttar en nákvæmar.Skrafl nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi.Ekki í fyrsta sinn sem deilt er Jóhannes segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem deilt sé innan stjórnar Skraflfélagsins. „Í fyrra var deilt um spurnarmyndir sagna. Hvort það mætti nota orð eins og „heyrðu“. Niðurstaðan varð sú að eintölumynd slíkra orða mætti nota, en ekki fleirtölu mynd.“ Sigurður segir að það sé mikilvægt að hafa reglurnar sem einfaldastar. „Við viljum hafa þær aðgengilegar og skýrar. Við viljum fá sem flesta á mótið og ekki fæla fólk frá. Það er hætt við að einhverjir myndu setja flóknar reglur fyrir sig og jafnvel hætta við að mæta.“ Jóhannes er sammála. „Við byggjum reglurnar okkar á norsku reglunum. Þar eru þær stuttar, einfaldar. Allt klippt og skorið.“ Jóhannes segir að vissulega sé leiðinlegt að einn stjórnarmeðlimur hafi hætt. „Auðvitað kemur þetta á leiðinlegum tíma. En hann er í fullum rétti að hætta. Stjórn Skraflfélagsins óskar honum bara velfarnaðar á nýjum vettvangi.“Samfélagið í stöðugum vexti Þeir félagar segja skráninguna á mótið næstu helga vera góða og að skraflsamfélagið á Íslandi sé í stöðugum vexti, enda henti íslenskan vel til þess að spila Skrafl. „Við höfum verið að hittast á Café Haítí fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Þar hafa verið að mæta frá fimmtán og upp í fimmtíu manns. Það eru 1350 manns skráðir á Facebook-síðuna og það eru um tvö þúsund manns sem spila skrafl á netinu. Á hverju kvöldi eru um fimmtíu manns sem þar eru að spila,“ segir Jóhannes og heldur áfram: „Íslenskan fellur vel að skrafli. Til dæmis bætum við greininum fyrir aftan orð, sem gerir það að verkum að maður getur sífellt bætt við orð sem lögð eru niður í skrafli.“ Mótið fer fram í Friðarhúsinu á horni Snorrabrautar og Njálsgötu. Hægt er að skrá sig með því að senda skraflfélaginu póst. Sigurður Arent gerir sér grein fyrir að mótið er á sama tíma og tónlistarhátíðin Icelandic Airwaves. „Já, þetta er kannski ekki alveg sami markhópurinn. Skráningin á mótið er mun betri en í fyrra. Samt er nóg af lausu plássi fyrir áhugasama. Bara um að gera að senda okkur póst.“
Airwaves Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira