Viðrar illa til rjúpnaveiða um helgina Karl Lúðvíksson skrifar 1. nóvember 2014 17:45 Núna er önnur helgin þar sem leyfilegt er að ganga til rjúpna og það verður að segjast eins og er að veðurguðirnir hafa verið rjúpunni hliðhollir það sem af er tímabili. Opnunarhelgin gaf heldur litla veiði heilt yfir og af þeim fimmtán veiðimönnum sem við höfðum samband við voru tveir sem náðu í jólamatinn á þeirri helgi. Aðrir voru að fá einn til fjóra fugla en mjög margir fengu ekkert. Í gær var veður afleitt um allt land og líklega fáir sem fóru á fjöll. Veðrið í dag var skaplegra víða en hlýindi og úrkoma voru þó að gera veiðimönnum lífið heldur leitt og þær fréttir sem við höfum af veiðimönnum eftir daginn í dag eru heldur daprar. Dæmi eru um að gengið hafi verið í fjóra til sex tíma á veiðivænlegum slóðum án þess að sjá fugl eða ummerki eftir fugl. En svo er lukkan stundum með mönnum eins og greinarhöfundi sem var vakinn af tengdaföður sínum og dreginn viljugur mjög á fætur til að ná í jólamatinn. Það var ekki farið langt en aðeins austur fyrir fjall þar sem mikið var af mannskap eins og endranær sem vakti þó nokkra furðu vegna veðurs en hlýtt var á veiðislóðum og einhver úrkoma. Þegar bílnum var lagt var gengið af stað og rétt um 100 metra frá bílnum sáust fjórar rjúpur og féllu tvær fyrir höglum veiðimanna. Þetta byrjaði aldeilis vel og gaf góða von um meiri veiði í dag. Eftir að hafa bætt 15 kílómetrum undir fætur og skó, gengið í mosóttu, grýttu, aurleðju landslaginu sem tekist var á við í dag var afraksturinn þessir tveir fuglar sem lágu í byrjun og ekki var að heyra á þeim mönnum sem voru á veiðum á þessum slóðum að nokkuð líf hafi verið þarna í kring. Þrátt fyrir þetta er góður göngutúr að baki og það týnist í jólamatinn, einn fugl í einu. Veður Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði
Núna er önnur helgin þar sem leyfilegt er að ganga til rjúpna og það verður að segjast eins og er að veðurguðirnir hafa verið rjúpunni hliðhollir það sem af er tímabili. Opnunarhelgin gaf heldur litla veiði heilt yfir og af þeim fimmtán veiðimönnum sem við höfðum samband við voru tveir sem náðu í jólamatinn á þeirri helgi. Aðrir voru að fá einn til fjóra fugla en mjög margir fengu ekkert. Í gær var veður afleitt um allt land og líklega fáir sem fóru á fjöll. Veðrið í dag var skaplegra víða en hlýindi og úrkoma voru þó að gera veiðimönnum lífið heldur leitt og þær fréttir sem við höfum af veiðimönnum eftir daginn í dag eru heldur daprar. Dæmi eru um að gengið hafi verið í fjóra til sex tíma á veiðivænlegum slóðum án þess að sjá fugl eða ummerki eftir fugl. En svo er lukkan stundum með mönnum eins og greinarhöfundi sem var vakinn af tengdaföður sínum og dreginn viljugur mjög á fætur til að ná í jólamatinn. Það var ekki farið langt en aðeins austur fyrir fjall þar sem mikið var af mannskap eins og endranær sem vakti þó nokkra furðu vegna veðurs en hlýtt var á veiðislóðum og einhver úrkoma. Þegar bílnum var lagt var gengið af stað og rétt um 100 metra frá bílnum sáust fjórar rjúpur og féllu tvær fyrir höglum veiðimanna. Þetta byrjaði aldeilis vel og gaf góða von um meiri veiði í dag. Eftir að hafa bætt 15 kílómetrum undir fætur og skó, gengið í mosóttu, grýttu, aurleðju landslaginu sem tekist var á við í dag var afraksturinn þessir tveir fuglar sem lágu í byrjun og ekki var að heyra á þeim mönnum sem voru á veiðum á þessum slóðum að nokkuð líf hafi verið þarna í kring. Þrátt fyrir þetta er góður göngutúr að baki og það týnist í jólamatinn, einn fugl í einu.
Veður Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði