Sendiráðin í eigu erlendra ríkja metin á rúman milljarð Kjartan Atli Kjartansson og Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. nóvember 2014 15:11 Hér má sjá nokkur af sendiráðunum hér á landi. Kínverska sendiráðið er í lang verðmætasta húsnæðinu af öllum sendiráðum hér á Íslandi, sé miðað við fasteignamat og brunabótamat. Fasteignamat kínverska sendiráðsis er 394 milljónir króna. Sendiráð Rússlands er í næst verðmætasta húsnæðinu, miðað við fasteignamat, en það er metið á 184 og hálfa milljón króna. Norska sendiráðið er aftur á móti næst verðmætast sé miðað við brunabótamat, en það hljóðar upp á 232 milljónir króna. Nokkuð ósamræmi er í brunabótamati og fasteignamati þar, en fasteignamatið er 167 milljónir.Hér að neðan má sjá staðsetningu allra skráðra sendiráða á Íslandi. Bláu punktarnir tákna þau sendiráð sem eru í eigu erlendra ríkja. Appelsínugulu punktarnir tákna sendiráð sem eru í leiguhúsnæði, eða þá að upplýsingar liggja ekki fyrir. Húsnæði bandaríska sendiráðsins við Laufásveg er líklega þekktasta sendiráð erlends ríkis hér á landi. Það er metið á 128 milljónir samkvæmt fasteignamati, en brunabótamat er 185 milljónir króna. Alls eru 14 ríki með skráð sendiráð hér á landi, eins og kemur fram í gögnum Utanríkisráðuneytisins. Auk ríkjanna 14 er Evrópusambandið með sendiráð hér á landi. Einnig eru nokkrar aðalræðisskrifstofur, til dæmis halda Ítalir og Hollendingar úti slíkum skrifstofum. Af ríkjunum fjórtán sem eru með sendiráð hér á landi eru átta þeirra í húsnæði sem ríkin eiga sjálf, samkvæmt fasteignaskrá. Hér að ofan má sjá staðsetningu allra sendiráða á Íslandi og með því að færa bendilinn yfir punktana sem tákna sendiráðin má sjá fasteignamat og brunabótamat hvers húsnæðis, þar sem þær upplýsingar liggja fyrir. Sum sendiráðanna eru í leiguhúsnæði og er verðmæti þess hluta húsnæðis sem sendiráðin leigja ekki sérstaklega tilgreindur hjá fasteignaskrá. Árið 2010 sagði Vísir frá því að kínverska sendiráðið hefði fest kaup á húsnæði við Skúlagötu 51, sem síðar varð Bríetartún. Húsnæðið er tæplega 4200 fermetrar og keyptu Kínverjar húsið af félaginu 2007 ehf. Hús og heimili Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Kínverska sendiráðið er í lang verðmætasta húsnæðinu af öllum sendiráðum hér á Íslandi, sé miðað við fasteignamat og brunabótamat. Fasteignamat kínverska sendiráðsis er 394 milljónir króna. Sendiráð Rússlands er í næst verðmætasta húsnæðinu, miðað við fasteignamat, en það er metið á 184 og hálfa milljón króna. Norska sendiráðið er aftur á móti næst verðmætast sé miðað við brunabótamat, en það hljóðar upp á 232 milljónir króna. Nokkuð ósamræmi er í brunabótamati og fasteignamati þar, en fasteignamatið er 167 milljónir.Hér að neðan má sjá staðsetningu allra skráðra sendiráða á Íslandi. Bláu punktarnir tákna þau sendiráð sem eru í eigu erlendra ríkja. Appelsínugulu punktarnir tákna sendiráð sem eru í leiguhúsnæði, eða þá að upplýsingar liggja ekki fyrir. Húsnæði bandaríska sendiráðsins við Laufásveg er líklega þekktasta sendiráð erlends ríkis hér á landi. Það er metið á 128 milljónir samkvæmt fasteignamati, en brunabótamat er 185 milljónir króna. Alls eru 14 ríki með skráð sendiráð hér á landi, eins og kemur fram í gögnum Utanríkisráðuneytisins. Auk ríkjanna 14 er Evrópusambandið með sendiráð hér á landi. Einnig eru nokkrar aðalræðisskrifstofur, til dæmis halda Ítalir og Hollendingar úti slíkum skrifstofum. Af ríkjunum fjórtán sem eru með sendiráð hér á landi eru átta þeirra í húsnæði sem ríkin eiga sjálf, samkvæmt fasteignaskrá. Hér að ofan má sjá staðsetningu allra sendiráða á Íslandi og með því að færa bendilinn yfir punktana sem tákna sendiráðin má sjá fasteignamat og brunabótamat hvers húsnæðis, þar sem þær upplýsingar liggja fyrir. Sum sendiráðanna eru í leiguhúsnæði og er verðmæti þess hluta húsnæðis sem sendiráðin leigja ekki sérstaklega tilgreindur hjá fasteignaskrá. Árið 2010 sagði Vísir frá því að kínverska sendiráðið hefði fest kaup á húsnæði við Skúlagötu 51, sem síðar varð Bríetartún. Húsnæðið er tæplega 4200 fermetrar og keyptu Kínverjar húsið af félaginu 2007 ehf.
Hús og heimili Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira