Ljósastaurar með hleðslu fyrir rafmagnsbíla Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2014 11:56 BMW i8 tvinnbíll. Helst hræðsla þeirra sem kaupa rafmagnsbíla er að fáar hleðslustöðvar eru enn fyrir slíka bíla. Þetta vilja BMW menn leysa með því að útbúa nýja ljósastaura með hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla og eru þegar byrjaðir að setja upp slíka staura í Munchen í Þýskalandi. Hugmyndin er sniðug en í ljósastaurum er einmitt það til staðar sem þarf til að bæta hleðslustöð við þá og er ekki mjög kostnaðarsöm viðbót. BMW hefur þegar útbúið tvær gerðir af slíkum hleðslustöðvum og verða þær komnar í notkun á næsta ári. Þeir sem hlaða bíla sína á þessum staurum þurfa að sjálfsögðu að borga fyrir hleðsluna, en það gera þeir gegnum farsíma sinn eftir að hafa hlaðið niður sérstöku appi til þess arna. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent
Helst hræðsla þeirra sem kaupa rafmagnsbíla er að fáar hleðslustöðvar eru enn fyrir slíka bíla. Þetta vilja BMW menn leysa með því að útbúa nýja ljósastaura með hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla og eru þegar byrjaðir að setja upp slíka staura í Munchen í Þýskalandi. Hugmyndin er sniðug en í ljósastaurum er einmitt það til staðar sem þarf til að bæta hleðslustöð við þá og er ekki mjög kostnaðarsöm viðbót. BMW hefur þegar útbúið tvær gerðir af slíkum hleðslustöðvum og verða þær komnar í notkun á næsta ári. Þeir sem hlaða bíla sína á þessum staurum þurfa að sjálfsögðu að borga fyrir hleðsluna, en það gera þeir gegnum farsíma sinn eftir að hafa hlaðið niður sérstöku appi til þess arna.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent