Strákarnir í sjónvarpsþættinum Áttan á Bravó hafa vakið mikla athygli fyrir óborganleg uppátæki.
Nýjasta uppátækið þeirra er að fá söngvarann Geir Ólafsson, sem gengur oft undir nafninu „Blue Eyes“, til að taka fimmtíu armbeygjur í einni beit.
„Ég gæti tekið meira en það er betra að vera öruggur,“ segir Geir í meðfylgjandi myndbroti áður en hann dembir sér í armbeygjurnar.
Eins og sést blæs Geir varla úr nös og er afar hraustur.
Sjáið myndbandið: Geir Ólafs tekur fimmtíu armbeygjur
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar