Miðasala hafin í litahlaupið Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 10:00 The Color Run verður haldið í fyrsta skipti á Íslandi laugardaginn 6. júní 2015 og miðasala er hafin á miði.is. Hlaupið er fimm kílómetra langt og verður fjöldi hlaupara takmarkaður við sex þúsund. Líklegt er að verði barist um miðana þar sem rúmlega fjögur þúsund manns líkar við Facebook-síðu litahlaupsins. The Color Run hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og yfir tvö hundruð hlaup hafa verið haldin í meira en fjörutíu löndum. Hlaupið er hluti af norrænni herferð en árið 2014 hefur The Color Run verið haldið í Danmörku og Svíþjóð en Noregur og Finnland eru einnig fyrirhuguð árið 2015. Nákvæm hlaupaleið verður tilkynnt á næstu vikum en unnið er að því að finna hentuga leið í miðborg Reykjavíkur. The Color Run á Íslandi er tileinkað réttindum barna og stefnt er að því að 5 milljónir króna renni til góðgerðarmála vegna viðburðarins. Gestur Steinþórsson, einn af forsvarsmönnum hlaupsins segir viðburðinn hafa fengið frábærar viðtökur og ánægjulegt sé að geta boðið Íslendingum að taka þátt í þessu heimsþekkta hlaupi. „Grunngildi hlaupsins eru heilsa, hamingja og tjáningafrelsi einstaklingsins. Þetta verður fyrst og fremst skemmtilegt hlaup og keppendur verða vægast sagt skrautlegir við endamarkið eftir að hafa verið útataðir litum. Framlag og stuðningur Alvogen og annarra samstarfsaðila gerir okkur kleift að styðja með myndarlegum hætti við góðgerðarmál sem tengjast réttindum barna. Það eru allir velkomnir í The Color Run og tímataka verður aukaatriði“ segir Gestur. Innifalið í miðaverði hlaupsins er keppnisbolur, poki af litapúðri, Bai5 orkudrykkur, Milt þvottaefni til að hreinsa fatnað eftir hlaupið og aðgangur í eftirpartý auk þess sem þátttakendur styrkja gott málefni. Upphitun hefst klukkan 9 6. júní 2015 og fyrstu hlauparar leggja af stað klukkan 11. Í hlaupinu sjálfu fá keppendur yfir sig litaský með reglulegu millibili og koma skrautlegir í mark og taka þátt í skemmtilegu eftirpartýi þar sem tónlist og litagleði verða áfram í aðalhlutverki. Mest lesið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið
The Color Run verður haldið í fyrsta skipti á Íslandi laugardaginn 6. júní 2015 og miðasala er hafin á miði.is. Hlaupið er fimm kílómetra langt og verður fjöldi hlaupara takmarkaður við sex þúsund. Líklegt er að verði barist um miðana þar sem rúmlega fjögur þúsund manns líkar við Facebook-síðu litahlaupsins. The Color Run hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og yfir tvö hundruð hlaup hafa verið haldin í meira en fjörutíu löndum. Hlaupið er hluti af norrænni herferð en árið 2014 hefur The Color Run verið haldið í Danmörku og Svíþjóð en Noregur og Finnland eru einnig fyrirhuguð árið 2015. Nákvæm hlaupaleið verður tilkynnt á næstu vikum en unnið er að því að finna hentuga leið í miðborg Reykjavíkur. The Color Run á Íslandi er tileinkað réttindum barna og stefnt er að því að 5 milljónir króna renni til góðgerðarmála vegna viðburðarins. Gestur Steinþórsson, einn af forsvarsmönnum hlaupsins segir viðburðinn hafa fengið frábærar viðtökur og ánægjulegt sé að geta boðið Íslendingum að taka þátt í þessu heimsþekkta hlaupi. „Grunngildi hlaupsins eru heilsa, hamingja og tjáningafrelsi einstaklingsins. Þetta verður fyrst og fremst skemmtilegt hlaup og keppendur verða vægast sagt skrautlegir við endamarkið eftir að hafa verið útataðir litum. Framlag og stuðningur Alvogen og annarra samstarfsaðila gerir okkur kleift að styðja með myndarlegum hætti við góðgerðarmál sem tengjast réttindum barna. Það eru allir velkomnir í The Color Run og tímataka verður aukaatriði“ segir Gestur. Innifalið í miðaverði hlaupsins er keppnisbolur, poki af litapúðri, Bai5 orkudrykkur, Milt þvottaefni til að hreinsa fatnað eftir hlaupið og aðgangur í eftirpartý auk þess sem þátttakendur styrkja gott málefni. Upphitun hefst klukkan 9 6. júní 2015 og fyrstu hlauparar leggja af stað klukkan 11. Í hlaupinu sjálfu fá keppendur yfir sig litaský með reglulegu millibili og koma skrautlegir í mark og taka þátt í skemmtilegu eftirpartýi þar sem tónlist og litagleði verða áfram í aðalhlutverki.
Mest lesið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið