Ford Mondeo fyrirtækjabíll ársins í Danmörku Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2014 10:19 Ford Mondeo árgerð 2015. Frændur okkar í Jyllands Posten í Danmörku kjósa ár hvert þann bíl sem þeir telja besta kostinn fyrir fyrirtæki að kaupa. Í ár völdu þeir Ford Mondeo sem fyrirtækjabíl ársins, eða BusinessBilen 2015. Ford Mondeo var valinn umfram þrjá aðra bíla sem komust í úrslit, en það voru Volkswagen Passat, Volvo V60 og Audi A4. Dómnefndin taldi sérstaklega til úthugsaða innréttingu Ford Mondeo. Stillingamöguleikar framsætanna og nuddpúðar sem í þeim eru heilluðu dómnefndina, en í hvoru sæti eru 11 nuddpúðar sem auka á vellíðan farþega í akstri. Ford Mondeo er ,líkt og nýr Volkswagen Passat, af nýrri gerð sem verið er að kynna þessa dagana. Með þessari tilnefningu Ford Mondeo aukast möguleikarnir á því að hann verði einnig fyrir valinu sem bíll ársins í Danmörku, en tilkynnt verður um það val næstkomandi miðvikudag. Með vali sínu nú er hann kominn í hóp 6 bíla sem um bíl ársins keppa þetta árið. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Innlent
Frændur okkar í Jyllands Posten í Danmörku kjósa ár hvert þann bíl sem þeir telja besta kostinn fyrir fyrirtæki að kaupa. Í ár völdu þeir Ford Mondeo sem fyrirtækjabíl ársins, eða BusinessBilen 2015. Ford Mondeo var valinn umfram þrjá aðra bíla sem komust í úrslit, en það voru Volkswagen Passat, Volvo V60 og Audi A4. Dómnefndin taldi sérstaklega til úthugsaða innréttingu Ford Mondeo. Stillingamöguleikar framsætanna og nuddpúðar sem í þeim eru heilluðu dómnefndina, en í hvoru sæti eru 11 nuddpúðar sem auka á vellíðan farþega í akstri. Ford Mondeo er ,líkt og nýr Volkswagen Passat, af nýrri gerð sem verið er að kynna þessa dagana. Með þessari tilnefningu Ford Mondeo aukast möguleikarnir á því að hann verði einnig fyrir valinu sem bíll ársins í Danmörku, en tilkynnt verður um það val næstkomandi miðvikudag. Með vali sínu nú er hann kominn í hóp 6 bíla sem um bíl ársins keppa þetta árið.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Innlent