Hanna Birna hættir Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2014 13:41 Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér í dag en Lekamálið hefur reynst henni erfitt. vísir Uppfært klukkan 15:20Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna afsagnar sinnar. Þar segist hún hætta sem innanríkisráðherra en ætla að sitja áfram sem þingmaður. Þannig axli hún ábyrgð. Allt um yfirlýsingu Hönnu Birnu hér.Í spilaranum neðst í fréttinni má hlusta á þegar Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, afhenti fjölmiðlum yfirlýsingu ráðherra.Frétt Vísis frá fyrr í dag Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis mun Hanna Birna Kristjánsdóttir segja af sér sem innanríkisráðherra í dag. Þröngum hópi í kringum Hönnu Birnu var kunnugt um þetta, eða allt þar til klukkan um 13:30, að þetta fór að spyrjast út. Fréttamenn 365 reyndu að ná tali af Hönnu Birnu við ráðuneytið um 14:15, en hún fór inn bakdyramegin hússins þannig að ekki tókst að fá hana til að tjá sig um tíðindin. Nútíminn greindi fyrstur frá málinu en síðan aðrir miðlar.Sjá einnig: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Heimildir Vísis herma að Hanna Birna hafi tilkynnt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bjarna Benediktssyni um þessa ákvörðun sína símleiðis skömmu fyrir hádegi í dag en hún mætti ekki á ríkisstjórnarfund í morgun. Hanna Birna mun jafnframt hafa tilkynnt nánstu samstarfsmönnum sínum ákvörðun sína fyrr í dag. Þá mun víst þykja að Hanna Birna ætli ekki segja af sér sem varaformaður Sjálftæðisflokksins, né mun hún hætta á þingi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Vísi hefur ekki tekist að ná í Hönnu Birnu vegna málsins ennþá, né Þóreyju Vilhjálmsdóttur, aðstoðarkonu hennar. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sagðist í samtali við fréttastofu ekki vita neitt um málið.Sjá einnig: Sjálfstæðismenn koma af fjöllum Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, sagði fyrr í dag, í samtali við Vísi, að Hanna Birna sé nú á ríkisstjórnarfundi. En vildi að öðru leyti ekki tjá sig neitt um málið. Forsætisráðherra er að hans sögn nú á leið til Hafnar til að sitja miðstjórnarfund Framsóknarflokksins.Sjá einnig: „Vona innilega að hún segi af sér“Uppfært kl. 14:00 Vísir var að tala við Guðlaug Þór Þórðarson sitjandi þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, og hann sagði að sér væri ekki kunnugt um að Hanna Birna ætlaði að segja af sér. Sér þætti þetta sérkennilegur tími til slíks, þessi dagur væri ekki góður til að segja af sér ráðherradómi. Ekki hefur verið boðað til þingflokksfundar, eftir því sem Guðlaugur Þór best veit -- og hann ætti að vita það.Uppfært kl.14:45Upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að yfirlýsingar frá Hönnu Birnu sé að vænta. Lekamálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Uppfært klukkan 15:20Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna afsagnar sinnar. Þar segist hún hætta sem innanríkisráðherra en ætla að sitja áfram sem þingmaður. Þannig axli hún ábyrgð. Allt um yfirlýsingu Hönnu Birnu hér.Í spilaranum neðst í fréttinni má hlusta á þegar Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, afhenti fjölmiðlum yfirlýsingu ráðherra.Frétt Vísis frá fyrr í dag Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis mun Hanna Birna Kristjánsdóttir segja af sér sem innanríkisráðherra í dag. Þröngum hópi í kringum Hönnu Birnu var kunnugt um þetta, eða allt þar til klukkan um 13:30, að þetta fór að spyrjast út. Fréttamenn 365 reyndu að ná tali af Hönnu Birnu við ráðuneytið um 14:15, en hún fór inn bakdyramegin hússins þannig að ekki tókst að fá hana til að tjá sig um tíðindin. Nútíminn greindi fyrstur frá málinu en síðan aðrir miðlar.Sjá einnig: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Heimildir Vísis herma að Hanna Birna hafi tilkynnt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bjarna Benediktssyni um þessa ákvörðun sína símleiðis skömmu fyrir hádegi í dag en hún mætti ekki á ríkisstjórnarfund í morgun. Hanna Birna mun jafnframt hafa tilkynnt nánstu samstarfsmönnum sínum ákvörðun sína fyrr í dag. Þá mun víst þykja að Hanna Birna ætli ekki segja af sér sem varaformaður Sjálftæðisflokksins, né mun hún hætta á þingi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Vísi hefur ekki tekist að ná í Hönnu Birnu vegna málsins ennþá, né Þóreyju Vilhjálmsdóttur, aðstoðarkonu hennar. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sagðist í samtali við fréttastofu ekki vita neitt um málið.Sjá einnig: Sjálfstæðismenn koma af fjöllum Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, sagði fyrr í dag, í samtali við Vísi, að Hanna Birna sé nú á ríkisstjórnarfundi. En vildi að öðru leyti ekki tjá sig neitt um málið. Forsætisráðherra er að hans sögn nú á leið til Hafnar til að sitja miðstjórnarfund Framsóknarflokksins.Sjá einnig: „Vona innilega að hún segi af sér“Uppfært kl. 14:00 Vísir var að tala við Guðlaug Þór Þórðarson sitjandi þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, og hann sagði að sér væri ekki kunnugt um að Hanna Birna ætlaði að segja af sér. Sér þætti þetta sérkennilegur tími til slíks, þessi dagur væri ekki góður til að segja af sér ráðherradómi. Ekki hefur verið boðað til þingflokksfundar, eftir því sem Guðlaugur Þór best veit -- og hann ætti að vita það.Uppfært kl.14:45Upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að yfirlýsingar frá Hönnu Birnu sé að vænta.
Lekamálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira