Hanna Birna hættir Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2014 13:41 Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér í dag en Lekamálið hefur reynst henni erfitt. vísir Uppfært klukkan 15:20Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna afsagnar sinnar. Þar segist hún hætta sem innanríkisráðherra en ætla að sitja áfram sem þingmaður. Þannig axli hún ábyrgð. Allt um yfirlýsingu Hönnu Birnu hér.Í spilaranum neðst í fréttinni má hlusta á þegar Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, afhenti fjölmiðlum yfirlýsingu ráðherra.Frétt Vísis frá fyrr í dag Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis mun Hanna Birna Kristjánsdóttir segja af sér sem innanríkisráðherra í dag. Þröngum hópi í kringum Hönnu Birnu var kunnugt um þetta, eða allt þar til klukkan um 13:30, að þetta fór að spyrjast út. Fréttamenn 365 reyndu að ná tali af Hönnu Birnu við ráðuneytið um 14:15, en hún fór inn bakdyramegin hússins þannig að ekki tókst að fá hana til að tjá sig um tíðindin. Nútíminn greindi fyrstur frá málinu en síðan aðrir miðlar.Sjá einnig: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Heimildir Vísis herma að Hanna Birna hafi tilkynnt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bjarna Benediktssyni um þessa ákvörðun sína símleiðis skömmu fyrir hádegi í dag en hún mætti ekki á ríkisstjórnarfund í morgun. Hanna Birna mun jafnframt hafa tilkynnt nánstu samstarfsmönnum sínum ákvörðun sína fyrr í dag. Þá mun víst þykja að Hanna Birna ætli ekki segja af sér sem varaformaður Sjálftæðisflokksins, né mun hún hætta á þingi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Vísi hefur ekki tekist að ná í Hönnu Birnu vegna málsins ennþá, né Þóreyju Vilhjálmsdóttur, aðstoðarkonu hennar. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sagðist í samtali við fréttastofu ekki vita neitt um málið.Sjá einnig: Sjálfstæðismenn koma af fjöllum Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, sagði fyrr í dag, í samtali við Vísi, að Hanna Birna sé nú á ríkisstjórnarfundi. En vildi að öðru leyti ekki tjá sig neitt um málið. Forsætisráðherra er að hans sögn nú á leið til Hafnar til að sitja miðstjórnarfund Framsóknarflokksins.Sjá einnig: „Vona innilega að hún segi af sér“Uppfært kl. 14:00 Vísir var að tala við Guðlaug Þór Þórðarson sitjandi þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, og hann sagði að sér væri ekki kunnugt um að Hanna Birna ætlaði að segja af sér. Sér þætti þetta sérkennilegur tími til slíks, þessi dagur væri ekki góður til að segja af sér ráðherradómi. Ekki hefur verið boðað til þingflokksfundar, eftir því sem Guðlaugur Þór best veit -- og hann ætti að vita það.Uppfært kl.14:45Upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að yfirlýsingar frá Hönnu Birnu sé að vænta. Lekamálið Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Uppfært klukkan 15:20Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna afsagnar sinnar. Þar segist hún hætta sem innanríkisráðherra en ætla að sitja áfram sem þingmaður. Þannig axli hún ábyrgð. Allt um yfirlýsingu Hönnu Birnu hér.Í spilaranum neðst í fréttinni má hlusta á þegar Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, afhenti fjölmiðlum yfirlýsingu ráðherra.Frétt Vísis frá fyrr í dag Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis mun Hanna Birna Kristjánsdóttir segja af sér sem innanríkisráðherra í dag. Þröngum hópi í kringum Hönnu Birnu var kunnugt um þetta, eða allt þar til klukkan um 13:30, að þetta fór að spyrjast út. Fréttamenn 365 reyndu að ná tali af Hönnu Birnu við ráðuneytið um 14:15, en hún fór inn bakdyramegin hússins þannig að ekki tókst að fá hana til að tjá sig um tíðindin. Nútíminn greindi fyrstur frá málinu en síðan aðrir miðlar.Sjá einnig: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Heimildir Vísis herma að Hanna Birna hafi tilkynnt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bjarna Benediktssyni um þessa ákvörðun sína símleiðis skömmu fyrir hádegi í dag en hún mætti ekki á ríkisstjórnarfund í morgun. Hanna Birna mun jafnframt hafa tilkynnt nánstu samstarfsmönnum sínum ákvörðun sína fyrr í dag. Þá mun víst þykja að Hanna Birna ætli ekki segja af sér sem varaformaður Sjálftæðisflokksins, né mun hún hætta á þingi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Vísi hefur ekki tekist að ná í Hönnu Birnu vegna málsins ennþá, né Þóreyju Vilhjálmsdóttur, aðstoðarkonu hennar. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sagðist í samtali við fréttastofu ekki vita neitt um málið.Sjá einnig: Sjálfstæðismenn koma af fjöllum Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, sagði fyrr í dag, í samtali við Vísi, að Hanna Birna sé nú á ríkisstjórnarfundi. En vildi að öðru leyti ekki tjá sig neitt um málið. Forsætisráðherra er að hans sögn nú á leið til Hafnar til að sitja miðstjórnarfund Framsóknarflokksins.Sjá einnig: „Vona innilega að hún segi af sér“Uppfært kl. 14:00 Vísir var að tala við Guðlaug Þór Þórðarson sitjandi þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, og hann sagði að sér væri ekki kunnugt um að Hanna Birna ætlaði að segja af sér. Sér þætti þetta sérkennilegur tími til slíks, þessi dagur væri ekki góður til að segja af sér ráðherradómi. Ekki hefur verið boðað til þingflokksfundar, eftir því sem Guðlaugur Þór best veit -- og hann ætti að vita það.Uppfært kl.14:45Upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að yfirlýsingar frá Hönnu Birnu sé að vænta.
Lekamálið Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira