Klaufska færð í nýjar hæðir Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2014 10:03 Sumir ökumenn eiga erfitt með að komast inn og út úr bílastæðum þar sem oft er þröngt um vik. Því er hreint magnað að sjá aðfarir þessa ökumanns því í hans tilviki var alls ekki lítið pláss til að athafna sig á þessu bílastæði í Calgary í Kanada. Samt tekur það hann meira en fjórar mínútur að komast frá bílastæðinu og út á götu. Í leiðinni ekur hann reyndar á einn bíl sem greinilega sést verulega á því eigandi hans sést skoða skemmdirnar í lok meðfylgjandi myndskeiðs. Eiginlega er alveg ógerningur að finna það út hvað fer í gegnum huga bílstjórans við alla snúningana á bíl hans. Allt virðist gert í hreinu tilgangsleysi og svo til allar aðgerðir helst til þess gerðar að koma sér í aðeins meiri vandræði. Þessi ökumaður hlýtur að eiga skilið verðlaun fyrir að vera versti bílstjóri í heimi. Bílar video Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent
Sumir ökumenn eiga erfitt með að komast inn og út úr bílastæðum þar sem oft er þröngt um vik. Því er hreint magnað að sjá aðfarir þessa ökumanns því í hans tilviki var alls ekki lítið pláss til að athafna sig á þessu bílastæði í Calgary í Kanada. Samt tekur það hann meira en fjórar mínútur að komast frá bílastæðinu og út á götu. Í leiðinni ekur hann reyndar á einn bíl sem greinilega sést verulega á því eigandi hans sést skoða skemmdirnar í lok meðfylgjandi myndskeiðs. Eiginlega er alveg ógerningur að finna það út hvað fer í gegnum huga bílstjórans við alla snúningana á bíl hans. Allt virðist gert í hreinu tilgangsleysi og svo til allar aðgerðir helst til þess gerðar að koma sér í aðeins meiri vandræði. Þessi ökumaður hlýtur að eiga skilið verðlaun fyrir að vera versti bílstjóri í heimi.
Bílar video Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent