Innlent

Vara við ágjöf og brimróti

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt spám getur ölduhæð orðið yfir tólf metrar af norðan og norðnorðaustan.
Samkvæmt spám getur ölduhæð orðið yfir tólf metrar af norðan og norðnorðaustan. Vísir/Valli
Mikilli ölduhæð er spáð undan Vestfjörðum annað kvöld og aðfararnótt miðvikudagsins 10. desember. Samkvæmt spám getur ölduhæð orðið yfir tólf metrar af norðan og norðnorðaustan.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að rétt sé að vera sérstaklega á varðbergi yfir áhrifum af ágjöf og brimróti. Sjávarstaða verður há í ljósi sjávarfallshæðar og talverðs áhlaðanda.

Viðbragðsaðilum á Vesturlandi og Vestfjörðum er ráðlagt að fylgjast vel með aðstæðum. Einnig er þeim ráðlagt að vera undirbúnir því að greiða úr vandræðum sem af þessu geta hlotist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×