Innlent

Mikið að gera hjá björgunarsveitum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björgunarsveitin á Hellu sótti hóp ferðalang í nótt inn í Landmannalaugar.
Björgunarsveitin á Hellu sótti hóp ferðalang í nótt inn í Landmannalaugar. Vísir
Mikið hefur verið að gera hjá björgunarsveitum víða um land í gærkvöldi, nótt og í morgun.

Aðstoða hefur þurft ökumenn við Siglufjörð, í Námaskarði, í Mikladal við Tálknafjörð, á Steingrímsfjarðarheiði, í Víkurskarði og við Reynisfjall, svo fátt eitt sé nefnt.

Þá fylgdi björgunarsveitin Dalvík sjúkrabifreið með barnshafandi konu til Akureyrar.

Björgunarsveitin á Hellu fór svo í nótt að sækja hóp ferðafólks í Landmannalaugar. Hópurinn er vel búin en snjóbíl þurfti til að sækja hann þar sem færðin þar er mjög slæm og veðurútlit ekki gott.



Engar fregnir hafa borist af foktjóni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×