Innlent

Vindhviður allt að 60 metrar á sekúndu

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Meðalvindur á Austurlandi er 30 metrar á sekúndu.
Meðalvindur á Austurlandi er 30 metrar á sekúndu. Vísir/Auðunn
Ekkert ferðaverður er á austanverðu landinu en óveður hefur gengið yfir landið frá því í nótt.

Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að nokkuð hvasst sé búið að vera á öllu landinu í nótt og í morgun. Snjókoma hafi verið fyrir norðan. Íbúar á suðvesturhorni landsins hafi sloppið ágætlega og á Vestfjörðum þó leiðindaveður hafi verið þar á sumum stöðum líkt og á Ströndum.

„Hann er ennþá að hvessa fyrir austan. Þar er sumstaðar mjög hvasst. Til dæmis í Hamarsfirði núna rétt fyrir níu fóru vindhviðurnar í tæplega 60 metrar á sekúndu og meðalvindurinn í 30. Þannig að það er víða á þeim slóðum mjög slæmt veður. Það er reiknað með að veðrið verði svona svipað næstu þrjá, fjóra til fimm tímana en síðan má gera ráð fyrir að það fari heldur að draga úr því en það verður áfram leiðindaveður þarna á austurhelmingnum,“ segir Óli Þór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×