Strákarnir í Áttunni, þeir Róbert, Egill Ploder og Nökkvi Fjalar, eru að klára aðra þáttaröð sína á Bravó.
Í tilefni þess gerðu þeir nýtt lag um þáttinn sinn, sem heitir einfaldlega Þetta er Áttan.
Í laginu gera strákarnir grín að sjálfum sér og syngja um þáttinn. Þeir eru engir nýgræðingar í tónlistinni þar sem þeir hafa gert mörg vinsæl lög síðustu ár í skemmtiþættinum 12:00.

